Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 10
10
dAGUR LEIKSKóLANS
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
Brákarborg er einn af elstu leikskólum
Reykjavíkurborgar og hóf starfsemi sína árið
1952. Leikskólinn er í grónu hverfi, stað-
settur á milli Skipasunds og Sæviðarsunds
við göngustíg sem heitir Brákarsund. Stutt
er í Laugardalinn sem hefur upp á margt að
bjóða og nýtist vel í leikskólastarfinu allan
ársins hring.
Fimmtíu og eitt barn dvelur í leikskólanum
samtímis og skiptast þau á þrjár aldurs-
skiptar deildir sem heita Dvergheimar,
Álfheimar og Jötunheimar. Brákarborg er
einn af fjórum Bugðuskólum sem hafa sett
sér sameiginleg markmið um uppeldisstarf
og starfsmannastefnu. Hinir skólarnir eru
Garðaborg, Klambrar og Rauðhóll. Þeir sækja
allir uppeldiskenningar sínar til John Dewey
og starfsaðferðir til Caroline Pratt en hún
er hönnuður einingakubbanna sem eru eitt
helsta leik- og námsefni Bugðuskólanna.
Hugmyndafræði Brákarborgar
John Dewey var prófessor í heimspeki og
vildi framsækinn skóla þar sem umhverfið
væri jákvætt, vingjarnlegt og kennarinn
vinsamlegur leiðbeinandi. Börnin ættu að fá
tækifæri til að læra af reynslu sinni, eigin
virkni og áhuga en ekki beinni hefðbundinni
kennslu. Hann lagði áherslu á að ferlið skipti
máli í námi barna en ekki hvað kæmi út úr
því.
Caroline Pratt var bandarískur uppeldis-
frömuður og byggði hugmyndafræði sína
á framfarastefnu Dewey. Sá opni efniviður
sem unnið er með í Brákarborg fellur vel
að hugmyndum Pratt og Dewey um nám
barna. Hann býður ekki upp á tilbúnar
lausnir heldur gefur börnunum tækifæri til
að vinna úr reynslu sinni á skapandi hátt.
Þau endurskapa þannig sitt eigið umhverfi
sem þau eru oft of lítil til að taka þátt í en
eru alltaf áhorfendur að.
Einingakubbarnir
Árið 1913 hannaði Caroline Pratt trékubba
sem þykja úrvals efniviður í tengslum við
nám og leik ungra barna (Hirsch, 1996).
Einingakubbarnir eru gerðir úr gegnheilum
hlyni og eru í ákveðnum stærðfræðilegum
hlutföllum sem miðast öll við grunnkubb.
Hönnun hans er sérstök þar sem hin
kubbaformin ganga á einhvern hátt upp í
hann. Grunnkubburinn er 14 cm langur, eða
tvisvar sinnum lengri en breidd hans, og
breiddin er tvisvar sinnum meiri en þykkt
hans.
Auk þess eru í safninu hyrndir kubbar,
ýmist hluti af grunnkubbnum eða marg-
feldi og þríhyrningar sem eru annaðhvort
helmingur grunnkubbsins eða fjórðungur.
Elva Önundardóttir kynnir leikskólann Brákarborg og þróunarstarf í skólanum
Varanlegur áhugi á heiminum
Dagur leikskólans er 6. febrúar, um svipað leyti og Skólavarðan
berst félagsmönnum Kennarasambandsins. Af því tilefni er leik-
skólinn fyrirferðarmikill í blaðinu að þessu sinni. Skólamálanefnd
Félags leikskólakennara hefur nýverið sent frá sér tvær greinar
um börn og málefni þeirra, sú fyrri birtist í Morgunblaðinu en sú
síðari er hér aftar í blaðinu. Fyrirhugaðar eru fleiri greinar ritaðar
af nefndarmönnum.Skólamálanefndin vill efna til umræðna um
barnvænt samfélag og hvetur fólk til að viðra skoðanir sínar í
fjölmiðlum og/eða senda vangaveltur til nefndarinnar á netfangið
aldaagnes@hive.is eða bjosi@akmennt.is
Barnvænt samfélag – hvað er það?
Brot úr grein Öldu Agnesar Sveinsdóttur fyrir hönd skólamála-
nefndar Félags leikskólakennara, greinin birtist í Morgunblaðinu
13. janúar sl.
Oft og tíðum er rætt um að hitt og þetta sé barnvænt, talað er um
barnvæn íbúðarhverfi, barnvæn fyrirtæki og barnvæn sveitafélög .
Sennilega er mjög misjafnt hvaða gildi liggja að baki þegar aðstæður
eru metnar út frá barnvænu sjónarmiði og sitt sýnist hverjum
í því tillit... Er það barnvænt að börn séu að heiman fimm daga
vikunnar frá átta á morgnana til klukkan fimm? Sum börn eru ...
í tómstundum eftir klukkan fimm á daginn - ... er það barnvænt?
... Rannsóknir sýna fram á að virk samvera foreldra og barna hafi
jákvæð áhrif á uppeldið. En skiptir lengd viðverunnar öllu máli eða
er það hvernig henni er háttað? Ýtir ... langur opnunartími leikskóla
undir barnvænt samfélag eða ekki? Eru sveitarfélög sem bjóða upp
á fjölþætta tómstundaiðkun barna barnvænni en þau sem bjóða
upp á takmarkaða tómstundaiðkun? Mun ... takmarkað framboð
á tómstundum fyrir börn auka samveru foreldra og barna? Gera
kröfur frá atvinnurekendum það að verkum að samvera foreldra og
barna er of lítil eða er það kapphlaup foreldra um lífsgæði? Okkur er
öllum hollt að velta því fyrir okkur hvað er barnvænt, ekki síst eins
og samfélagið er í dag. Þó svo að leik- og grunnskólar kappkosti að
bjóða börnum bestu menntun og þjónustu sem völ er á hverju sinni
þá bera foreldrar fyrst og fremst ábyrgð á uppeldi barnanna sinna.
Barnvænt samfélag er hins vegar á ábyrgð okkar allra.
Barnvænt samfélag á Degi leikskólans?
Grunnkubburinn.
Lj
ós
m
yn
d
ir
f
rá
B
rá
ka
rb
or
g
Helmingi minni en grunnkubburinn.
Bugðuskólarnir eru Garðaborg, Klambrar og Rauðhóll.
Þeir sækja uppeldiskenningar sínar til John Dewey og
starfsaðferðir til Caroline Pratt.