Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 24
24 FKE SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Árið 1980, eða fyrir 26 árum, stofnuðu allmargir kennarar sem komnir voru á eftirlaun vegna aldurs eða örorku af einhverju tagi með sér félag. Tilgangur félagsins var frá upphafi tvíþættur, annars vegar að sinna kjara- og réttindamálum og hins vegar að fullnægja félagslegri þörf eftirlaunakennara, draga úr hættu á að félagar einangruðust eftir að ævistarfi lýkur. Upphaflega voru það að mestu eða öllu leyti fyrrverandi grunnskólakennarar sem stóðu að félaginu, en með stofnun Kennarasambands Íslands (KÍ) varð Félag kennara á eftirlaunum (FKE) eitt af sjö aðildarfélögum KÍ. Rétt til félagsaðildar FKE eiga allir sem komnir eru á eftirlaun en voru áður í einhverju hinna sex aðildarfélaga KÍ, svo og makar þeirra. Makarnir hafa þannig full réttindi jafnt öðrum félögum FKE til að njóta alls þess sem FKE skipuleggur eða greiðir fyrir á einhvern hátt en ekki þess sem KÍ stendur straum af. Hvernig stendur FKE að því að ná markmiðum sínum? Félagið hefur litla möguleika til beinnar kjarabaráttu. Það hefur engan beinan samningsrétt, er ekki í samninganefnd KÍ en á tvo fulltrúa í kjararáði. Kynningar- fundir hafa stundum verið um kjara- og lífeyrismál félagsmanna. Félagslega markmiðinu reynir FKE að sinna með fjölbreyttu félagsstarfi yfir veturinn og ferðalögum á sumrin. Í félagsstarfinu hittast gamlir skólafélagar og starfsfélagar og styrkja gömul vin- áttubönd og flestir kynnast nýjum félögum. Vetrardagskráin er frá byrjun október og fram að aðalfundi sem haldinn er fyrsta laugardag í maí. Fræðslu- og skemmtifundir eru haldnir einu sinni í mánuði, oftast fyrsta laugardag mánaðarins. Þeir eru uppbyggðir þannig að fyrst er spiluð félagsvist, hálft kort, síðan að afloknu veislukaffi flytur einhver erindi. Reynt er að fá til þess karla eða konur með sem ólíkastan bakgrunn. Sumir, sem ekki hafa smekk fyrir félagsvist, koma til að hitta félaga við kaffiborðið og til að hlýða á það sem á eftir fer. Í lok fundar taka menn oft lagið saman áður en heim er haldið. Bókmenntafundir eru hálfsmánaðar- lega. Þeim hefur stjórnað um nokkurra ára skeið Hörður Zóphaníasson fyrrverandi skólastjóri úr Hafnarfirði. Í lok hvers fundar er ákveðið hvað skuli tekið fyrir á næsta fundi. Oft er það ákveðið þema og þá reyna sem flestir að koma með og flytja eitthvað um það efni. Stundum er fengið skáld eða rithöfundur til að koma á fundina og einnig hefur verið farið í heimsóknir í söfn eða aðrar menningarstofnanir. Tölvufræðsla hefur verið félögum að kostnaðarlausu um skeið. Hún er vikulega. Þar eru allir velkomnir, jafnt þeir sem eru algjörir byrjendur og hinir sem lengra eru komnir. Fræðsluna annast Gísli Ólafur Pétursson fv. framhaldsskólakennari. Netfang Gísla er gop@simnet.is og sími 895 0300. Kórstarf hefur verið samfellt innan félagsins í tíu ár. Kórinn nefnir sig Ekkó sem leggja má út Eldri kennara kór. Jón Hjörleifur Jónsson, fv. skólastjóri Hlíðaskóla, hefur stjórnað honum nær samfellt frá upphafi. Æft er vikulega. Það er eins með kóra eldri borgara og barnakóra að þeir eiga tilveru sína undir stöðugri innkomu nýrra kórfélaga. Nú hafa til dæmis fallið út góðir tenórar og vonandi birtast nýir menn í þeirra stað. Pláss er reyndar í öllum röddum fyrir fólk sem getur sungið. Formaður kórsins er Rannveig Sigurðar- dóttir. Hún hefur síma 554 1319. Árshátíð félagsins er í mars. Hún hefst með borðhaldi, síðan er fjölbreytt skemmtidagskrá og loks dansleikur. Reynt hefur verið að stofna bæði bridds- og skákklúbb innan félagsins en þátttaka verið svo dræm að starfsemi hefur verið hætt. Sumarferðir frá Reykjavík Frá árinu 1994 hefur árlega verið farið í eins dags ferð seint í ágúst frá Reykjavík. Þátttaka hefur alltaf verið góð, oft á annað hundrað manns. Fararstjóri og leiðsögu- maður í þessum ferðum var í ellefu ár Tómas Einarsson, kennari, lögreglu- og leiðsögumaður. Hann lést síðastliðinn vetur. 2005 var siglt um Breiða- fjörð undir leiðsögn Árna Björnssonar þjóðháttafræðings en nú í sumar var ekið um söguslóðir Laxdælu. Leiðsögumaður var Jón R. Hjálmarsson fv. fræðslustjóri. Sumarferðir frá Akureyri Í hitteðfyrra efndi FKE í fyrsta sinn til dagsferðar frá Akureyri. Eftir súpu í hádeg- inu á Blönduósi var farið inn á Hveravelli. Í bakaleið var matarveisla á Löngumýri í Skagafirði. Leiðsögumaður og fararstjóri var Gísli Ólafur Pétursson, sá margreyndi ferðagarpur. Í fyrra var Akureyrarferðin farin í Fjörður og Flateyjardal. Á Flateyjardal var leiðsögumaður Valgarður Egilsson læknir. Hann þekkir þar hverja þúfu og stein og Félag kennara á eftirlaunum Fréttabréf FKE kemur út nokkrum sinnum á ári og er sent félagsmönnum. Þar er kynnt allt sem er í bígerð hverju sinni og ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir félagsmenn. Þeir sem ekki fá fréttabréfið en telja sig hafa rétt til að vera félagar í FKE ættu að hafa samband við Sigríði Sveinsdóttur á skrifstofu KÍ í síma 595 1111. Vandkvæðum er bundið fyrir stjórn FKE að hafa uppi á þeim sem komast á eftirlaun til þess að bjóða þeim félagsaðild. Vefsíða félagsins er FKEfrettir. net Um hana sér Gísli Ólafur Pétursson, gop@simnet.is Lj ós m yn di r fr á hö fu nd i Kynning á starfsemi félagsins

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.