Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 5
5 GESTASKRIF SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Það var skemmtileg tilviljun að þegar ritstjóri Skólavörðunnar hafði samband og bauð mér að vera gestapenni þá var ég nýkominn á 20. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var á Akureyri í september. Ekki einungis skemmtilegt vegna þess að á þessum fundi stóð ég í þeim sporum að flytja tillögu til þingfulltrúa um hverjir skyldu sitja í launanefnd sveitarfélaga næstu fjögur árin. Heldur einnig vegna þess að það rifjaði upp að í september 2004 var ég einnig staddur á Akureyri, kominn þá til að horfa á FH landa Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Síðar um kvöldið þetta haust 2004 varð ljóst að konan mín, kennarinn, var komin í verkfall. Það náðist að velja í launanefndina á þinginu, enda ekki djúpur ágreiningur um skipan í hana. Meiri ágreiningur er um skipan í aðrar nefndir eða stjórnir á vegum sveitarfélaganna. Launanefndin hefur verið samsett í langan tíma af bæði embættismönnum og sveitarstjórnarfólki. Nokkur umræða hefur verið á meðal sveitarstjórnarmanna um hvort þeir einir eigi að sitja í nefndinni en niðurstaðan alltaf sú að þessi háttur er hafður á. Markast það væntanlega af því að langflestir sveitarstjórnarmenn í 79 sveitarfélögum landsins sinna þeim störfum í hlutastarfi. Það er nær einungis í höfuðborginni svo og þegar sveitar- stjórnarmenn gegna einnig sveitarstjóra- stöðum að allur starfstími dagsins fer í sveitarstjórnarstörf. Fjölmargir kennarar eða aðrir sem vinna í skólasamfélaginu gegna sveitarstjórnarstörfum, vítt og breitt um landið. Það er kostur að hafa fólk sem unnið hefur eða vinnur í skólasamfélaginu í sveitarstjórn. Viða- mestu þættir sveitarfélaganna snúa að fræðslugeiranum. Ófrávíkjanlegar kröfur og bókun fimm Samningar hafa gildistíma og víst er það svo að sá samningur sem nú er um starfskjör í grunnskólanum rennur út strax á næsta ári. Hann varð til eftir mánaðar langar deilur sem líklegast enginn vill upplifa aftur. Aðdragandi að nýjum samningum er alltaf nokkur. Fyrir 1. september sl. áttu aðilar að meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gæfi tilefni til viðbragða. Ég tel svo vera. Það hafa orðið breyt- ingar sem vert er að fara yfir og draga um leið lærdóm af því af hverju þær urðu. Ekki endilega að það þurfi að leiða til tortryggni af hálfu samningsaðila heldur frekar til að styrkja þann umræðugrunn sem nauðsynlegt er að liggi fyrir næstu mánuði. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að nýlega voru gerðir samningar við leikskólakennara svo og aðrar starfsstéttir sem vinna í leik- og grunnskólum landsins. Við alla samningsgerð er horft til þess sem gerst hefur í öðrum starfsstéttum sem hægt er að bera sig saman við. Samningsaðilar þurfa hverju sinni að vera tilbúnir til að endurrýna samninginn komi upp staða sem gefur tilefni til þess. Það er mín skoðun að sú staða sé komin upp. Ríkt traust á milli launþega og atvinnurekenda tryggir að menn sameinist um það markmið að bæta kjör starfsmanna sveitarfélaganna þannig að þau séu ekki lakari en almennt gerist hér á landi. Í aðdraganda síðustu samninga var oft nefnt að kennarar legðu upp með þrjár ófrávíkjanlegar kröfur. Þá var að sama skapi blandað inn í umræðuna að sveitarstjórnir legðu áherslu á atriði sem síðan endurspegluðust í bókun fimm. Þessi atriði torvelduðu allar samræður, hvort sem var sumarið 2004 eða síðar um haustið. Það er mjög mikilvægt að aðilar á vegum sveitarfélaga og kennarar hefji nú þegar markvissa vinnu og horfi til þess hvernig samningurinn komi hugsanlega til með að breytast, „orð eru til alls fyrst“. Samræður eru mjög mikilvægar í þessum efnum og vil ég nota tækifærið til þess að hvetja þá aðila sem fara með þessi mál að koma strax að borðum. Sveitarfélög geta gert margt hvað þetta varðar því stærsti hluti starfsmannahópsins er kennarar og Byrjum strax að tala saman „Það er ekki nokkur sem óskar sér verkfalls á komandi árum. Allra síst sveitarstjórnarmaður sem kvæntur er kennara, hvað þá kennari sem giftur er sveitarstjórnarmanni – höldum áfram að tala saman! Samningsaðilar þurfa hverju sinni að vera tilbúnir til að endurrýna samninginn komi upp staða sem gefur tilefni til þess. Það er mín skoðun að sú staða sé komin upp. Ríkt traust á milli launþega og atvinnurekenda tryggir að menn sameinist um það markmið að bæta kjör starfsmanna sveitarfélaganna þannig að þau séu ekki lakari en almennt gerist hér á landi. Lj ós m yn d fr á hö fu nd i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.