Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 26
26 NÁMSGÖGN SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Árið 2004 gaf Slysavarnafélagið Lands- björg út námsefnið Geimálfurinn frá Varslys, lífsleikninámsefni um slys og slysavarnir ætlað nemendum í 4., 5. og 6. bekk grunnskólans. Unnur María Sólmundardóttir, kennari og lögreglumaður, er höfundur námsefni- sins og hlaut handrit þess viður- kenningu úr Minningarsjóði Ásgeirs S. Björnssonar. Geimálfur frá óþekktu sólkerfi brotlendir á Íslandi og áttar sig illa á hættum sem steðja að honum úr ýmsum áttum. Nemendur fylgjast með þrautagöngu hans og vinna margbreytileg verkefni. Námsefnið inniheldur m.a. skyndihjálparæfingar og áhersla er lögð á umhverfisvernd. Gert er ráð fyrir nokkurri tölvuvinnu en þau verkefni er flest hægt að vinna í stílabækur eða á laus blöð. Námsefnið samanstendur af sex lesheftum og kennarahandbók sem inniheldur verkefnablöð, glærur, kannanir, viðurkenningarskjöl og myndskeið sem tengjast umræðuefninu hverju sinni. Heftin eru þemabundin og fjalla um brotlendingu geimálfsins og ferlið sem fer í gang þegar einstaklingur týnist, ýmsar ólíkar merkingar sem notaðar eru á Íslandi, umgengni við rafmagn og opinn eld, hættur í tengslum við ár, höf og vötn, hættuleg efni í umhverfinu og að lokum fjallar síðasta heftið um umferðina. Verkefnaval og viðfangsefni eru samin út frá markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla þar sem lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og þekkingarleit nemenda. Markmið Helstu markmið námsefnisins eru að draga úr slysum á börnum og unglingum, gera börn meðvituð um hættur umhverfisins, hvetja þau til að fara leiðir sem auka öryggi þeirra og efla samvinnu heimila og skóla í slysavörnum. Námsefninu er jafnframt ætlað að mæta eftirfarandi markmiðum: Að nemandi • tileinki sér helstu umferðarreglur og þekki helstu umferðarmerki • þekki til helstu atriða slysavarna og viðbragða við slysum í heimahúsum • geti skilið og nýtt sér margvíslegar upplýsingar í umhverfinu sem finna má á skiltum og vörumerkingum • læri að afla upplýsinga um símanúmer • þekki vel öruggustu leið sína í skólann og beri sig rétt að við gangbrautir og götuljós • geti leitað eftir upplýsingum og leið- beiningum til að rata um umhverfi sitt, t.d. munnlegum fyrirmælum eða vegvísum • geti bent á slysagildrur í umhverfinu, á heimilum og þekki varasöm efni sem þar kunna að vera geymd • verði meðvitaður um ýmsar hættur og slysagildrur í umhverfi sínu og rétt viðbrögð við þeim, svo sem í umferðinni, á heimilum og hættur og hamfarir í náttúrunni • geti sett sig í spor ólíkra persóna og fundið til samkenndar • geri sér grein fyrir gildi umhverfisverndar sem nær hvort tveggja til byggðar og óbyggðar. Tákn með tali Á vefnum www.tmt.is er námsefnið í heild sett upp með tengingu í þau tákn sem til eru á tjáningarforminu Tákn með tali. Það er til að auðvelda þeim námið sem glíma við mál- og talörðugleika, en við gerð námsefnisins kom í ljós að sárlega vantaði tákn sem tengjast slysavörnum. Sjónvarpsþættir Í samvinnu við Ríkissjónvarpið voru gerðir tólf slysavarnaþættir með geimálfinum og frumsýndir vorið 2006. Þættirnir voru gefnir út á DVD og sendir öllum grunnskólum landsins nú í haust. Tilvalið er að nota þættina sem kveikju fyrir yfirferð efnisins eða í annars konar þemavinnu um slysavarnir. Heimasíða Á heimasíðu geimálfsins www.geim- alfurinn.is er að finna ýmsan fróð- leik, þrautir, leiki og útprentanlegt efni, s.s. dagatal og fleira sem tengist námsefninu auk sjónvarpsþáttanna. Heimasíðan er þrískipt, í nemendahluta, foreldrahluta og kennarahluta. Kennara- hlutinn er aðgangsstýrður og hægt er að sækja um aðgang á netfangið geim- alfurinn@landsbjorg.is . Geimálfurinn gefur reglulega út netfréttir og tekur á málefnum líðandi stundar. Fréttabréfin er að finna á heima- síðu geimálfsins en hægt er að skrá sig á póstlistann á ofangreindu netfangi. Nánari upplýsingar um námsefnið er að finna á skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Sími 570-5900. Geimálfurinn frá Varslys Lj ós m yn di r fr á La nd sb jö rg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.