Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 18
18 FRÍSTUNDAHEIMILI SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Þegar skóladegi sex ára gamallar dóttur minnar lýkur rétt fyrir klukkan eitt fer hún að fást við eitthvað af eftirtöldu: Smíða, sauma, elda mat, leika sér úti eða inni, hjóla, fela sig í kofa, búa til skartgripi, sauma bangsaföt, spila hokkí, fótbolta eða körfubolta, syngja í kór, grilla brauð yfi r opnum eldi eða kúra í púðahorni með besta vini sínum. Spennandi, ekki satt? Það erum ekki við foreldrarnir sem erum svona ofboðslega hugmyndarík og skapandi. Nei, dóttir mín fer daglega á skóladagheimili í Danmörku. Við Íslendingar höfum löngum litið til Dana hvað varðar skólamál, enda margt gott hægt að læra af þessum glaðværu frændum okkar. Það er óhætt að fullyrða að börnum í Danmörku bjóðist talsvert önnur þjónusta en almennt gerist hérlendis. Eftir skóla streyma börn á aldrinum 6 – 9 ára á skóladagheimili eða frístundaheimili. Skóladagheimili nefnast Skolefridtidsordning á dönsku, en þar sem Danir eru með endemum hagsýnir í hugsun þá hafa þeir stytt þetta langa orð og tala yfi rleitt um SFO. Greinilegt er að það er full þörf fyrir þessa þjónustu, en árið 2003 voru yfi r 80% barna á aldrinum 6 – 9 ára á skóladagheimilum víðs vegar um landið. Árið 1874 var fyrsta skóladagheimilið í Danmörku opnað og fram til 1970 voru fáar aðrar kröfur gerðar til skóladagheimila en að þau veittu örugga gæslu. Síðan þá hafa skóladagheimilin þróast í að vera staðir þar sem unnið er markvisst með þætti eins og samskipti, hreyfi ngu og listir. Skóladagheimilin eru ekki framhald af eiginlegum skóladegi barnanna heldur er mikil áhersla lögð á að börnin njóti þar frítíma síns á þann hátt sem þau vilja. Starfsemi skóladagheimila heyrir undir grunnskólalög í Danmörku. Hvert skóla- dagheimili hefur eigin stjórnanda en það er skólastjóri viðkomandi skóla sem ber ábyrgð á starfseminni. Samkvæmt landsmeðaltali eru um tólf börn á hvern starfsmann og 70% starfsmannanna eru uppeldismenntaðir. Sú menntun, sem yfi rleitt er krafi st í starfi nu, nefnist „Pæda- gogisk uddannelse” og er þriggja og hálfs árs nám að loknu stúdentsprófi . Engir biðlistar Þar sem fl est börn fara á sama staðinn þegar kennslu lýkur á daginn skapast samhengi á milli kennslu og frítíma. En hvers vegna eiga börn að vera undir eftirliti skólans meirihluta dags? Er ekki verið að stofnanavæða uppeldið? Kjósi foreldrar að nýta sér að fullu opnunartíma skóladagheimila þá er ekkert því til fyrirstöðu að barnið mæti þangað klukkan hálf sjö á morgnana, komi aftur þegar skóla lýkur og dvelji þar til klukkan fi mm á daginn. Skóladagheimilin eru lokuð í mjög stuttan tíma á sumrin þannig að foreldrar geta fengið gæslu fyrir börn sín allan daginn og nánast allan ársins hring. Lytten Nielsen, aðstoðarforstöðu- maður skóladagheimilisins Spinderen í Frederiksberg, segir að ekki sé algengt að börn eyði svo miklum tíma á skóla- dagheimilum. „Skóladagheimilið er lokað sextán daga á ári. En það heyrir til algerra undan- tekninga ef börn fara ekki í nokkurra vikna sumarfrí. Þau börn sem eru komin hingað fyrir klukkan sjö á morgnana eru yfi rleitt sótt mjög snemma.“ Lytten segir að opnunartíminn sé svar skólans við þörf foreldra. Flestir foreldrar vinni fullan vinnudag, ekki síst þeir sem eru einstæðir, og ef skólinn bregðist ekki við þessari þörf þá komi það niður á börnunum og öllu skólastarfi . „Ég hef unnið á skóladagheimilum í rúm tuttugu ár og á þeim tíma hafa orðið gífurlegar breytingar á starfseminni. Opnunartími hefur lengst og börn dvelja miklu lengur en áður tíðkaðist,“ segir Lytten. Blaðamanni verður hugsað til langra biðlista eftir plássi á íslenskum skóla- dagheimilum og vill gjarnan fá að vita hvort staðan sé sú sama í Danaveldi. Lytten segir að í dönskum sveitarfélögum fyrirfi nnist fyrirbæri sem kallast „pladsgaranti”. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til þess að allir, sem þess óska, geti fengið dvöl fyrir börn sín á skóladagheimili. Heilsdagsskólar, frístundaheimili, tómstundaheimili, frístundaskóli... Flest sveitarfélög á Íslandi bjóða upp á einhverskonar þjónustu að loknum skóladegi yngstu nemendanna en það er afar misjafnt hvað starfsemin er kölluð og hvað í henni felst. Sums staðar virðist áhersla fyrst og fremst vera lögð á að gæta barnanna, annars staðar á uppeldishlutverk starfsmannanna og enn annars staðar er börnum gert kleift að leggja stund á áhugamál sín á meðan á dvöl þeirra stendur. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur býður borgarbörnum upp á dvöl á frístundaheimilum. Á heimasíðu borgar- innar segir að þar sé boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 – 9 ára barna ljúki. Fram til ársins 2002 heyrði starfsemin undir fræðslusvið borgarinnar en nú er hún í höndum ÍTR. Að sögn Steingerðar Kristjánsdóttur, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg, þótti breytingin við hæfi þar sem um er að Frístundaheimili í Danmörku og á Íslandi Eftir að skóladegi lýkur

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.