Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 8
8 KJARASAMNINGUR LEIKSKÓLANS SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Kjarasamningur Félags leikskólakenn- ara og Launanefndar sveitarfélaga var undirritaður 25. september sl. á grundvelli innanhússáttatillögu ríkis- sáttasemjara. Kynningarfundir um kjara- samninginn fóru fram dagana 2. – 10. október um allt land og gengið var til atkvæða í kjölfarið. Það eru tímamót að nýr kjarasamningur sé gerður áður en sá gamli rennur út. Að sögn Bjargar Bjarnadóttur formanns Félags leikskólakennara hefur nú náðst fram það markmið frá árinu 2004 sem samræmist kjarastefnu Kennarasambandsins og snýst um að jafna launamun leik- og grunnskóla- kennara. Laun leikskólakennara eru með samningnum orðin sambærileg við laun annarra kennara hjá sveitarfélögunum. Kjarasamningurinn er til tveggja ára og meðaltalslaunahækkanir eru 15,20% á samningstímanum. Þegar þetta er skrifað er atkvæða- greiðsla um breytingu á kjarasamningi leikskólakennara nýlega hafin og úrslit liggja því ekki fyrir en hún stendur yfir frá 10. – 18. október. Úrslitin fara þó varla fram hjá lesendum Skólavörðunnar enda birt á www.ki.is og væntanlega gerð góð skil í öðrum fjölmiðlum. Atkvæðagreiðan fer fram með rafrænum hætti og fyrsta daginn kusu hátt í 300 af um 1700 atkvæðisbærum leikskólakennurum. Megininnihald kjarasamningsins Samninganefnd Félags leikskólakennara tók saman helstu atriði samningsins dag- inn eftir að hann var undirritaður: 1. Kjarasamningurinn er til tveggja ára, eða frá 1. október 2006 – 30. nóvember 2008. Núverandi launatafla hækkar um 3%. 1. janúar 2007 hækkar launatafla um 3% og 1. janúar 2008 hækkar launatafla um 3%. 2. Meðaltalslaunahækkanir eru 15,20% á samningstímanum, þar af 6,73% upphafshækkun. Ef taldir eru með launaflokkar og eingreiðslur frá því í janúar sl. eru meðallaunahækkanir frá síðasta samningi 27,35%, þar af upphafshækkun 17,98%. 3. Byrjunarlaun leikskólakennara, 34 ára og yngri með enga reynslu, verða við upphaf samnings kr. 207.600 og frá 1. janúar 2008 verða byrjunarlaunin 226.900 kr. 4. Byrjunarlaun deildarstjóra, 34 ára og yngri með enga reynslu, verða við upphaf samnings kr. 237.368 en frá 1. janúar 2008 verða þau 255.601 kr. 5. Öll starfsheiti fá nýja launaröðun frá 1. október 2006. 6. Ný launatafla er þriggja þrepa, neðsta þrepið er klippt af og sett þrep við 35 ára í stað 45 ára áður. Þannig að fyrsta þrep í nýjum samningi er til 35 ára, 2. þrep er frá 35 ára og þriðja þrep er frá 40 ára, gr. 4 bls. 3. 7. Leikskólakennarar og leikskólasér- kennarar hækka um 1 lfl. 1. júlí 2007. 8. Öll starfsheiti hækka um 1 lfl. 1. janúar 2008. 9. Frítaka vegna yfirvinnu skilgreind. 10. Orlofsuppbót verður 23.000 árið 2007 og 23.600 árið 2008. 11. Hlífðarföt fyrir hvern og einn leik- skólakennara. 12. Viðmið vegna símenntunarflokka breytist. Miðað er við 2 flokka eftir 1 árs fagaldur (var þannig), aðra 2 flokka eftir 5 ára fagaldur (var eftir 6 ár) og aðra tvo flokka eftir 9 ára fagaldur (var eftir12 ár). 13. Leikskólastjórar og ráðgjafar/fulltrúar fá símenntunarlokkka eins og aðrir. 14. Leyfi vegna fráfalls og tækni- frjógvunar. 15. Bókun um skipulag vinnutíma – felur í sér ýmsa möguleika. 16. Bókun um handleiðslu. 17. Bókun um TV einingar – tímabundin viðbótarlaun, bls. 9 og fylgiskjal III. 18. Yfirlýsing um mikilvægi símenntunar. Myndir af samninganefndum og frá undirritun samningsins. Skrifað undir kjarasamning

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.