Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 29
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
SMIÐSHöGGIÐ
29
Ágæta samfélagsfólk.
Hvað er yndislegra en brosandi og ham-
ingjusöm börn? Varla nokkuð þessa síðustu
og verstu daga hér á Íslandi !
Okkur langar að kynna okkur. Við erum leik-
skólinn Andabær á Hvanneyri í Borgarfirði.
Nafnið vekur spurningar hjá mörgum sem
hringja í okkur eða hafa samband. Það er
dregið af hreppnum sem var til fyrir daga
sameiningar við Borgarbyggð, svo rennur
jú líka Andakílsá hér um. Sumir halda
að leikskólinn okkar sé bara fyrir fólkið í
sveitinni, aðrir halda að íbúar hér séu fólk
sem er með búskap uppi í sveitum og svona
mætti lengi telja. Margir velta fyrir sér hvað
sé eiginlega unnið hér á Hvanneyri en það
verður ekki talið upp hér, þið verðið bara
að gúgla! En okkur þykir vænt um nafnið á
leikskólanum okkar, það er hægt að leika sér
með það og okkur finnst það hafa víðtæka
merkingu.
Hjá okkur ríkir mjög mikill kærleiksandi,
börnum og starfsfólki líður vel. Við merkjum
það af því að börnin koma brosandi til okkar
og fara héðan með bros á vör. Starfsfólkið er
líka glatt og hér ríkir mikil samkennd meðal
starfsmanna. Samfélagið okkar er lítið og
náungakærleikur mikill. Við leggjum mikið
upp úr að barnið fái að njóta sín og einnig
leggjum við mikið upp úr því að samskipti
við foreldra séu góð.
Hér ríkir rólegur andi, foreldrar gefa sér
og börnum sínum góðan tíma þegar komið
er og kvatt. Ekkert stress!!
Starfsandinn hjá okkur er góður og búum
við svo vel að hafa átta leikskólakennara af
þrettán starfsmönnum. Starfshópurinn er
stöðugur, sem er alveg frábært að vinna við.
Það er mög gott fyrir alla, börn, starfsfólk
og foreldra og mikill munur fyrir deildir að
geta leitað hvor til annarrar þegar spurn-
ingar vakna um velferð barnsins, það er
kostur að hægt er að rekja þroskaferil þess
á leikskólanum.
Má því segja að hér ríki nokkurs konar
stöðugleikaandi!
Við höfum ákveðna uppeldisstefnu að
leiðarljósi og erum búnar (jú, jú, rétt til get-
ið, hér vinna bara konur) að skapa okkur
ákveðna vinnuaðferð sem okkur finnst henta
Andi og andar í Andabæ
Katrín Jónsdóttir kennari í Andabæ skrifar fyrir okkur Smiðshöggið
Andabæjarstarfsfólkið. Kata er önnur frá hægri í fremstu röð.
Lj
ós
m
yn
d
ar
i:
S
ig
u
rj
ón
E
in
ar
ss
on
Margir velta fyrir sér hvað sé eiginlega
unnið hér á Hvanneyri en það verður ekki
talið upp hér, þið verðið bara að gúgla!