Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 20
20 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Við viljum gera þetta vel Að sögn Ragnheiðar Ástu hefur tekist að bjóða öllum pláss sem það hafa viljað. „Í einstaka tilfellum hefur fólk þurft að bíða eftir vistun í fáeinar vikur. Enginn af starfsmönnum okkar er með menntun á uppeldissviði en sumir eru í slíku námi. Við bjóðum starfsfólkinu upp á ýmis starfstengd námskeið en því miður er mikil starfsmannavelta hjá okkur.” Ragnheiður Ásta segir að stærð sveitar- félagsins geri að verkum að auðveldara sé að útfæra þessa hugmynd í Reykjanesbæ en víða annars staðar. „Frá því að við fórum að starfa á þennan hátt hefur aðsóknin aukist stöðugt. Flest koma börnin úr 1. og 2. bekk og í vetur eru rúmlega 250 börn skráð hjá okkur en það er aukning um 60 börn frá fyrra ári. Það hlýtur að þýða að fólk sé ánægt með starfsemina. Og þannig á það að vera. Við viljum gera þetta vel.” Fögur framtíðarsýn Í Vopnafjarðarskóla á Vopnafi rði er starfrækt skólaskjól. Þar geta börn í 1. – 4. bekk dvalið frá því að skóla lýkur til klukkan þrjú á daginn. Þeim býðst að sækja íþróttaæfi ngar og tónlistarskóla meðan á dvölinni stendur. Aðalbjörn Björnsson skólastjóri Vopnafjarðarskóla segir að um níutíu prósent barna í 1. – 4. bekk dveljist í skólaskjólinu. Dvölin er án endurgjalds en greitt er fyrir tónlistarnám og íþróttaæfi ngar. Frá því að þetta fyrirkomulag var tekið upp hefur íþróttaiðkun barna í bænum aukist til muna. Aðalbjörn segir að áhersla sé lögð á að börnin leiki sér í frjálsum leik, þetta sé frítími þeirra. „Útivera er stór hluti af starfseminni hjá okkur. Börnin hafa setið inni í skólastofu í fi mm tíma og eiga alls ekki að þurfa að setjast niður og læra meira,” segir Aðalbjörn. Hann segir að ekki hafi tekist að fá uppeldismenntaða starfsmenn í skólaskjólið, það sé einfaldlega ekki raunhæft í þessum landshluta. Skólaskjólið lokar klukkan þrjú. Er það ekki allt of stuttur opnunartími þegar meirihluti foreldra vinnur utan heimilis? Aðalbjörn vill ekki meina að svo sé. „Opnunartíminn hefur ekki skapað vandamál hjá okkur. Það eru oft styttri vegalengdir hér en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og því tekur það foreldra styttri tíma að fara í og úr vinnu. Annars er mín framtíðarsýn sú að foreldrar geti komið heim um miðjan dag og verið með börnunum sínum. Væri það ekki gott fyrir alla?” Anna Lilja Þórisdóttir Hrönn Ríkharðsdóttir aðstoðarskóla- stjóri Grundaskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson deildarstjóri við sama skóla hafa samið og gefi ð út bækling fyrir foreldra sem hafa áhyggjur af börnunum sínum. Bæklinginn rak á fjörur Skólavörðunnar og vakti athygli fyrir hlýlega og alþýðlega framsetningu efnis, vandað og hagnýtt innihald, fallegt útlit og aðgengilega uppsetningu. Engill úr paradís er sannkallaður engill, uppfullur af jákvæðni og fjársjóður góðra ráða. Í bæklingnum er fjallað um eftirfarandi: • Samstarf heimilis og skóla • Lestur • Námstækni • Að bæta minnið • Prófkvíða • Dyslexíu • Athyglisbrest – með eða án ofvirkni • Þunglyndi • Átröskun Engill úr paradís – formáli Ágætu foreldrar Bæklingur sá sem þið hafi ð nú fengið í hendur er saminn af foreldrum sem jafnframt eru grunnskólakennarar. Við undirrituð sem erum höfundar höfum í starfi okkar fengið fjölmargar fyrirspurnir frá foreldrum sem hafa áhyggjur af börnum sínum. Fyrirspurnirnar eru ólíkar og fara eftir aldri barnsins og því hvað veldur áhyggjum. Vorið 2003 sóttum við um styrk til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennara- sambands Íslands til þess að gera upp- lýsingabækling fyrir foreldra. Bæklingnum er ætlað að svara sumum þeirra spurninga sem við höfum fengið og vera foreldrum „engill úr paradís“ þegar að námi barna þeirra kemur. Það vakna margs konar spurningar hjá foreldrum. Ef barn nær ekki tökum á lestri spyrja foreldrar hvort um lesblindu (dyslexiu) geti verið að ræða? Ef hegðunar- vandamál eða skortur á athygli er til staðar er gjarnan spurt hvort barn sé ofvirkt eða með athyglibrest? Enn aðrar spurningar koma fram ef barn er kvíðið eða leitt. Hafi ð þið áhyggjur af heimanámi barnanna? Er það of mikið? Of lítið? Er námsefnið ekki við hæfi ? Veldur tilhugsunin um heima- nám ein og sér kvíða? Þarf barnið mikla hjálp? Eða vill það enga hjálp? Treystið þið ykkur ekki til að leiðbeina barninu af ótta við að þið séuð ekki að gera rétt? Eru kröfur eða væntingar skólans eða kennarans óljósar? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem við munum reyna að svara í þessum bæklingi. Við leggjum áherslu á að við erum ekki sérfræðingar í ofvirkni, lesblindu eða öðrum sértækum námsörðugleikum. Við erum hins vegar líkt og þið sérfræðingar í börnunum okkar og höfum leitað okkur upplýsinga víða til þess að geta aðstoðað okkar eigin börn, nemendur okkar og foreldra þeirra. Við trúum því að það sé enginn betur til þess fallinn að leiðbeina börnum og hvetja þau en foreldrar. Við trúum því líka að foreldrar hafi vilja og þor til að sinna þessu hlutverki en þarfnist stundum örlítillar hjálpar frá góðum „engli úr paradís“. Ekki er að efa að fl eiri skólar hafa áhuga á að nálgast bæklinginn með það fyrir augum að dreifa honum til foreldra. Áhugasamir geta haft samband við Hrönn með því að senda póst á netfangið hrik@simnet.is Akranesi 2005 Hrönn Ríkharðsdóttir Sigurður Arnar Sigurðsson Engill úr Paradís Upplýsingabæklingur fyrir foreldra ENGILL ÚR PARADÍS FRÍSTUNDAHEIMILI, FORELDRABÆKLINGUR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.