Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 12
12 UMHVERFISSTEFNA SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Kristín Arnardóttir deildarstjóri yngri deilda í Öskjuhlíðarskóla segir frá um- hverfi sverkefnum í skólanum. „Við höfum verið tvær, umsjónarmenn umhverfi smála undanfarin þrjú skólaár,“ upplýsir Kristín. „Fyrst vorum við ekkert að hugsa um Grænfánann og áttuðum okkur ekki á að við ættum heima í því verkefni! En eftir að við tókum þetta að okkur leituðum við fl jótlega í smiðju til Fossvogsskóla þar sem ég er með mín börn. Þar fengum við afskaplega skemmtilega kynningu um hvernig þau höfðu staðið að þessum málum og fetuðum í fótspor þeirra að vissu marki. Við höfum hingað til tekið eitt stórt verkefni á hverju skólaári þar sem allir nemendur og starfsmenn eru með. Í millitíðinni höfum við svo tekið smærri verkefni, hvaða efni í þrif og fl eiri verkefni. Í fyrsta stóra verkefninu byrjuðum við á að hugsa um orkunotkun, úbjuggum slökkvistjóranælur og skipuðum slökkvi- stjóra í hverjum bekk sem átti að sjá um að slökkva þegar farið var út úr stofunni. Þetta var voða skemmtilegt og tónmenntakennarinn samdi fjörugt lag sem innihélt meðal annars orðin: „Slökkvistjóri, ekki hrökkva í kút!“ Svo héldum við slökkvistjórahátíð þar sem nælur voru afhentar og haldin hugvekja um rafmagnsmál. Þetta var fyrsta stóra verkefnið. Næsta stóra verkefni – og jafnframt það stærsta hingað til – hófst í fyrra. Það fjallar um sorpfl okkun. Við fengum fyrirlesara fyrir starfsfólkið og fórum með alla í húsinu í vettvangsferð í Sorpu. Þar tók kynningar- og fræðslufulltrúinn á móti okkur, Gyða S. Björnsdóttir. Hún er frábær, með stórskemmtilegt verkefni og tendraði áhuga krakkanna svo um munaði. Í þessu verkefni héldum við líka hátíð, söfnuðum öllum á sal og afhentum með pompi og pragt sorpílatín sín, sérmerkt. Svo fórum við í gegnum hverju ætti að henda í hvaða ílát. Kennarar tóku svo æfi ngar í stofum, söfnuðu alls konar drasli og æfðu hverju mátti henda hvar. Þetta var ofboðslega vel lukkað og krakkarnir kveiktu á þessu einn tveir og þrír sem er alveg ótrúlegt því við erum með svo mikið af fötluðum börnum hérna sem eru ekki mjög skynug. Þau urðu mjög áhugasöm og voru ljósárum á undan starfsfólkinu að tileinka sér fl okkunina. Erfi ðasti staðurinn var vinnuaðstaða kennara, fólk hendir plöstuðum spjöldum í pappírsílátið og svo framvegis. Um þetta leyti sóttum við loks um aðild að grænfánanum. Okkur var sagt að þetta væri mjög óvenjulegt því við hefðum verið búin að öllu þegar við sóttum um. Vanalega sækti fólk um fyrirfram og fengi handleiðslu í gegnum verkefnið! Svo fengum við aðild að Skóli á grænni grein og loks fánann í vor. Þriðja stóra verkefnið okkar er nýting pappírs. Umhverfi sstefnan okkar þar er eftirfarandi: Nýting pappírs • Ljósritum báðum megin ef hægt er. • Vöndum okkur þegar við veljum prentara í prentskipun. • Afpöntum útprent í tölvunni ef prent- ari er í lamasessi - annars kemur það seinna. • Notum A5 blöð og minnkum efnið þegar hægt er. • Prentum í lit aðeins það sem þarf að vera í lit. • Gerum okkur grein fyrir verðmun á pappír. • Prentum uppköst og vinnuplögg á endurnýttan pappír. • Höfum alltaf við hendina endurnýtt rissblöð. • Notum afskurði í minnismiða. • Föndrum úr afskurðum. • Notum verðlausan pappír þegar hægt er. • Útbúum margnota verkefni fyrir nem- endur. „Næst á dagskrá?“ hváir Kristín aðspurð. „Það er af nógu að taka. Umhverfi s- verkefnin eru endalaus!“ Áhugasamir geta kynnt sér umhverfi sstefnu Öskjuhlíðar- skóla á umhverfi svef skólans www.oskju- hlidarskoli.is/umhverfi / keg Slökkvistjóri, ekki hrökkva í kút! Lj ós m yn di r: J óh an n A . K ris tjá ns so n

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.