Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 10
10 KJARAMÁL SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Tónlistarskólakennarar hafa staðið í kjarasamningaviðræðum frá því í vor og þegar þetta er skrifað hillir undir samning. Í samninganefnd Félags tónlistarskólakennara eru Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara, Árni Sigurbjarnarson, Jón Hrólfur Sigur- jónsson, Jón Sigurðsson, Kristjana Helgadóttir, Ólafur Flosason, Sigurður Sævarsson, Sæmundur Rúnar Þórisson og Vilberg Viggósson. „Kjarasamningar eiga að endurspegla um- hverfið og þjóna því,“ segir Sigrún Grendal en að hennar sögn er þessi forsenda ávallt í lykilhlutverki hjá tónlistarskólakennurum í samningaviðræðum. „Það er svolítil kúnst að halda samningum opnum og sveigjanlegum og mikilvægt að glata ekki þáttum sem þessu tengjast þegar nýir samningar eru gerðir. Aldrei má gleyma að standa vörð um þessi gildi kjarasamningsins, ekki eitt andartak. Hann, eins og reyndar fleiri plögg, er mikill mótunarvaldur starfsumhverfis. Ef ekki er hlúð að þessum þáttum í samn- ingnum verður hann íþyngjandi. Starfsemi skólans getur þá í raun orðið fangi kjara- samningsins.“ Sigrún segir samningaviðræður hafa gengið samkvæmt áætlun. Nokkrir fundir voru haldnir í vor og þráðurinn tekinn upp eftir sumarfrí um miðjan ágúst með tveimur fundum í viku að jafnaði. Undanfarið hefur verið fundað nokkrum sinnum allan daginn og reynt að láta einstök atriði ríma þar sem ber á milli. „Lokaglíman er að hefjast,“ segir Sigrún og bætir við að allt eins geti verið búið að semja þegar Skólavarðan berst lesendum. Tónlistarskólakennarar eru að því leytinu til í sömu stöðu og leikskólakennarar að báðir hóparnir gerðu nokkurs konar fyrri hluta samning fyrir tveimur árum og nú er seinni hlutinn að renna í hlað. Sigrún segir góðan stuðning frá hinum kennarastéttunum í Kennarasambandinu og þær séu helstu viðmiðunarhópar tónlistarskólakennara ásamt tónlistarmönnum. Gengið hefur vel að ræða margar af helstu áherslum FT og FÍH í samningavið- ræðunum. Þar má nefna þá kröfu að starfsheiti hljómsveitarstjóra verði skil- greint í kjarasamningi, kennarar fái greitt fyrir afnot af eigin hljóðfærum og öðrum búnaði í vinnunni og loks endurskoðun á launapottsákvæði og úrbætur á því. „Það er margt jákvætt í stöðunni,“ segir Sigrún, „og við höfum þá afstöðu að vinna með viðsemjendum vegna þess að það fellur saman við hagsmuni skóla og starfsins sem þar er unnið. Við reynum að hafa þau áhrif á viðræðurnar að þær séu með þessum hætti og höfum undanfarin ár aukið vægi þess að vinna á forsendum fagsins og faglegs skólastarfs. Það er mikilvægt að vinna að kjarasamningum með heildrænni hugsun þar sem ekki er vafamál að markmið og þar með hagur kennara, stjórnenda, fags, skóla og þjónustunnar sem veita ber fara saman,“ segir Sigrún að lokum. keg Tónlistarskólinn í samningum Námskeið fyrir trúnaðarmenn um vinnuumhverfismál hafa verið haldin víða um land í október og send með fjarfundabúnaði til enn fleiri staða á landinu. Á námskeiðunum mætast trúnaðarmenn í leikskólum, grunnskól- um, tónlistarskólum og framhalds- skólum og þetta er því vettvangur þvert á skólastig þar sem kjörið er að spjalla og bera saman bækur sínar. Námskeiðin voru haldin á vegum Vinnu- umhverfisnefndar KÍ sem tók til starfa í janúar sl. í framhaldi af ályktun 3. þings KÍ um stefnumótun og aðgerðir í vinnuumhverfismálum. Til samstarfs um námskeiðin fékk nefndin Vinnueftirlit ríkisins og fulltrúar þaðan fjölluðu um félagslega og andlega þætti í starfsumhverfi skóla; álag í starfi og kulnun, streitu og einelti og samskipti á vinnustað. Nú þegar námskeiðatörninni er lokið hefjast nefndarmenn handa við stefnumótun í vinnuumhverfismálum og framundan eru meðal annars vinnu- umhverfisdagar í skólum með vorinu. Þá verða skólar hvattir til að velja sér einn dag af nokkrum sem í boði eru, tileinka hann vinnuumhverfismálum og taka þau á dagskrá með myndarlegum hætti. Tillögur og ráðgjöf verða í boði fyrir skólana um hvað sé hægt að taka fyrir og hvernig. Vinnuumhverfið skiptir okkur öll miklu máli Myndskreyting úr bókinni „Teachers have it easy“. Fyrri myndin er af forsíðu bókarinnar. Seinni myndin fylgir dagbókarfærslu kennara þar sem bornir eru saman dagur hans og dagur sölumanns hjá lyfjafyrirtæki. Samanburðinn (ekki skáldskapur) er hægt að lesa á www.campus- progress.org/soundvision/273/ teachers-have-it-easy Góða skemmtun! keg Vinna með mótherjanum Falls asleep in front of the TV while grading papers. Sigrún Grendal Lj ós m yn d: k eg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.