Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 11
11 KYNNING Á STARFI KENNARA SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Eins og flestum er í fersku minni voru sett lög á kjaradeilu grunnskólakennara haustið 2004. Ekki þarf að undrast að þessi aðgerð ásamt með erfiðu verkfalli hafði mikil áhrif á kennara og upplifun þeirra á starfsumhverfi sínu. Kennurum fannst alvarlega vegið að stéttinni og henni lítill sómi sýndur. Rætt var um nauðsyn þess að efla kynningarstarf í því skyni að vekja almenning til vitundar um inntak og gildi starfsins. Á aðalfundi FG í mars árið 2005 var því ákveðið að mótuð skyldi stefna í ímyndar- og kynningarmálum og hrundið af stað átaki í þeim efnum. Stjórn FG hófst strax handa og leitaði til nokkurra aðila sem starfa á vettvangi ímyndar- og kynningarmála. Fram komu tillögur um hvernig standa skyldi að verkinu og á ársfundi FG í febrúar 2006 var ákveðið að ganga til samstarfs við auglýsingastofuna Hvíta húsið. Verkefnið skyldi vera tvískipt; annars vegar ímyndarmál og hinsvegar kynningarmál. Myndir sem birst hafa í blöðum og sjónvarpi undanfarið tengjast ímyndar- hluta verkefnisins og er skemmst frá því að segja að þær hafa vakið mjög jákvæð viðbrögð. Myndirnar eru af þekktum Íslendingum og texti og mynd tengja á einfaldan hátt skólagöngu þeirra við jákvæðar minningar. Síðari hluti átaksins hefst innan skamms. Send verða skilaboð inn á öll heimili landsins þar sem útskýrt er meðal annars hvernig vinnutíma grunnskólakennara er háttað. Víða gætir enn misskilnings hvað þetta varðar og halda margir að kennarar vinni ekki 1800 klukkustundir á ári eins og aðrir launþegar. Sumir halda að lækkun kennsluskyldu þýði minni vinnu. Allt of margir átta sig ekki á að grunnskólakennari í fullu starfi vinnur 42,86 klukkustundir á viku á starfstíma skóla; þ.e.a.s. 2,86 stundum lengur en aðrir. Þannig vinna kennarar af sér 13,6 daga sem jafngildir lengingunni á jóla- og páskaleyfi umfram aðra launamenn. Vinnutími grunnskólakennara er því jafnlangur og hjá öðrum en að hluta til öðruvísi samsettur.Yfir þessu hvílir engin leynd. Grunnskólakennarar eiga að halda þessum staðreyndum á lofti og vera ófeimnir að tala um þær. Þetta er einn af kostum kennarastarfsins: Að geta unnið fleiri tíma á viku á starfstíma skóla og fengið þannig lengra frí yfir hátíðir. Öll störf hafa bæði kosti og galla. Sameiginlegur vilji til átaks Stjórn FG ákvað einnig að skapa umræður meðal kennara sjálfra um ímyndar- og kynningarmál sín. Flestir trúnaðarmenn grunnskólanna hafa farið með verkefni inn í kennarahópana og fjallað um þessi mál. Víðast hafa skapast fjörlegar umræður og margar skemmtilegar hugmyndir borist stjórn FG um hvernig haga megi ímyndar- og kynningarmálum félagsins til framtíðar. Trúnaðarmenn FG hafa staðið sig af mikilli prýði í þessu verki og eiga þakkir skilið fyrir gott starf. Í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Kennarasamband Íslands í júní 2006 voru félagsmenn FG meðal annars spurðir hversu mikilvægt þeir teldu átak af þessum toga. Tæp 90% félagsmanna svöruðu því svo að þeir teldu mikilvægt eða mjög mikilvægt að farið yrði í slíkt átak. Könnunina í heild sinni er að finna á www.ki.is Ástæða er til að hvetja alla kennara til að taka þátt í átakinu og skapa jákvæða umræðu í samfélaginu um kennarastarfið. Það er og verður verkefni kennara sjálfra að móta og skapa ímynd sína og upplýsa þjóðina um störf sín. Heildarkostnaður verkefnisins; áætlana- gerð, myndataka, gerð auglýsinga í sjónvarpi og blöðum, birtingar og annað kynn- ingarefni mun kosta á annan tug milljóna. Margir hafa spurt um þetta og það er ljóst að Félag grunnskólakennara getur ekki eitt staðið straum af þessum kostnaði. Því leitaði FG eftir og hlaut fjárstyrk í verkefnið frá Kennarasambandi Íslands. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, Andri Snær Magnason rithöfundur og Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri ljáðu verkefninu lið, félaginu að kostnaðarlausu. Það þarf vart að taka fram að Félag grunnskólakennara kann þeim miklar þakkir fyrir þátttökuna og þá viðurkenningu sem í henni felst. Þess má að lokum geta að í Víðsjárþætti Ríkisútvarpsins nýverið lauk þáttarstjórn- andi umfjöllun sinni um ímyndar- og kynningarátak FG með þessum orðum: „... áfram grunnskólakennarar, meira svona!“ Aðdragandi og framkvæmd Allt of margir átta sig ekki á að grunnskólakennari í fullu starfi vinnur 42,86 klukkustundir á viku á starfstíma skóla; þ.e.a.s. 2,86 stundum lengur en aðrir. Þannig vinna kennarar af sér 13,6 daga sem jafngildir lengingunni á jóla- og páskaleyfi umfram aðra launamenn. Vinnutími grunnskólakennara er því jafnlangur og hjá öðrum en að hluta til öðruvísi samsettur.Yfir þessu hvílir engin leynd. Grunnskólakennarar eiga að halda þessum staðreyndum á lofti og vera ófeimnir að tala um þær. Ímyndar- og kynningarátak grunnskólakennara „Ég las frönsku og franskar bókmenntir í Grenoble og Sorbonne-háskóla í París. En alla ævi bý ég að þeim fjársjóði sem íslenskukennarinn minn, fröken Guðrún Jónsdóttir, gaf mér í Landakotsskóla.“ Frú Vigdís Finnbogadóttir ljáði verkefninu lið

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.