Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 23
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 talan fjórir, að talan 16 er einn tugur og 6 einingar o.s.frv. Þessar talnalínur er að finna í Numicon boxunum. Ætlast til of mikils Uppstillingum var breytt reglulega í skóla- stofunni því börn missa fljótt áhugann á því sem er í kringum þau. Þau eru stöðugt að þróa hugmyndir og ýmiskonar tækni. Þau eru sífellt að mynda tengsl og bæta færni sína, læra af þeirri reynslu sem þau hafa fengið og bæta um leið við kunnáttu sína. Því skiptir umhverfið miklu máli svo að ekki sé talað um jákvætt andrúmsloft í skólastofunni. Það eykur áhuga og vellíðan barna. Numicon getur spilað stóran þátt í þessum áhuga og vellíðan því kennarinn/ leiðbeinandinn getur til dæmis fylgst grannt með þegar börnin eru að vinna með Numicon. Hann sér um leið hvort þau eru á réttri leið eða ekki. Það veitir honum tækifæri til að hrósa börnunum samstundis eða beina þeim á rétta braut og viðhalda þannig jákvæðu andrúmslofti í skólastofunni. Rannsóknirnar leiddu einnig í ljós að því miður er oft ætlast til of mikils af börnunum, þ.e. að þau eigi að geta tekið á móti fullt af hugmyndum í einni og sömu atrennu. Því hefur verið passað upp á að verkefnin séu vandlega uppbyggð. Sjö lykilatriði Hafa ber í huga að byrja aldrei á nýju verkefni/nýrri innlögn fyrr en skilningi hefur verið náð á því sem verið er að vinna með hverju sinni. Það er lykillinn að árangursríku námi. Numicon hefur verið skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum (Foundation) er tekist á við sjö lykilatriði, en þau eru: • Mynstur (nauðsynlegur eiginleiki því stærðfræðin er yfirfull af mynstrum). • Uppröðun (tengsl talna). • Talning (nauðsynlegt er að telja reglu- lega). • Skilningur á talnagildinu (að sjá hvern tölustaf sem heild). • Sætisgildi (staðsetning tölustafs). • Samlagning (leggja saman, bæta við). • Frádráttur (taka af, lækka, mismunur, andstæða við samlagningu). Farið er í gegnum þessi atriði lið fyrir lið og á uppbyggjandi hátt. Til hjálpar eru 44 verkefni og ýtarleg handbók sem allir ættu að lesa áður en ráðist er í að leysa verkefnin. Um samsetningu pakkanna, námskeið og dreifingu Bæði verkefnin og handbókin hafa verið gefin út á íslensku og hefur Skólavöru- búðin haft veg og vanda af útgáfunni en Prentsmiðjan Oddi sá um prentunina. Skólavörubúðin er dreifingaraðili Numi- con á Íslandi. (www.skola.is). Vinnubox 1 og 2 er enn á ensku. Fyrir þá sem ekki vita þá er hæglega hægt að vinna með margföldun, deilingu, brot, algebru o.fl., en það eru einmitt liðir sem m.a. er unnið með í vinnuboxi 1 og 2 („kit 1 og kit 2“). Þeir sem eru þokkalega að sér í enskri tungu ættu því ekki að hafa neinar áhyggjur af að leggja í kaup á vinnuboxunum. Vert er að hafa í huga þegar lagt er í kaup á Numicon að um framtíðareign er að ræða. Numicon á eftir að þjóna mörgum börnum og gleðja um leið, svo ég tali nú ekki um kennara og foreldra. Íslenska þýðingin fylgir grunnsettinu (fyrsta hlutanum) en einnig er hægt að kaupa hana sér. Numicon er í stöðugri þróun og hefur náð alþjóða athygli. Það er notað í mörg þúsund skólum og hefur verið þýtt yfir á nokkur tungumál. Það hentar börnum frá þriggja ára aldri og upp úr. Því er grunnsettið tilvalið fyrir leikskólana. Grunnskólarnir gætu slegið tvær flugur í einu höggi og fjárfest í vinnuboxi 1 og íslensku þýðingunni á grunnverkefnunum 44 og handbókinni. Vinnubox 1 lítur út eins og grunnsettið nema fleiri áhöld hafa bæst við, eins og t.d. ýmiskonar talnalínur, póstbox o.fl., fyrir utan verkefnin og handbókina fyrir vinnubox 1. Þar er m.a að finna talnalínu fyrir talnastangirnar en Skólavörubúðin selur samsvarandi talnastangir og Numicon notar. Með Numicon hefur opnast ný leið fyrir börn, bæði ung börn sem hafa áhuga á stærðfræði og börn og fullorðna sem eiga í erfiðleikum með að skilja hana, svo og fyrir þá sem eru með lesblindu eða fötlun af einhverju tagi. Ekkert ætti að þurfa að stoppa skóla og aðra, sem hafa áhuga á stærðfræði yfir höfuð, í að kynna sér Numicon betur, fjárfesta í pakkningu og hella sér út í ferska og jákvæða vinnu. Þeim sem hafa áhuga á kynningum og námskeiðum er velkomið að hafa samband við greinarhöfund. Sendið póst á kristin. wallis@virgin.net og fáið upplýsingar um hvernig þið getið lagt land undir fót, kynnst Numicon og heimsótt skóla í Englandi. Skoðið endilega heimasíðu Numicon www.numicon.com og vafrið um á netinu, þar er urmull af síðum tengdum Numicon. Að lokum eitt heilræði til allra sem ætla sér að nota Numicon. Gefið börnunum tækifæri til að leika sér með Numicon í nokkrar vikur áður en ráðist er í að leysa verkefnin. Það er ótrúlega árangursrík reynsla. Kristín Wallis 23 Kubbastæða – plúsheiti fyrir töluna 8 Plúsheiti fyrir töluna 10 með notkun Numicon forma og Numicon talnastang Uppstillingum var breytt reglulega í skólastofunni því börn missa fljótt áhugann á því sem er í kringum þau. Þau eru stöðugt að þróa hugmyndir og ýmiskonar tækni. Talnastangir 1-10 Talan fundin á talnalínunni NÁMSGÖGN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.