Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 16
16 TEYGJUFORRIT, STÆRÐFRÆÐI SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Nýtt hléæfingaforrit á íslensku er ókeypis til niðurhals á vef Lýðheilsu- stöðvar. Forritið minnir fólk á að hvíla sig á tölvunni og gera æfingar með reglulegu millibili og því er ætlað að koma í veg fyrir þróun álagsmeiðsla hjá börnum og unglingum vegna tölvunotkunar. Hægt er að nálgast forritið á heimasíðu Lýðheilsustöðvar www.lydheilsustod.is án endurgjalds. Forritið er meðal annars ætlað til notkunar í skólum og á heimilum. • Forritið byggist á vinnuvistfræði og nýtist sem forvörn gegn álagsmeiðslum í stoðkerfi. Það er bandarískt að uppruna, var hannað af hópi sérfræð- inga á heilbrigðissviði og að baki hverri teygju, sem birtist í forritinu, liggur mikil og vönduð vinna. • Teygjurnar eru alls 20 og hreyfi- myndir, ásamt skýringartexta, sýna hvernig gera á hverja teygju. Hvert hlé - teygjuhlé - tekur aðeins um 1-2 mínútur, eftir því hversu margar teygjur eru valdar. Teygjurnar beinast að þeim svæðum stoðkerfisins sem eru viðkvæmust fyrir álagsmeiðslum, þar með talið hálsi, öxlum, örmum, úlnliðum, höndum, baki og fót- leggjum. Í forritinu eru einnig æfingar fyrir augu. • Grunnstilling fyrir hvert teygjuhlé eru þrjár teygjuæfingar, með 30 mínútna hléi á milli. • Æfingarnar eru gerðar sitjandi eða standandi. Hægt er að velja hvaða teygjur birtast hverju sinni, í hvaða röð og hve oft hver teygja birtist. Þegar hvert teygjuhlé hefst er forritið búið að finna síðustu teygju, sem gerð var, og byrjar á þeirri næstu í röðinni. • Hægt er byrja á Teygjuhléi hvenær sem er og er það gert með því að tvísmella á tákmynd þess. Einnig er hægt að láta teygjuhlésgluggann hverfa af skjánum eða seinka framkvæmd æfinganna um 1 eða 5 mínútur. Til þess að sjá hversu langt er í næsta hlé er farið með músa- bendilinn yfir táknmynd Teygjuhlés. • Í Ábendingaskrá eru leiðbeiningar um það hvernig vistfræðin segir að ákjósan- legt sé að setja upp vinnuaðstöðu sína, hvernig hægt sé að forðast álagsmeiðsli við tölvunotkun. • Frekari fræðsla um vinnuvistfræði er í Áminningum, sem birtast við lok hvers teygjuhlés. Teygjuhlé fyrir börn og unglinga Magnea Einarsdóttir skólastjóri Digranesskóla og Haukur Haraldsson sviðsstjóri á Lýðheilsustöð Karen Jacobs prófessor höfundur forritsins sýnir nemendum teygjurnar Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri hélt nýverið ráðstefnuna „Einn og tveir og inn komu þeir“ um nám og starf yngstu barnanna í leikskólanum með sérstaka áherslu á stærðfræði. Um 330 manns sóttu ráðstefnuna en hún er liður í þróunarverkefni Háskólans á Akureyri og fjögurra leikskóla frá Kópavogi og Akureyri um gerð kennsluleiðbeininga fyrir yngsta stig leikskólans. Þrír af leikskólunum fjórum kynntu valda þætti verkefnisins í málstofum ráðstefn- unnar. Aðalfyrirlesarar voru sænskir leikskóla- kennarar, Mikaela Sundberg og Susanne Hadén. Fyrirlestur þeirra fjallaði um verkefni sem unnið var á tuttugu og tveimur deildum yngstu barna þar sem leikskólakennararnir horfðu á starfið út frá sjónarhorni stærðfræðinnar. Þær röktu hvernig unnið var með stærðfræðihugtök með svo ungum börnum. Auk þeirra fjallaði Guðrún Alda Harðardóttir, lektor við leikskólabraut HA um stærðfræðinám í leikskólastarfi með yngri börnum. Auk fyrirlestra voru haldnar málstofur þar sem ólík verkefni í íslensku leikskóla- starfi voru kynnt: • „Einn, tveir og byrja“ – námsefni fyrir þau yngstu. Pálmholt, Akureyri. • „Því fyrr því betra“ – stærðfræði með ungum börnum. Arnarsmári, Kópa- vogi. • Aðlögun yngstu barnanna. Álfaheiði, Kópavogi (þróunarverkefni) • Allt er stærðfræði. Nóaborg, Reykjavík • Dagleg umönnun. Iðavöllur, Akureyri (þróunarverkefni) • Einingakubbar og stærðfræði fyrir 1-3 ára börn. Álfasteinn, Hafnarfjörður. • Göngum, göngum... Naustatjörn, Akur- eyri (þróunarverkefni) • Litlu manneskjurnar í leikskólanum. Rauðaborg, Reykjavík. • Stærðfræði er leikur 1. Krókur, Grinda- vík. • Tölur í tónum. Fagrabrekka, Kópavogi. Góður rómur var gerður að aðalfyrirlestr- um sem voru túlkaðir úr sænsku á íslensku, töldu margir að það hafi skipt máli. Ánægjulegt var að sjá hvað leikskólar á Íslandi eru að vinna öflugt starf með yngstu börnum leikskólans og var lýstu ráðstefnugestir yfir ánægju sinni með málstofurnar. Það var nokkuð um að allt starfsfólk leikskóla kæmi saman á ráðstefnuna og notuðu nokkrir hana sem lið í endurmenntun starfsfólks. Aðsókn á ráðstefnuna var slík að færri komust að en vildu og þurfti að vísa um 60 manns frá. Sigríður Síta Pétursdóttir, sérfræðingur á skólaþróunarsviði kennaradeildar HA, sita@unak.is Einn og tveir og inn komu þeir Fullt út að dyrum á ráðstefnu um stærðfræði fyrir yngstu börnin Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri setur ráðstefnuna Einn og tveir og inni komu þeir. FORRITIÐ VAR KYNNT Í DIGRANESSKÓLA NÝVERIÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.