Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 22
22 NÁMSGÖGN SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Einhver ykkar hafa eflaust heyrt Numicon nefnt á nafn, jafnvel lesið um það á netinu eða farið á námskeið til að fræðast meira um það. Svo eru aðrir sem hafa aldrei heyrt þetta nefnt og velta fyrir sér hvað Numicon sé og hvaða tilgangi það þjóni. Numicon er stærðfræðikerfi sem hefur verið í þróun í nokkur ár. Það er samið af enskum kennurum, þeim Romey Tacon, Ruth Atkinson og dr. Tony Wing. Eins og margir kennarar höfðu þau velt fyrir sér hversu mörg börn ættu í erfiðleikum með að skilja stærðfræði og höfðu mikinn hug á að komast að því hvar vandamálið lægi. Þeim gafst tækifæri til að koma vangaveltum sínum á framfæri því þau fengu góðan styrk og stuðning og á árunum 1996 – 1998 voru gerðar ýmsar rannsóknir og kannanir með þátttöku skóla hér í Englandi. Tilgangur talna afhjúpaður Þessar rannsóknir veittu þeim m.a. tæki- færi til að sjá hvort þau mynstur, sem Maria Montessori hafði tileinkað sér og síðar Catherine Stern, gætu hjálpað börnum að þróa skilning á tölum og nota hann svo til að þróa færni sína í talnafræðinni sjálfri. Sama var uppi á teningnum með uppgötvun Froebels á talnastöngum sem Caleb Gattegno varð talsmaður fyrir í kringum 1950. Þau komust að því samsetningin á þessum sýnilegu fyrirmyndum afhjúpaði tilgang talna og tengsl þeirra því að mun auðveldara var að sjá tengslin á þennan hátt (með áþreifanlegum og sýnilegum fyrirmyndum) en að horfa eingöngu á tölustafi (1,2,3...). Það var því eins og kveikt hefði verið á ljósaperu að sjá hvernig þessar sýnilegu fyrirmyndir gætu hjálpað börnum að skilja tölur. Útkoman varð Numicon sem er fjöl- skynja aðferð sem kennir börnum að skilja talnafræðina á mun auðveldari hátt. Börn læra að sjá hvern tölustaf sem heild, bæði með notkun Numicon forma og talnastanga. Hvert Numicon form lítur út eins og gildi hverrar tölu svo að í þeim skilningi eru formin ekki eins abstrakt og talnastangirnar þar eð aðeins er hægt að sjá gildi þeirra með því að leggja þær hlið við hlið. Heildarmynd af tölustöfum Þar sem nauðsynlegt er að börn skilji og átti sig á að tölustafir eru ekki bara tákn, sem hafa verið sett niður á blað af handahóf heldur myndi mjög skipulagt kerfi, þá er lögð rík áhersla á að markmið með þeirri kennsluaðferð sem beitt er með notkun Numicon sé að þróa hjá börnum sterka, breiða og auðuga heildarmynd af tölustöfum. Um leið þarf að ganga úr skugga um að innan heildarmyndarinnar sé m.a. að finna Numicon mynstur ásamt stöðu tölustafs á talnalínu, tölustafinn sjálfan, hugtök, útskýringar úr daglega lífinu og fyrirmyndir sem raðað er upp af handahófi fyrir talningarvinnu. Markmiðið gengur ekki út á að börn einskorði heildarmyndina við Numicon sjálft. Í rannsókninni könnuðu þau m.a. stærðfræðilegt umhverfi og komust að því að margar skólastofur buðu ekki upp á viðunandi umhverfi. Lítið bar til dæmis á talnalínum á veggjum og öðrum uppörvandi hlutum tengdum stærðfræði. Þar sem talnalínan er eitt mikilvægasta gagnið sem við komumst í kynni við ættu allar skólastofur/gangar að hafa talnalínur í öllum stærðum og gerðum! (Hafið þær helst í augnhæð svo að hægt sé að skoða þær). Á meðan á rannsókninni stóð voru m.a. settar upp Numicon talnalínur, sem sýndu tölustafi bæði sem abstrakt tölur (1,2,3...) og skrifaðar (einn, tveir, þrír...), svo og Numicon formin í réttri stærð og annað sem tengdist stærðfræðivinnunni hverju sinni. Þetta hafði mikil og góð áhrif. Börnin gátu til dæmis lesið af talnalínunni að talan fjórir er einum minna en talan þrír, að talan átta er tvöfalt stærri en Greinarhöfundur er Oddfríður Kristín Wallis Traustadóttir, grunnskólakennari. Hún útskrifaðist úr Kennaraháskólanum árið 1993 og kenndi á Íslandi til ársins 2004. Kristín er búsett í Englandi og komst í kynni við Numicon fyrir um tveimur árum, eftir að foreldrar í Félagi áhugafólks um Downs-heilkenni á Íslandi fjárfestu í nokkrum grunnpakkningum sem dreifðust svo um landið. Kristín skipulagði námskeið og kynningar á Numicon fyrr á þessu ári og kom af stað þýðingunni á fyrsta hlutanum, þ.e. verkefnunum og handbókinni, en Skólavörubúðin sér um útgáfu á því efni og sölu. Hvað er Numicon? Hjálp fyrir þá sem eiga erfitt með að skilja stærðfræði Talnalína Numicon formin 1-10 Hér er verið að vinna með sætisgildi og gæti kallast hversu margir- án þess að telja? Kubbum er komið fyrir á kubbaplötunni eða á myndríkum gjafapappír Kubbunum er raðað upp skv. Numicon mynstri. Hafa skal í huga að enn hefur ekkert verið talið. Formunum er komið fyrir ofan á kubbunum og þá er auðvelt að sjá hversu mörgum kubbum var komið fyrir á kubbaplötunni í upphafi verkefnsins. Þar sem nauðsynlegt er að börn skilji og átti sig á að tölu- stafir eru ekki bara tákn, sem hafa verið sett niður á blað af handahóf heldur myndi mjög skipulagt kerfi, þá er lögð rík áhersla á að markmið með þeirri kennsluaðferð sem beitt er með notkun Numicon sé að þróa hjá börnum sterka, breiða og auðuga heildarmynd af tölu- stöfum. Lj ós m yn di r fr á hö fu nd i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.