Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 24
24
MENNTUN bLINdRA
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
Fyrir nokkrum árum var það í fréttum
er íslensk fjölskylda flutti til Svíþjóðar,
dóttirin er blind og foreldrarnir sáu enga
aðra leið en að flytja af landi brott til þess
að fá viðunandi þjónustu og menntun fyrir
hana. Nú horfir ýmislegt til betri vegar í
þessum málaflokki, menntunarsjóði hefur
verið komið á laggirnar til að styrkja
kennara til náms á þessu sviði og lög um
þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda,
sjónskerta og daufblinda einstaklinga voru
samþykkt á Alþingi þann 18. desember
sl. „Við viljum endilega láta kennara vita
af námsmöguleikum, fræðslu og ráðgjöf
sem er í boði segja þau Kristinn Halldór
Einarsson formaður Blindafélagsins og
Elva Hermannsdóttir kennsluráðgjafi.
Nýja miðstöðin heyrir undir ráðuneyti félags-
og tryggingamála og tók til starfa 1. janúar
sl. Um markmið hennar segir í lögunum:
„ ...að auka möguleika þeirra sem eru
blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni
og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins
til jafns við aðra, með áherslu á stuðning
til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra
tómstunda og atvinnuþátttöku. Stofnunin
skal veita þjónustu á sviði ráðgjafar,
hæfingar og endurhæfingar. Jafnframt skal
hún þjóna hlutverki þekkingarmiðstöðvar
sem aflar og miðlar þekkingu á aðstæðum
notenda í því skyni að bæta þjónustu
og stuðla að framförum. Stofnunin skal
hafa yfirsýn yfir aðstæður þeirra sem eru
blindir eða sjónskertir og gegna sam-
hæfingarhlutverki gagnvart öðrum sem
veita umræddum notendum þjónustu.
Hún skal einnig sinna fræðslu, ráðgjöf og
stuðningi við aðstandendur, skóla og aðrar
þjónustustofnanir.“
Af ofangreindu er ljóst að stuðningur við
blinda í tengslum við skólagöngu þeirra er
á höndum miðstöðvarinnar í víðu samhengi,
meðal annars fræðsla til kennara og annarra
starfsmanna skóla en mikil þörf er fyrir slíkt
að mati starfsmanna miðstöðvarinnar og
Blindrafélagsins og þá meðal annars um
mismunandi birtingarmyndir sjónskerðingar
og einstaklingsbundið nám.
Í frétt um setningu laganna á vef Blindra-
félagsins, blind.is, er Jóhönnu Sigurðar-
dóttur flutningsmanni frumvarpsins og fleiri
aðilum þakkað fyrir sitt framlag í framgöngu
málsins. Þá segir: „Eina manneskju er einnig
rétt að nefna til sögunnar ... en það er Helga
heitin Einarsdóttir sem lést langt fyrir aldur
fram nú í sumar [þ.e. 2008, innskot keg].“
Að sögn Kristins Halldórs Einarssonar
formanns Blindrafélagsins átti Helga frum-
kvæðið af því að fá hingað til lands erlenda
fagaðila sem gerðu úttekt á ástandi
skólamála blindra og sjónskertra. „Þessi
skýrsla opnaði augu ráðamanna fyrir því
að staðan væri gjörsamlega óviðunandi en
skýrslan var mjög svört,“ segir Kristinn. Í
frétt á RÚV 27. febrúar 2007 var sagt frá
skýrslunni: „John Harris, breskur höfundur
skýrslu um menntun sjónskertra og blindra
hér á landi, segir úrbóta þörf í þessum
málaflokki. Hann kallar eftir samstarfi
þeirra sem starfa að menntamálum, heilsu-
gæslu og félagsmálum til að sjónskertir
og blindir fái grunnmenntun við hæfi auk
símenntunar út ævina... Þess vegna leggja
skýrsluhöfundarnir til að komið verði á
fót miðlægum gagnagrunni og líka ráð-
gjafaþjónustu. Harris segir afar mikilvægt
að foreldrar séu hafðir með í ráðum og hann
segir það vissulega slæmt ef fjölskyldur hafi
þurft að flýja land vegna þess að sjónskert
eða blind börn hafi ekki fengið þá menntun
sem þau eiga rétt á. Í skýrslunni er líka lögð
áhersla á að fjölga þurfi blindrakennurum
og fleiri sérfræðingum á þessu sviði. Það er
aðeins einn kennari hér á landi sem hefur
sérhæfða kunnáttu til að kenna sjónskertum
börnum og það er ástand sem augljóslega
er ekki hægt að sætta sig við.“
„Þetta mikla framfaraskref, það er að
segja lagasetningin, var lokapunkturinn á
atburðarás sem ef til vill má segja að hafi
byrjað þegar blindradeild Álftamýrarskóla
var lokað árið 2004,“ segir Kristinn.
„Menntun blindra varð þá hálf landlaus
og þetta ástand fór eðlilega að brenna á
foreldrum. Í kjölfar þessa réðst Helga í að
fá John Harris og fleiri breska sérfræðinga
til landsins. Ýmislegt fleira gerðist á sama
Sjónskertur: Einstaklingur telst sjónskertur ef læknisfræðileg greining sýnir að
sjón hans er minni en 30% á betra auga, með venjulegum sjónglerjum, og innan
við 20 gráðu sjónsvið, eða ef starfrænt mat sýnir erfiðleika vegna sjónskerðingar
með lestur 10 punkta leturs með venjulegum sjónglerjum, með athafnir daglegs
lífs og umferli.
Blindur: Einstaklingur telst blindur ef læknisfræðileg greining sýnir að sjón hans er
minni en 5%, með venjulegum sjónglerjum, og innan við 10 gráðu sjónsvið.
Daufblindur: Einstaklingur telst daufblindur ef saman fer sjón- og heyrnarskerðing
sem takmarkar athafnasemi hans og hamlar þátttöku í samfélaginu í slíkum mæli
að hann þarfnast sértækrar þjónustu, laga þarf umhverfi að þörfum viðkomandi
eða nýta sérstakan tæknibúnað til að mæta þörfum hans. Daufblinda er sérstök
fötlun en ekki samsetning tveggja fatlana.
Spurðu: Get ég aðstoðað? Því það er
óvíst að ég þurfi á aðstoð að halda í
þetta skipti þó ég myndi þiggja hjálp
að við aðrar aðstæður.
Þú sérð mig, ég sé þig ekki. Heilsaðu
þegar þú hittir mig og segðu hver þú
ert. Þegar þú talar við mig þar sem
fleiri eru, talaðu þá við mig með
nafni eða snertu öxlina á mér svo
að ég átti mig á því að þú ert að tala
við mig. Talaðu beint við mig, ekki
fylgdarmann minn. Flest okkar heyra
vel. Þú þarft ekki að vera feimin(n)
við að nota orð eins og sjáðu eða
sjáumst, við notum þau líka.
Miklar vonir eru bundnar við menntunarsjóð sem styður
kennara til náms og nýja þjónustu- og þekkingarmiðstöð
Menntun blindra, sjónskertra og daufblindra