Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 22
22 NýTT AÐILdARFéLAG í dEIGLUNNI SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009 Aðdragandi Árið 2004 hófst umræða meðal leikskóla- stjóra um stofnun eigin aðildarfélags inn- an Kennarasambands Íslands. Í upphafi einskorðaðist hún að mestu við kjaramál. Mörgum leikskólastjórum þótti eðlilegt að þeir sjálfir væru leiðandi í umræðu um eigin kjaramál og kjarasamningagerð. Síðar urðu fagleg rök meira áberandi í ljósi þess að miklar breytingar hafa átt sér stað á umhverfi stjórnenda í skólakerfinu undanfarin ár og er leikskólinn ekki undanskilinn. Árið 2005 var þetta meginumræðuefni aðalfundar fag- hóps leikskólastjóra undir yfirskriftinni: „Eru leikskólastjórar á krossgötum?“ Á vettvangi faghópsins hefur umræðan síðan að mestu farið fram í nefndastarfi, á fundum og með viðhorfskönnunum meðal þeirra sem í hlut eiga. Stjórn FL hefur átt beina aðild að þessari vinnu frá haustinu 2006. Hverjir skipa nýja félagið? Til að gera langa sögu stutta þá vildi mikill meirihluti faghóps leikskólastjóra stofna sjálfstætt aðildarfélag innan KÍ. Í ljósi þess sendi stjórn faghópsins erindi til stjórnar KÍ í nóvember 2007 þar sem óskað var eftir því að settur yrði á laggirnar starfshópur stjórn- ar KÍ og faghópsins til að undirbúa stofnun nýs félags og ræða ýmis mál sem því tengd- ust, m.a. hverjir skipuðu félagið, fjárhagsmál, húsnæði/aðstöðu í Kennarahúsinu o.fl. Í um- ræðu innan stjórnar KÍ kom strax fram að eðlilegt væri að stjórnendafélag á leikskóla- stigi væri uppbyggt með svipuðum hætti og á öðrum skólastigum, þ.e. að í því væru skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og félagar sem starfa á skólaskrifstofum og í tengdum störfum. Þegar hér var komið sögu, eða í upphafi árs 2008, var komin ný sýn á málið og í kjölfar þess var það rætt á fundi fag- hópsins þar sem aðstoðarleikskólastjórar mættu einnig. Þar kom fram að vilji þeirra stóð til þess að eiga aðild að félaginu. Í kjölfar þess gerði faghópurinn skoðanakönnun meðal aðstoðarleikskólastjóra. Ríflega 60% tóku þátt í henni og mikill meirihluti sagðist vera mjög eða frekar hlynntur aðild að slíku félagi, eða 87,6%. Á grundvelli þessarar niðurstöðu hefur málið síðan verið unnið á aðalfundi FL sem haldinn var í mars 2008, á þingi KÍ í apríl 2008 þar sem samþykkt var tillaga um stofnun aðildarfélagsins og í stjórnum faghópsins, FL og KÍ síðan. Hvað er framundan? Um þessar mundir er að fara af stað svo- kölluð skipulagsnefnd á grundvelli sam- þykktar frá aðalfundi FL. Nefndin á að fjalla um uppbyggingu og skipulag félaganna, m.a. í svæðadeildum. Þegar hún hefur lokið störfum munu taka til starfa tvær nefndir. Önnur skal semja lög fyrir kennarafélagið og hin fyrir stjórnendafélagið ásamt því að undirbúa stofnfund þess sem haldinn verður árið 2010, en á honum verður nýja félagið til, starfsskipulag þess mótað og kosið í trúnaðarstörf. Í tengslum við þann fund (deginum áður) verður haldinn auka- aðalfundur FL þar sem samþykkt verða lög og starfsskipulag kennarafélagsins ásamt því að kjósa til trúnaðarstarfa. Nýja félagið verður síðan „fullgilt“ aðildarfélag á hefðbundnu þingi KÍ sem haldið verður árið 2011. Þá verða liðin sjö ár frá því að umræðan hófst. Vangaveltur Fram hafa komið spurningar um hvort þetta sé eingöngu jákvætt skref eða hvort hætta sé á að togstreita myndist milli kennara og stjórnenda. Slíkar vangaveltur eru nauð- synlegar því mikilvægt er að vera með- vitaður frá upphafi um gryfjur sem kunna að vera fyrir hendi. Í öllu þessu ferli er afar brýnt að vanda vinnubrögð og stuðla að því að starfsskipulagið gefi tækifæri til þess að hóparnir vinni saman og komi auga á og nýti þá snertifleti sem sameiginlegir eru, sem eflaust eru miklu fleiri en hinir. Mörgum spurningum er hins vegar ósvar- að, m.a. um aðkomu félagsins að samninga- borðinu, en það er háð vilja viðsemjenda. Lög um kjarasamninga opinberra starfs- manna gera ekki ráð fyrir nema einum samningsaðila sem fer með kjarasamnings- umboð fyrir hverja starfsstétt og stjórnendur eru ekki skilgreindir sem sérstök starfsstétt þar sem ekki er krafist annarrar menntunar af þeim, samkvæmt lögum, en kennurum í leikskólum. Á grunnskólastigi hefur sú þróun orðið að Skólastjórafélag Íslands náði þeim áfanga í síðustu samningum (vorið 2008) að vera viðurkennt af Launanefnd sveitar- félaga sem sjálfstæður samningsaðili með sjálfstæðan samningsrétt. Félag stjórn- enda á leikskólastigi verður svipað og SÍ að stærð eða með um 550 manns (í kennarafélaginu verða um 1650). Því er ekki óeðlilegt að svipaðar reglur gildi um kjarasamninga stjórnenda í leikskólum og gilda nú um stjórnendur í grunnskólum þar sem viðsemjandinn er hinn sami. Eðlileg þróun Það er trú undirritaðra að þetta skref sé eðlileg þróun og eigi eftir að styrkja stjórnun í leikskólum, ekki síst hlutverk og starfskjör aðstoðarskólastjóra, en ein meginkrafa síðustu ára hefur verið að auka vægi stjórnunar í starfi þeirra. Um leið leggjum við mikla áherslu á nauðsyn þess að sátt ríki um breytingarnar á félagsskipan- inni og síðast en ekki síst að samstarf félaganna verði náið og styrki leikskólastigið í heild. Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara Elín Ásgrímsdóttir formaður faghóps leikskólastjóra Stofnun aðildarfélags stjórnenda á leikskólastigi Björg Bjarnadóttir Lj ós m yn d : ke g Lj ós m yn d f rá h öf un d i Elín Ásgrímsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.