Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 4
Persónuuppbót/annaruppbót 7 Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi skrifar um kjaramál. Skrifað undir kjarasamning 8 Kjarasamningur Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga var undirritaður 25. september sl. Vinna með mótherjanum 10 Tónlistarskólakennarar í samningaviðræðum. Ímyndar- og kynningarátak grunnskólakennara 11 Frú Vigdís Finnbogadóttir, Andri Snær Magnason og Tinna Gunnlaugsdóttir ljá átakinu liðsinni sitt. Slökkvistjóri, ekki hrökkva í kút! 12 Umhverfisstefna Öskjuhlíðarskóla er smám saman að vera mjög víðtæk með sífellt fleiri verkefnum sem tekin eru fyrir. Í faðmi Vatnajökuls 14 Hjördís Skírnisdóttir og Þorbjörn Rúnarsson framhaldsskólakennarar nota stórbrotna náttúru til að kenna nemendum sínum ýmislegt. Eftir að skóladegi lýkur 18 Frístundaheimili eru með ýmsu sniði og í Danmörku er starfið talsvert öðruvísi en hérlendis. Hvað er Numicon? 22 Stærðfræðikerfi sem hjálpar þeim sem eiga erfitt með að skila tölur og stærðir. Félag kennara á eftirlaunum 24 Kynning á fjölbreyttri og skemmtilegri starfsemi FKE. Geimálfurinn frá Varslys 26 Lífsleikninámsefni um slys og slysavarnir. Formannspistill 3 Eiríkur Jónsson formaður KÍ hvetur áhugafólk um skólamál þvert á flokkslínur til að tryggja samstöðu um eflingu kennaramenntunar í pistli sínum „Kosningar og kennaramenntun“. Gestaskrif 5 Gunnar Svavarsson er sveitarstjórnarmaður sem kvæntur er kennara. „Byrjum strax að tala saman“ heitir stórgóður pistils Gunnars og túlki nú hver sem betur getur. Skóladagar 7 Smiðshöggið 30 Ég er fíkill“, segir Anna Lilja Þórisdóttir og saknar kennarastarfsins. Að auki... eru í blaðinu fréttir af skólamálaráði, vinnuumhverfismálum, ráðstefnum um stærðfræði, teygjuhlésforriti, nýjum foreldrabæklingi sem kennarar skrifa, huggulegum eyðublöðum sjúkrasjóðs og fleiru að ógleymdum leiðara. 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Forsíðumynd: Í efnafræðitíma í MH, Kristján Ari Úlfarsson, Kjartan Þór Birgisson, Soffía Sveinsdóttir efnafræðingur og Svava Arnardóttir. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Finnska undrið Kennari nokkur kom að máli við finnskan félaga í stéttinni ný- verið og spurði hann út í finnska undrið. „Af hverju gengur Finnum svona vel að mennta sitt fólk?“ „Fólk leitar orsakanna í gæðum skólastarfs og kennaramennt- unar en það er ekki málið,“ sagði Finninn. „Svarið er einfalt. Í Finnlandi er borin mikil virðing fyrir kennurum. Af þeim sökum fá þeir fullan stuðning þjóðarinnar við úrbætur á skólakerfinu.“ Þar höfum við það. Íslenskir kennarar hafa í áratugi vitað að það er brýnt úrlausnarefni að auka virðingu fyrir kennarastéttinni. Bent hefur verið á í því samhengi að kvennastéttir njóti alltaf minni virðingar en karlastéttir og þetta sé því þungur róður. Lengst af var það almenn skoðun í kennarastétt að með því að vinna vel myndi virðingarstigið þokast upp á við og endurspeglast í launum. Að því kom að þolinmæðina þraut og sumir kennarar komust á þá skoðun að best væri að vinna sér til hægari verka og láta af öllum óþarfa metnaði. Launin væru enda ekki hvetjandi til dáða. Þetta er skiljanleg afstaða en afleitt til lengri tíma litið. Nú hafa grunnskólakennarar snúið vörn í sókn og fengið þekkt fólk í samfélaginu til liðs við sig í ímyndarherferð. Hún hefur þegar vakið nokkra athygli fjölmiðla með tilheyrandi umfjöllun. Í herferðinni eru birtar myndir af þekktum Íslendingum og meðfylgjandi texti þar sem þeir lýsa því hvaða góðu áhrif nafngreindir kennarar höfðu á heill þeirra og hamingju. En betur má ef duga skal. Samstarf grunnskólakennara og Heimilis og skóla hefur aukist að undanförnu. Vert væri að leita liðsinnis þessa ágæta fólks í þörfu málefni sem kemur nemendum og foreldrum ekki síður vel en kennurum eins og finnska undrið sýnir: Að auka virðingu fyrir skólum, menntun og kennurum. Virðing er ekki undirlægjuháttur heldur að mæta fólki á jafnræðisgrundvelli, meta á alla lund það sem það gerir vel og treysta því til áframhaldandi góðra verki að fenginni reynslu. Ég hef sjálf mjög góða reynslu af því að innprenta barni jákvætt viðhorf til skólans og umsjónarkennarans frá upphafi skólagöngu og get mælt með þeirri leið. Fólk hefur mismunandi áherslur og styrkleika en þegar það mætir vilja annarra til samstarfs slær það ekki á útrétta hönd. Þetta gildir jafnt um kennara sem foreldra og nemendur. Nauðsynlegt er að stuðla með öllum tiltækum ráðum að umræðu í samfélaginu um vægi samstarfs skóla og heimila í góðri menntun. Ég sé hilla undir aukna virðingu fyrir kennurum og þykist sjá vísbendingar þess en eitt er það sem hægir á jákvæðri þróun í þá átt. Það er umræðan um uppeldishlutverk skóla. Þetta er heit og spennandi umræða og mikilvægt að kennarar komi sér saman um stefnu í þessu veigamikla máli sem grundvallast í senn á gildi menntunar og þeim breytingum sem hafa orðið í samfélaginu. Hin ýmsu skólastig hafa uppeldishlutverk samkvæmt lögum eins og til dæmis er kveðið á um í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla í umfjöllun um lífsleikni. Kennarar eiga að vera stjórnendur í þessari umræðu, ekki fylgifiskar eða fórnarlömb. Krístin Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.