Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 25
25 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 jós úr viskubrunni sínum fróðleik um land, sögu, ábúendur og annað sem dalinn varðar. Í Fjörðum var leiðsögumaður Björn Ingólfsson fv. skólastjóri á Grenivík og ekki mátti á milli sjá hvor gerði sínu svæði betri skil. Í sumar var Akureyrarferðin tengd dags- ferð sunnanmanna þannig að hóparnir mættust í Búðardal, fóru síðan saman í bílum um Dali og loks í sameiginlegan kvöldverð í Munaðarnesi. Ekki er endanlega ákveðið hvert skuli haldið í dagsferðir næsta sumar en stefnt er að því að þær séu ekki strangari en svo að sem allra flestir treysti sér til að koma með. Dagsferðirnar hafa alltaf endað með sameiginlegu borðhaldi og félagið greiðir þær niður sem næst því sem aksturs- kostnaði nemur. Stærri ferðir 2005 þegar dagsferðin frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal var í undirbúningi var mikið spurt hvort félagar af suðvestur- horninu kæmust ekki með í þá ferð. Mál þróuðust því þannig að fengin var rúta að sunnan norður yfir Kjöl til Akureyrar með um 50 farþega. Gísli Ólafur Pétursson, sem er flestum kunnugri öllum færum leiðum um hálendi Íslands, var leiðsögumaður og fararstjóri. Hann hafði frá mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja. Dagsferð var svo farin með Norðlend- ingum. Gist var á Akureyri í tvær nætur og skyldi síðan farið suður Sprengisand til baka. Þá greip almættið inn í og gerði rok og snjókomu á hálendinu. Var því ekinn þjóðvegur 1 til Reykjavíkur. Mörgum þótti þessi breyting súr í broti en lýstu þó yfir mikilli ánægju sinni með ferðina í heild. Með hliðsjón af hvernig til þótti takast með hálendisferð 2005 þótti stjórn FKE ómaksins vert að kanna hvort ekki fengjust farþegar í eina rútu norður yfir Sprengisand nú í ár. Strax um áramót voru því bókaðar gistingar fyrir 50 manns eina nótt á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði og aðra á Eiðum á Fljótsdalshéraði. Ferðatilhögun var lýst í fréttabréfi 15. apríl. Viku seinna var kominn biðlisti sem átti eftir að lengast. Ekki er ljóst hve margir hættu við að skrá sig þegar þeir sáu hvar þeir lentu á biðlista. Þröngt var orðið um gistipláss en loks tókst að tvöfalda áður pöntuð gistirými með því að skipta fólki niður á fleiri staði. Fjöllin létu sér fátt um finnast 16. ágúst var lagt upp í ferð á tveimur bílum með 92 félaga úr FKE. Logn var og hitasólskin. Ekki sást skýhnoðri á lofti. Var farið austur um sveitir og norður Sprengisand. Áð var allvíða enda sama veðrið allan daginn. Notalegt var að koma út og njóta útsýnis. Leiðsögumenn voru sinn í hvorum bílnum, Jón R. Hjálmarsson og Valgarð Runólfsson, báðir margreyndir og eftirsóttir til þeirra starfa. Næsta dag var ekið frá Stórutjörnum austur um Fljótsheiði, Mývatnssveit, Mý- vatnsöræfi, Hólsfjöll, Efra-Fjall og Jökul- dalsheiði. Þaðan var farið Fjallveg inn að Kárahnjúkum, þar yfir Jöklu, austur Fljótsdalsheiði og til gististaða á Héraði. Herðubreið, Kverkfjöll, Snæfell og Dyrfjöll skörtuðu sínu fegursta í blíðunni og létu sem þeim kæmi ekki við umdeild ósköp sem mennirnir aðhöfðust við stórfljót Austurlands. Þriðja daginn, eftir að komið var suður yfir Öxi áleiðis til Reykjavíkur, var eins og náttúran slappaði af í hversdagsfötum. Veður var milt og stillt en mesti glansinn horfinn. Í undirbúningi er ferð um Vestfirði næsta sumar. Hermann Guðmundsson Formaður Félags kennara á eftirlaunum Netfang: hermg@simnet.is og símar 564 1166 og 891 6886. Óskum eftir a› rá›a sem fyrst a›sto›arleikskólastjóra á leikskólann Leikgar›. Leita› er a› metna›arfullum einstaklingi me› leikskólakennarapróf e›a sambærilega menntun. Umsóknir sendist me› tölvupósti á leikgardur@fs.is. Nánari uppl‡singar veitir fiórdís Hauksdóttir leikskólastjóri í síma 551-8560. Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun. A› henni standa stúdentar innan Háskóla Ís- lands, HÍ og menntamálará›uneyti›. Leikskólar stúdenta eru Leikgar›ur, Mánagar›ur og Sól- gar›ur. Auk leikskóla rekur FS Bóksölu stúdenta, Stúdentagar›a, Kaffistofur stúdenta og Stúdentami›lun. Starfsfólk FS er um 100 talsins. www.fs.is A›sto›arleikskólastjóri óskast sem fyrst FKE

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.