Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.10.2006, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR, TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 6. ÁRG. 2006 Málþing um verkefnið Heilsuefling í leikskólum verður haldið þann 15. nóvember n.k. á vegum Menntasviðs Reykjavíkur kl. 13-16. Á málþinginu verður fjallað um heilsueflingarverkefni sem hófst árið 2000 og lauk formlega árið 2006. Meðal fyrirlesara eru Ágústa Guðmarsdóttir sjúkraþjálfari, Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og Anna Hermannsdóttir fyrr- Athygli er vakin á að ný umsóknar- eyðublöð fyrir sjúkrasjóð eru komin á heimasíðu KÍ, www.ki.is Í stað eins blaðs er boðið upp á þrjú núna: Eitt fyrir venjulegar umsóknir, eitt fyrir sjúkradagpeninga og eitt fyrir dánarbætur. Að sögn starfsmanna sjúkrasjóðs er akkur að nýju eyðublöðunum fyrir félagsmenn enda bæði nákvæmari og huggulegri en þau sem fyrir voru! Ráðstefnan Það er leikur að læra - sam- ræða allra skólastiga sem haldin var á Akureyri 29. – 30. september 2006 var mjög velheppnuð að mati þeirra sem hana sóttu og fyrirlestrar áhugaverðir. Ráðstefnan var haldin á vegum skóla- þróunarsviðs kennaradeildar HA, Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (SÍMEY), MA, VMA og Akureyrarbæjar um skólamál. Tilgangur hennar var að stuðla að samræðu kennara af öllum skólastigum um þróun skólakerfisins næstu ár og tók uppbygging hennar mið af tilganginum með áherslu á þátttöku í málstofum og lifandi umræður. Samræða á milli skólastiga er mjög brýn og beinlínis gert ráð fyrir að hún sé til staðar í samtíma okkar eins og marka má af nýjum áherslum í skólamálum sem meðal annars enduróma í 10 punkta samkomulaginu. Í einni af málstofum ráðstefnunnar var fjallað um nýja námskrá í þriðja/fjórða erlenda tungumáli í framhaldsskólum og lögð fram ályktun þessu að lútandi. Í ályktun málstofunnar er tillögum um breytta námsskipan til stúdentsprófs og stórfelldri skerðingu náms í frönsku, spænsku og þýsku harðlega mótmælt: Ályktun Málstofa um nýja námskrá í þriðja/fjórða erlenda tungumáli í framhaldsskólum á ráðstefnunni Það er leikur að læra – samræða allra skólastiga, haldin á Akureyri 29.-30. september 2006, mót- mælir tillögum um breytta námskipan til stúdentsprófs þar sem kveðið er á um stórfellda skerðingu á námi í frönsku, spænsku og þýsku. Þessi skerðing hefur verið harkalega gagnrýnd af þeim er málið varðar, t.d. nemendum, kennurum, fagfélögum og Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá að fyrirhuguð skerðing veiti nemendum jafngóðan eða betri undirbúning til háskólanáms en nú er eins og boðað er í skýrslu menntamálaráðuneytis frá árinu 2004: Breytt námsskipan til stúdentsprófs – aukin samfella í skólastarfi. Við fögnum ummælum ráðherra sem fallið hafa í kjölfar umræddrar gagnrýni þess efnis að endurskoða þurfi einingafjölda í tungumálum til stúdentsprófs. Við skorum á stjórnvöld að hafa mikilvægi tungumálakunnáttu að leiðarljósi, horfa til framtíðar og efla tungumálanám í stað þess að skerða. Þess má geta að í skýrslu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Tungumál eru lykill að heiminum, sem gefin er út í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og kom út í janúar sl. eru athugasemdir við drög að námskrám í erlendum tungumálum fyrir grunn- og framhaldsskóla. Í skýrslunni er lagt til að átak verði gert til að auka kennslu í erlendum tungumálum. Bent er á að undanförnum áratugum hafi dregið úr kennslu þriðja máls og dönsku. Lagt er til að blaðinu verði snúið við og stórátak gert til að efla kennslu tungumála á áðurnefndum skólastigum og efla jafnframt menntun tungumálakennara. Málþing um skapandi starf í leikskólum verður haldið í Kennaraháskóla Íslands, Bratta föstudaginn 10. nóvember 2006 frá kl. 13:00 til 16:00. Að málþinginu standa Félag leikskólakennara og Faghópur leikskólakennara með sérnám á sviði listgreina. Dagskrá: Kl.13:00 Ljós og skuggar Kl.13:10 Setning: Kristín Ólafsdóttir, formaður Faghóps leikskólakennara með sérnám á sviði listgreina Kl.13:20 Hvað færir skapandi starf börnum? - Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík Kl.13:40 Af hverju eru listgreinar mikilvægar manninum? – Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við LHÍ Kl.14:00 „Minn ætlar að...“, - Linda Björk Ólafsdóttir, leikskólakennari Kl.14:20 Hlé Kl.14:40 „Rosalegt fjör yrði þá“ – söngurinn vináttu bindur bönd, - Kristín Ólafsdóttir, leikskólakennari Kl.15:00 Vægi listgreina í námi leikskólakennara – Fulltrúar frá KHÍ og HA Kl.15:20 Flughestarnir í Sæborg, Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri og Böðvar Bjarki Pétursson frá Kvikmyndaskóla Íslands Málþingsstjóri: Sigurhanna V. Sigurjóns- dóttir leikskólakennari. Skráning fer fram á netfanginu fl@ki.is Síðasti skráningardagur er 1. nóvember. Vísindasjóður FL styrkir málþingið, ekkert skráningargjald. Málþingið verður sent út á Netinuum starfsþróunarstjóri Leikskóla Reykjavíkur. Bergur Felixson fyrrum framkvæmdarstjóri Leikskóla Reykjavíkur verður fundarstjóri. Málþingið er öllum opið. Skráning er hafin á netfangið namskeid. menntasvid@reykjavik.is og í síma 411-7000 og stendur yfir til 7. nóvember. Nánari dagskrá og staðsetning verður auglýst síðar. Takið daginn frá. Skapandi afl í leikskóla - draumur eða veruleiki? Ný eyðublöð fyrir sjúkrasjóð Eilífðarferðalag með mörgum áfangastöðum. Heilsuefling í leikskólum: ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA vegvísir inn í framtíðina

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.