Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 7
7 KJARAMÁL, SKÓLAMÁL SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Þann 1. desember nk. fá kennarar og skólastjórnendur greidda annaruppbót/ persónuuppbót og því er tilvalið að fjalla aðeins nánar um það í þetta sinn. Auk þeirra kennara og stjórnenda sem nú eru í starfi fá einnig þeir sem eru í fæðingarorlofi eða námsleyfi greidda annaruppbót/persónuuppbót. Grunnskólakennarar og stjórnendur í fullu starfi fá greidda annaruppbót (persónu- uppbót) í lok hverrar annar, þ.e. 1. desember og 1. júní, og tekur annaruppbótin áfangahækkunum sem verða 1. janúar ár hvert á samningstímanum. Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 31. desember, en hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma hvorrar annar fyrir sig. Upphæðin í ár er kr. 51.626. Framhaldsskólakennarar og stjórnendur sem eru við störf í fyrstu viku nóvember- mánaðar fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins og orlofsfé reiknast ekki á persónuuppbót. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. Á sama hátt skal starfsmaður, sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall. Upphæðin í ár er kr. 40.700. Leikskólakennarar og stjórnendur í fullu starfi fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert sem nemur 35% af desemberlaunum í launaflokki 101, 2. þrepi. Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi leikskólakennari gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Upphæðin í ár er kr. 61.696. Þess ber að geta að ef nýgerður kjarasamningur FL og LN verður samþykkt- ur í atkvæðagreiðslu um samninginn verður upphæð persónuuppbótar 35% af desemberlaunum í launaflokki 101 1. þrepi eða kr. 63.548. Tónlistarskólakennarar og stjórnendur í fullu starfi fá greidda annaruppbót í lok hverrar annar, þ.e. í desember og júní miðað við starfstíma á hverri önn. Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 31. desember. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma hvorrar annar fyrir sig. Upphæðin í ár er kr. 51.626. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þetta eða annað er ykkur velkomið að hringja til mín í síma 595 1111 eða senda mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ki.is Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Persónuuppbót /annaruppbót - allir Ingibjörg hjá ki.is Lj ó sm yn d : k eg Framkvæmdastjórn skólamálaráðs KÍ fundaði nýverið í fyrsta sinn eftir all- langt hlé. Í stjórninni sitja formenn allra skólamálanefnda aðildarfélaga Kennarasambandsins. Stefnt er að því að efla til muna umræðu um og vinnu við skólamál í starfsemi sambandsins og framkvæmdastjórn hefur meðal annars verið falin fagleg umsjón með málefnum 10 punkta samkomulagsins og nefndastarfs því viðvíkjandi. Elna Katrín Jónsdóttir formaður skólamálaráðs veitir þeirri umsjón forstöðu. Á fundinum var ákveðið að breyta til í ráðstefnu- og þinghaldi en hingað til hafa verið haldin stór þing á vegum skólamálaráðs. Eftir er að móta með hvaða hætti þetta verður en ljóst að viðburðum verður fjölgað. Þá verða teknar til skoðunar og framkvæmda ályktanir 3. þings KÍ um skólamál. Nefnd voru nokkur stór mál sem verðugt er að skólamálaráð fjalli um og vinni úr, þ.á.m. námsmat, námsval og fjölbreytni náms og skil skólastiga. Jafnframt var rætt um að skólamálaráð sinnti hér eftir af auknum krafti málefnum er varða erlend mennta- og skólamál og fylgdist grannt með vettvangi norrænnar og samevrópskrar menntunar. Í framkvæmdastjórn skólamálaráðs sitja Anna María Gunnarsdóttir (FF), Auður Árný Stefánsdóttir (SÍ), Elna Katrín Jónsdóttir (KÍ), Jón Hrólfur Sigurjónsson, (FT), Jónína Konráðsdóttir (FL), Kristín Jónsdóttir (FG) og Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir (FS). Skólamálum gert hátt undir höfði í starfsemi Kennarasambandsins

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.