Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 13
hlýlegt viðmót kennaranna við börnin og að samskipti þeirra einkenndust af mikilli virðingu, kurteisi og umhyggju. Kennararnir eru mjög flinkir/snjallir í að spyrja börnin opinna spurninga sem hvetja þau til að hugsa og svara með setningum. Þeir eru duglegir að grípa hugmyndir barnanna og spyrja hvað þau vilji gera og hvernig þau ætli sér að gera hlutina. Það gefur börnunum færi á að hugsa um lausnir á hugmyndum sínum og finna svör við spurningum. Haldnir eru umræðufundir með börnunum þar sem þau tjá sig um stöðuna í kubbaleik sínum, hvað þau ætla að gera næst og hvort þau eru í vandræðum eða þurfi á hjálp að halda. Athygli vakti að börnin eru mjög öguð og bíða eftir því að röðin sé komin að þeim að taka til máls. Samþætting námsgreina er áberandi þar sem lögð er áhersla á samfélagið í námi barnanna. Dæmi um það er hópur 5-6 ára barna sem var að byggja borgina sína. Þau lærðu heilmikið um lífið í samfélaginu sem þau búa í, hvernig það virkar, um störf fólksins í borginni og þjónustu sem það þarf á að halda. Leikurinn tengdist lestrar- og ritmálsörvun því þau merktu byggingar sínar með því að skrifa nafn, til dæmis á verslun, á pappír og líma á kubbana. Þau mældu lengd límbandsins sem þau þurftu að nota, á þann hátt kemur nám þeirra inn á stærðfræði. Byggingar þeirra þurftu að vera stöðugar og þau fundu ráð til þess að leysa þær vísindalegu þrautir með því að setja nægilega marga kubba undir undirstöður byggingarinnar. Allt átti þetta sér stað í samvinnu barna og kennara sem hvöttu börnin til að miðla hvert öðru af þekkingu sinni og reynslu. Kennarinn studdi börnin í leiknum og setti orð á það sem þau voru að gera, nýtt orð var kynnt til sögunnar og kennarinn útskýrði hvað það þýddi. Af þessu má sjá að málörvun er ríkur þáttur í námi barnanna. Félagsþroskinn blómstraði þar sem börnin áttu góð samskipti og í fyrirmyndarsamvinnu sýndu þau hvert öðru það sem þau kunnu og sáu að nýttist öðrum börnum. Við tókum eftir því að kennararnir áttu saman faglegar umræður um starfið og það sem var að gerast hjá börnunum ef þeir voru ekki að skrá leik barnanna en skrifleg skráning er mikilvægur þáttur í starfi þeirra. Þegar við komum heim tókum við til hendinni og losuðum okkur við efnivið sem okkur þykir ekki henta fyrir hugmynda- fræðina sem við störfum eftir. Má þar nefna tilbúin verkefnablöð sem aðeins bjóða upp á eina lausn og púsluspil. Einnig var tekið út hefðbundið val sem hafði verið í leikskólanum og í staðinn komum við því á sem við köllum flæði þar sem börnunum er boðið upp á fjölbreytt opið leikefni á ákveðnum svæðum og þau ákveða sjálf tímann sem þau dvelja á hverjum stað. Einnig gegna eldri börnin vissum störfum, svo sem að skola mjólkurfernur, sópa gólf, ganga frá bókum, leggja á borð og taka til í fatagangi. Auk þess hafa elstu börnin það hlutverk að aðstoða kennara á yngstu deildinni með börnin þar, svo sem að leika við þau og aðstoða í fatagangi fyrir útiveru. Í heimsóknunum var einnig gott fyrir okkur að fá staðfestingu á því að við erum að gera marga góða hluti og sumt jafnvel betur en það sem við sáum í skólunum úti. Þar má nefna þátttöku kennarans í frágangi á kubbunum. Að lokum bendum við á heimasíður skól- anna sem við heimsóttum. City and Country School http://www.cityandcountry.org/index_flash. html Manhattan Country School http://.bankstreet.edu/index_flash.html Purple Circle http://www.purple_circle.org/ Bank Street College http://www.bankstreet.edu/index_flash.html Elva Önundardóttir Höfundur er kennari og verkefnastjóri í Brákarborg. Heimildir: Cuffaro, H. K. (1992). Blocks, The Development of, in the United States. Encyclopedia of Early Childhood Education. Ritstj. Leslie R. Williams og Doris P. Fromberg. New York og London. Hirsch, E. S. (1996). The Block Book. Washington, D.C. NAEYC (Upphaflega útgefið 1984). Leeb-Lundberg, K. (1996). The Block Builder Mathematician. The Block Book. Ritstj. E. S. Hirsch. Washington, D.C. NAEYC. (Upphaflega útgefið 1984). Pratt, Caroline. (1948). I Learn From Children. New York: Harper & Row. Roopnarine, Jaipaul L. og Johnson, James E. (2000). Approaches to Early Childhood Education. (3. útgáfa). Prentice-Hall, In. 13 þRóUNARSTARF í LEIKSKóLUM

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.