Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 11
þRóUNARSTARF í LEIKSKóLUM
11
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
Aðrir kubbar eru ávalir, bogadregnir eða
bognir og allir falla þeir á einhvern hátt að
hlutföllum grunnkubbsins í þykkt, breidd og/
eða hæð (Cuffaro, H.1992, Leeb-Lundberg,
K.1996).
Með kubbunum hannaði Pratt tréverur,
svo sem fólk, dýr og farartæki og gjarnan
er bætt við litlum lituðum teningum.
Þá er hægt að bjóða börnum endur-
nýtanlegt efni eins og pappír, efnisbúta,
garn, teppabúta, eggjabakka og annað
sem þeim eða kennaranum dettur í hug
að gæti komið að notum í skapandi vinnu
barnanna ásamt vaxlitum fyrir pappírinn
og málningarlímband (Hirsch, 1996). Hér
heima hefur auk þess verið vinsælt að nota
korktappa úr vínflöskum og ýmislegt sem
finnst í fjörunni, svo sem skeljar, kuðunga,
slétta steina o.fl.
Aðdragandi þróunarverkefnisins
Þegar undirrituð hafði unnið sem verkefna-
stjóri í Brákarborg í tæplega hálft ár kom
upp sú hugmynd og áhugi hjá leikskóla-
stjóra og kennurum að nota tækifærið til
þess að fara í þróunarverkefni sem væri
tengt einingakubbum Caroline Pratt. Eftir
nokkrar umræður og vangaveltur var tekin
sameiginleg ákvörðun um að efla og dýpka
hugmyndafræðina sem leikskólinn hefur að
leiðarljósi. Þá lá beinast við að taka púlsinn
á samfélaginu og tengja það námi barnanna
með aðaláherslu á einingakubbana. Sam-
kvæmt hugmyndum Pratt eru öflug tengsl
á milli skólans og samfélagsins og lögð
áhersla á að börnin læri um samfélagið á
lifandi hátt af eigin reynslu.
Verkefnið gengur út á að skoða hvaða
áhrif það hefur á leikskólastarf að kennarar
kynni sér enn frekar hugmyndafræðina sem
liggur að baki einingakubbum Caroline Pratt
með áherslu á tengingu við samfélagið.
Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins eru
hugmyndir Pratt um einingakubbana og
John Deweys um nám barna. Leikur með
einingakubba hefur áhrif á alla þroskaþætti
barna þar sem þau ganga í gegnum
stigskipta þróun eftir því sem þau þroskast
og reynsla þeirra eykst. Auk þess er unnið
með námsþætti eins og stærðfræði, vísindi
og samfélagið (Hirsch, 1996, Pratt, 1948).
Í verkefninu verður skoðað hvernig sam-
félagið sem börnin lifa í birtist í leik þeirra
með einingakubbana. Við munum skoða
hvað í leik barnanna vísar í þá samfélagslegu
þætti sem þau upplifa í vettvangsferðum,
í umræðum með kennara og barnahópi og
með spurningum kennara.
Lögð verður áhersla á að þróa leik og nám
barnanna frá hinu einfalda til hins flókna
með auknum þroska. Markmiðið er að vekja
varanlegan áhuga þeirra á heiminum með
því að:
- Yngri börnin læri um sig sjálf, fjölskyldu
sína og sitt nánasta umhverfi.
- Elstu börnin bæti við þekkingu sína og
færni á fjölbreyttan hátt með því að kynnast
fleiri þáttum samfélagsins.
Má þar nefna markvissar vettvangsferðir,
vinnustaðaheimsóknir til foreldra, þar sem
það á við, spurningar og umræðufundi með
börnunum til að grafast fyrir um ráðgátur
hins flókna heims sem þau lifa í. Hvernig
virka hlutir? Hver ræður? Hvers vegna? eru
dæmigerðar spurningar fyrir fimm ára
gömul börn. Þegar kennarinn leggur fram
spurningu eins og: Hvað er hverfi/nágrenni?
er lagður grunnur að því að skerpa,
skipuleggja og leiða forvitni og áhuga barna
að því að læra um lífið í samfélaginu. Í
umræðum sem fylgja er börnunum gefið
tækifæri til að hugsa um og tjá sig um
hugmyndir sínar, skilning og upplýsingar.
Til að halda áfram og bæta við upphaflegu
spurninguna verður ný spurning til: Hvað
þurfa fjölskyldur? (Roopnarine og Johnson,
2000). Þetta leiðir til rannsókna á ólíkum
húsagerðum, þjónustu, samgöngum og
störfum í nágrenninu svo að dæmi séu tekin.
Starfið með yngri börnunum er mikilvægur
grunnur og undanfari þess sem koma skal
þegar þau fara í elsta hóp. Hluti af því er
hlutverk bangsa á hverri deild í leikskólanum
og 3-4 ára börnin hafa í haust farið í ferðir
til þess að taka myndir af húsunum sem
þau búa í. Þær hafa fengið stað á veggjum
deildarinnar í augnhæð barnanna og þannig
aðgengilegar fyrir þau.
Í samfélagsfræði skapast fjölbreytt
tækifæri til að spyrja, leysa vandamál og
skilja þá gagnvirkni sem verður til í félags-
legu og efnislegu umhverfi okkar. Einnig
skapast kjörið tækifæri til að sam-þætta
námsgreinar. Vettvangsferðir og umræður
eru grundvallaratriði ef þróa á virka sam-
félagsfræði með alla aldurshópa. Það
er einungis gert með því að fara út fyrir
skólann, gefa börnum tækifæri til að upplifa
heiminn og komast að því hvernig hann er
(Cuffaro,1995). Því verður lögð áhersla á að
hafa fundi með börnunum áður en þau hefja
leik sinn með einingakubbana eftir að hafa
farið í vettvangsferðir, einnig þegar eldri
börnin fá að láta byggingar sínar standa á
milli leiktíma. Á fundunum, sem kennarinn
leiðir, gefst tækifæri til umræðna um það
sem börnin sáu, að ræða spurningar sem
upp koma og hvetja börnin til að leysa þau
„vandamál“ sem þau kunna að standa frammi
fyrir. Ef upp koma spurningar hjá börnunum
verður lagt kapp á að leita svara og lausna í
barnahópnum, í viðbótarvettvangsferðum ef
þarf, í bókum og á Netinu.
Bangsi á hverri deild
Undanfarin ár hefur hver deild í Brákarborg
haft bangsa sem börnin skiptast á að fara
með heim. Foreldrar barnanna skrifa í bókina
það sem barnið og bangsinn „upplifa“ saman
á meðan hann dvelur á heimili barnsins.
Ákveðið var að halda þessum þætti í starfinu
því við sáum að bangsinn gæti nýst sem
„sögumaður“ þar sem tilgangurinn er að
opna fyrir umræður um það sem er í nánasta
umhverfi barnanna, þ.e. fjölskylduna. Þetta
getur kallað á umræður um samlíkingu
og mismun. Sumar fjölskyldur hafa ólíka
siði og venjur en aðrar fjölskyldur borða
svipaðan mat. Enn aðrar fjölskyldur eru
samansettar á annan hátt en flestar aðrar.
Þannig gefur „saga“ bangsans ólíkar myndir
af mismunandi fjölskyldum barnanna, sjón-
deildarhringur þeirra stækkar og þau öðlast
skilning á því að það eru ekki allir eins.
Staðan nú
1-3 ára börnin: Áhugi þeirra er smám
saman að aukast á því að prófa sig áfram og
uppgötva hvað þau geta gert með kubbana.
Þau þurfa sinn tíma til að koma auga á
áskorunina sem felst í að prófa þá og undrast
útkomuna úr ferlinu. Get ég sett kubb hérna? Af
hverju detta þeir? o.s.frv. Börnin efla með sér
formskynjun með því að handfjatla kubbana
og setja þá aftur á sinn stað í hillurnar þegar
þau ganga frá. Orðaforði þeirra er að aukast
Hluti af grunnkubbi og margfeldi. Flóknari form.
Í verkefninu verður skoðað hvernig samfélagið sem börnin
lifa í birtist í leik þeirra með einingakubbana; hvað í leik
barnanna vísar í þá samfélagslegu þætti sem þau upplifa í
vettvangsferðum, í umræðum með kennara og barnahópi og
með spurningum kennara.