Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI Forsíðumynd: Kennarar í Hamraskóla Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold Skólavarðan, s. 595 1120 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Framtíðin kallar á öflug stéttarfélög 3 Leiðari: Nýja Ísland og verndarar nemenda 4 Gestaskrif: Að sjá dögg á vatni 5 Kjaramál: Matartímar í leikskóla 7 KÍ: Vinnuumhverfisnefnd, ályktun 8 Viðburður: Dagur leikskólans 10 Þróunarstarf: Varanlegur áhugi á heiminum 10 Kennaraviðtalið: Líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara 14 Réttindi: Stöndum vörð um kjarasamninga 16 KÍ: Kennarinn og kreppan – fundaröð 18 Hagur nemenda: Barnvænt samfélag – snúum bökum saman 20 KÍ: Stofnun aðildarfélags stjórnenda á leikskólastigi 22 Kennsla: Menntun blindra, sjónskertra og daufblindra 24 Kennslugögn: Hring eftir hring, tónlist og hreyfing 4-6 ára barna 26 Fréttir: Ársfundir, sálfræðiráðgjöf o.fl. 28 Smiðshöggið: Andi og andar í Andabæ 29 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ós m yn d : K ri st já n Va ld im ar ss on SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009 Frá aldaöðli hafa minnihlutahópar líkt eftir atferli valdahópa í þeim tilgangi að ná sjálfir völdum. Á eyjunni Tanna í Vanuatu lögðu eyjaskeggjar gerviflugbrautir í seinni heimsstyrjöldinni sem voru táknrænar fyrir valdhafana, þ.e. bandarísku hermennina, sem fengu alls konar ríkidæmi sent með flugvélum. Flugbrautunum var ætlað að færa heimamönnum varninginn í staðinn fyrir hermönnunum. Trúarbrögð urðu til, þeirrar gerðar sem nefnd hafa verið cargo cult í flokki nýtrúarbragða. Þau boðuðu brottför hvítra manna af eyjunni en um leið átrúnað á John Frum, sem var táknaður eins og hvítur bandarískur hermaður. Ef til vill átti hann sér hliðstæðu í raunverulegum hermanni, hugsanlega honum John frá (from) Bandaríkjunum. Það getum við aldrei vitað fyrir víst. En hitt vitum við, að ekki þarf að leita til Tanna til að sjá þetta atferli. Hér heima líkja konur eftir hegðun karla til að greiða sér leið að áhrifastöðum, innflytjendur tileinka sér klæðaburð, fas og tungumál heimamanna ef þeir vilja láta hlusta á sig, lágstéttin sækir í lífshætti hástéttarinnar, ekki bara vegna þess að það sé svo frábært, heldur vegna tengingarinnar við valdið. Að mestu leyti er þetta ómeðvituð hegðun en ekki alltaf. Þegar ungur lögfræðingur byrjaði að vinna hjá Hæstarétti fyrir aldarfjórðungi var honum bent á að skipta út rándýru og glænýju tískubuxunum úr flaueli fyrir aðrar úr terlíni, það er að segja ef hann vildi komast til áhrifa. Kennarar þekkja þetta allt saman mæta vel. Þeir vinna daglega, alla sína starfsævi, gegn því að einn hópur komist upp með að skilgreina heiminn umfram aðra nemendahópa í skólanum. Mikilvægur hluti af starfi þeirra er að vera vakandi fyrir hvers kyns ólýðræðislegri hópamyndun og því lúmska ofbeldi sem hún leiðir iðulega til. Þeir ræða um og fylgja eftir jafnrétti og jafnréttishugsjón hvern einasta dag, og skiptir þá engu hvort þeir kenna í leikskóla eða framhaldsskóla. Lesblindir, ofvirkir (takið eftir forskeytinu „of“ sem dæmir viðkomandi fyrirfram úr leik), útlendir, feitir (ef til vill gildishlaðnasta hugtakið, a.m.k. þegar stelpur eiga í hlut), fátækir, óvinsælir, stelpur, strákar, allir eiga þessir hópar og einstaklingarnir sem mynda þá, hver og einn, athvarf hjá kennaranum. Hann berst fyrir réttindum þeirra til að fá að vera til á sínum forsendum og án þess að vera undirmáls. Ég nefni þetta vegna þess að mér finnst skipta miklu máli á þessum niðurskurðartímum að benda á gríðarlegt mikilvægi kennara í því að vinna gegn misrétti. Í kreppu skýrast línur og gjár breikka milli þeirra sem eiga og hinna sem eiga ekki. Nemendur eru undir meira álagi og sumir láta það bitna á samnemendum sem minna mega sín. Jafnréttisbarátta kennara er inntakið í starfi þeirra og aldrei jafnmikilvægt og á erfiðum tímum þegar hætta er á að allt riðlist og ýmsu góðu sé skolað út með baðvatninu. Kennarar eru verndarar nemenda. Þeir verða að geta haldið áfram að sinna réttindabaráttu fyrir hönd nemenda sinna, vera þeim skjól og von. Í sumum tilfellum er kennarinn því miður eini talsmaður nemandans og jafnvel eini vinur hans. Niðurskurður í kreppu má síst bitna á börnunum okkar. Ef við skerum niður í skólamálum dæmum við þjóðina til annars konar skuldaklafa en nú þegar hefur verið gert – og miklu verri. Það er sú skuld að hafa brugðist börnunum okkar í siðferðilegu, vitsmunalegu og tilfinningalegu samhengi, að hafa gert þau vanhæf til að fást við lífið. Kristín Elfa Guðnadóttir. Kennarar eru verndarar nemenda. Þeir verða að geta haldið áfram að sinna réttindabaráttu fyrir hönd nemenda sinna, vera þeim skjól og von. Nýja Ísland og verndarar nemenda

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.