Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 29
29 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 eTwinning-áætlun Evrópusambandsins um rafrænt samstarf skóla, kennara og bekkjardeilda í grunn- og framhalds- skólum Evrópu var hleypt af stokkunum á síðasta ári. Nú eru yfir 17.000 skólar og kennarar þátttakendur og meira en 1900 verkefni skráð. Í júní 2006 voru á Íslandi yfir 40 kennarar skráðir frá um 30 skólum og tóku nokkrir þeirra þátt í verkefnum með kollegum víðsvegar í Evrópu. Nýlega fékk Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, kennari unglingadeildar við Varmárskóla í Mosfellsbæ, gæðaviðurkenningu eTwinn- ing í Brussel, hið svo kallaða eTwinning- merki (e. Quality Label). Verkefnið “Ancient Paths of Europe” vann hún í samvinnu við José Ramón López, kennara við skólann IES Vegas Bajas á Spáni. Miðpunktur verkefnisins var forn menningararfur Spánar og Norðurlanda og kynntu spænskir og íslenskir nemendur hvorir fyrir öðrum fornminjar og annað tengt menningararfi hvorrar þjóðar. Þetta er glæsilegur árangur hjá Guðlaugu, en hún er einn virkasti eTwinning kennari landsins og er þegar komin í gang með nýtt verkefni fyrir veturinn. eTwinning-merkinu er ætlað að hvetja þátttakendur til dáða og gera þeim kleift að halda árangri sínum á sviði rafrænnar menntunar á lofti – Varmárskóli hefur til að mynda sett merkið upp á heimasíðu sinni (www.varmarskoli.is). Úthlutun fer þannig fram að hver kennari sendir inn umsókn til sinnar landsskrifstofu. Ef landsskrifstofur verkefnisins veita sam- þykki sitt úthlutar eTwinning í Brussel merkinu til viðkomandi skóla og kennara. Landskeppni eTwinning á Íslandi Á yfirstandandi skólaári mun Alþjóða- skrifstofa háskólastigsins, landsskrifstofa eTwinning á Íslandi, standa að landskeppni. Glæsileg verðlaun verða veitt annars vegar í flokki grunnskóla og hins vegar í flokki framhaldsskóla. Fyrstu verðlaun verða öflug Acer-fartölva. Þau verkefni sem lenda í öðru sæti hljóta ársáskrift að háhraða nettengingu. Öll skráð verkefni sem unnin verða á yfirstandandi skólaári verða sjálfkrafa með en verðlaunin verða afhent næsta vor. Evrópsku eTwinning-verðlaunin 15. október opnaði eTwinning í Brussel samkeppni um bestu eTwinning-verkefni Evrópu. Þeir sem vilja taka þátt skrá sig til leiks í gegnum heimasíðu eTwinning (www.etwinning.net). Aldursflokkar eru þrír: 4-12 ára, 13-15 ára og 16-19 ára. Skráningarfrestur í keppnina er til 15. desember. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 23. febrúar næstkomandi í Brugge í Belgíu. Í lok apríl verður aðstandendum hvers sigurverkefnis boðið í utanlandsferð (staður er enn óákveðinn). Upplýsingar Landsskrifstofa eTwinning á Íslandi er Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins. Upplýsingar veitir Guðmundur I. Markússon. gim@hi.is. Sími 525 5854. www.ask.hi.is/page/etwinning www.etwinning.net Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir í Varmárskóla fær gæðaviðurkenningu eTwinning Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Stekkjarbakka 6 - 540 3300 www.gardheimar.is heimur skemmtilegra hluta og hugmynda EFNI TIL JÓLAKORTAGERÐAR EFNI TIL LAMPAGERÐAR FÖNDURVÖRUR Í ÚRVALI SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIN H AFIN! PERLUR OG STEINAR FILTEFNI Í JÓLAFÖNDRIÐ C M Y CM MY CY CMY K 190906-listinadlifa-185x60mm.ai 9/19/06 1:43:11 PM eTWINNING

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.