Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 14
14 FRAMHALDSSKÓLINN ÚTI Í NÁTTÚRUNNI SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Nemendaferðir í þjóðgarðinn í Skaftafelli Undanfarin ár hafa greinarhöfundar farið í námsferð að rótum Vatnajökuls á haustin. Það eru fyrst og fremst nemendur á náttúrufræðibraut, sem komnir eru áleiðis í námi, sem eiga kost á því að fara í þessa ferð. Þó að aðaltilgangurinn sé að fræðast um náttúru landsins er sagan þó ekki langt undan því eins og flestir vita eru þessar greinar nátengdar í okkar litla landi. Þar sem ferð okkar tekur einungis tvo daga og margir athyglisverðir staðir á suðausturhorninu höfum við þurft að velja vandlega þá staði sem við skoðum. Tenging við námskrá Tilgangur þessara skrifa er að benda kennurum á hversu auðvelt er að tengja námsferð sem þessa við nám á framhalds- skólastigi. Það á einkum við um eftirtalda áfanga: NÁT103, NÁT113, JAR103, JAR203, LÍF113 svo og LÍF303 sem er verkefna- áfangi sem til dæmis er hægt að vinna innan svæðisins. Einnig tengist heimsókn á svæðið Íslendingasögum, s.s. Brennu- Njálssögu, og svo áföngunum SAG103 og SAG203 því á svæðinu eru ótal sögufrægir staðir. Ferðatilhögun er í stórum dráttum sú að lagt er snemma af stað frá Egilsstöðum og ekið sem leið liggur suður til Hafnar. Áð er í Berufirði þar sem græna flikrubergslagið, sem kallað hefur verið Skessutúff, liggur að sjó. Fjöldi annarra markverðra staða eru skoðaðir s.s. Teigarhorn í Berufirði, heilsað upp á álftirnar í Lóni og litadýrð bergs og gróðurs er numin. Komið er við á Höfn þar sem nemendur úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) bætast í hópinn. Þaðan liggur leiðin svo í Skaftafell þar sem lengst er dvalið. Á leiðinni gefst einstakt tækifæri til að virða fyrir sér landmótun jöklanna, bæði hvernig þeir hafa mótað fjöllin og einnig áhrif þeirra á láglendið. Við Jökulsárlón er jafnan staldrað við í dágóða stund því þar er margt að sjá og hægt að segja nemendum frá. Má þar sem dæmi nefna hraða hopun Breiðamerkurjökuls, lónið sjálft, jökulruðningana sem umlykja lónið, stystu á landsins svo og ágang sjávar við ströndina. Á þessari leið gefst líka gott tækifæri til að virða fyrir sér fuglalífið. Tún og sandar á Suðausturlandi eru ákjósanlegir staðir fyrir ýmsar tegundir fugla sem safna kröftum og æfa flugið áður en haldið er af landi brott. Oft má sjá heilu breiðurnar af heiðagæs og grágæs. Einnig er algengt að fuglar, svo sem helsingi, staldri þar við á leið sinni frá Grænlandi til vetrarstöðvanna. Jökulgarðar Næst er áð við Kambana sem svo eru nefndir. Þeir heita Kambsmýrar- og Kvíár- mýrarkambur og eru einhverjir stærstu og sérstæðustu jökulgarðar hérlendis og þótt víðar væri leitað. Til að skoða ummerki jökulsins er nauðsynlegt að ganga upp á annan jökulgarðinn og er jafnan gengið upp á Kambsmýrarkamb sem er vestar. Þegar komið er upp í nokkra hæð sést greinilega hvernig jökullinn hefur rutt görðunum upp. Miðað við umfang þeirra má vel gera sér í hugarlund hversu stór Kvíárjökull hefur eitt sinn verið. Líkt og aðrir jöklar hefur hann hopað verulega síðustu áratugi. Þegar horft er yfir svæðið sem eitt sinn var hulið af jöklinum sést glögglega hvernig hann vinnur verk sitt. Fremst er töluvert um gróður en eftir því sem innar dregur verður hann fábreyttari. Jökulker á mismunandi stigum sjást vel og innst við jökulsporðinn sést hvernig jökullinn ýtir í sífellu upp framburði sínum. Þegar staðið er uppi á kambinum er einnig hægt að fá ágætt yfirlit um gróðurframvindu svæðisins. Ummerki eldgosa Háalda er stórt og mikið jökulker milli Sandfells og Hofs. Það myndaðist í gosinu í Öræfajökli 1727 þegar jökullinn tættist og hrundi fram vegna eldsumbrotanna. Stóreflis jakar sátu eftir á láglendi og bráðnuðu þar. Það má vel gera sér kraft Framhaldsskólanemendur á Austurlandi tengja ferðalög við nám í náttúruvísindum Í FAÐMI VATNAJÖKULS Á Skeiðarársandi. Nokkrir nemenda standa á brúarbita sem skemmdist í hamfarahlaupinu 1996. Hjördís Skírnisdóttir Þorbjörn Rúnarsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.