Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 15
15
vINNUUMHvERFI KENNARA
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
Flökkusýning Listasafns Reykjavíkur
flakkar um grunnskóla borgarinnar skólum að kostnaðarlausu!
www.listasafnreykjavikur.is
Myndlist og manneskjur – eru allir öðruvísi?
er þema syningarinnar og tengist fjölbreytileika, umburðarlyndi og sterkri
sjálfsmynd. Um samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Menntasviðs
Reykjavíkurborgar er að ræða. Listaverkin eru valin úr safneign Listasafns
Reykjavíkur og komið fyrir í sérsmíðuðum kistum sem ferðast auðveldlega.
Kistunum, sem eru fjórar, er hægt að læsa í lok dags og flytja á milli ryma
eftir þörfum. Vandað kennsluefni fylgir syningunni.
Hægt er að panta FLAKKARA í 2-3 vikur gegnum netfangið:
fraedsludeild@reykjavik.is eða í síma 590 1200 (biðjið um
fræðsludeild).
´
´
´
þátttakendur eru svona margir?
„Það er óhætt að segja það. Þetta er svo
stórt úrtak að hægt er að alhæfa um niður-
stöðurnar og aldursdreifing úrtaksins er
nánast það sama og aldursdreifing þýðisins.
Svo má lesa ýmsar bakgrunnsupplýs-
ingar út úr niðurstöðunum þótt þær séu
auðvitað ekki persónugreinanlegar – enda
hefði vísinda-siðanefnd ekki samþykkt
rannsóknina ef svo væri.“
Hvaða upplýsingar?
„Til dæmis að fleiri karlar eru í verkmennta-
kennarahópnum, eða 72% þess hóps. Í
hópi bóknámskennara eru konur 60%,
bóknámskennarar byrja fyrr á ævinni að
kenna og eru með hærra menntunarstig,
í þessu síðasttalda kom fram mjög mikill
marktækur munur. Kennslureynsla hópanna
er svipuð en verkmenntakennararnir eru
marktækt eldri.“
Kvarta verknámskennararnir ekkert?
„Jú, vissulega en undan öðru. Þeir eru
óánægðari með ýmislegt í ytra umhverf-
inu, með hið hlutbundna. Þá vantar frekar
kennslutækin sem þeir þurfa og verða frekar
fyrir óþægindum af völdum hávaða og
óhreininda.“
Hvað með starfsánægju, svona í það heila
tekið?
„Bóknámskennarar eru ívið óánægðari.
Starfsánægja er mikilvæg eins og fólk
getur ímyndað sér og rannsóknir hafa sýnt
að fylgni er á milli starfstengdrar streitu
og skammtíma veikinda, við þetta má
bæta að skosk rannsókn sýndi fylgni á
milli starfstengdu streitunnar og óánægju
í starfi. Þá er ekki að sökum að spyrja.
Í einni erlendri rannsókn kom fram að
tveir þriðju þeirra kennara sem rann-
sóknin náði til taka sér dagsleyfi til að
auðvelda sér að ráða við álagið.“
Eitthvað sem þú vilt bæta við?
„Já, það er nú þannig að skólaþróun hefur í
langan tíma snúist að mestu um nemendur
með áherslu á nám og líðan þeirra. Mér
finnst mikilvægt að efla þann þátt enn frekar
en um leið að víkka sjóndeildarhringinn og
hlúa vel að kennurum með bættu ytra og
innra starfsumhverfi. Þá verðum við líka
að byrja á því að halda uppi upplýstri og
faglegri umræðu um kennarastarfið og
vitundarvakningu í takt við nýjar kröfur og
breytt hlutverk kennara. Þá er brýnt að draga
úr álagi meðal kennara og veita þeim þau
aðföng sem þeir þarfnast í takt við nútímann.
Kennarar sjá um uppeldi og menntun ungs
fólks - í því felst mikil ábyrgð og áskorun.
Kennarastarfið er flókið, margbreytilegt og
ögrandi og hefur víðtæk samfélagsleg áhrif.
Starfsánægja kennara er ein af forsendum
árangursríks skólastarfs og ætti því að skila
sér á jákvæðan hátt út í samfélagið.“
keg
Eru fleiri kennarar í fjölskyldunni
þinni, Guðrún?
„Ekki margir en móðurbróðir minn,
Eiríkur Marteinn Karlsson, var framhalds-
skólakennari í Verkmenntaskóla Austurlands
og starfar nú sem grunnskólakennari í
Kópavogi, ég hef alltaf litið mikið upp
til hans. Einnig hafði frænka mín, Lísbet
Grímsdóttir lífeindafræðingur, mikil áhrif
á mig. Bæði Eríkur og Lísbet kenndu mér
í Verkmenntaskóla Austurlands og Lísbet
kenndi mér einnig í B.Sc. námi mínu.
Elísabet langamma mín og Soffía amma
Lísbetar voru systur. Mamma ætlaði sér
alltaf að læra að vera fóstra, eins og það
hét þá, en það varð ekki úr því. Á þeim tíma
tíðkaðist ekki að báðir aðilar væru í námi
og hún ákvað vinna fyrir heimilinu á meðan
pabbi kláraði Stýrimannaskólann.“
Verknámskennara vantar
frekar kennslutækin sem
þeir þurfa og verða frekar
fyrir óþægindum af völdum
hávaða og óhreininda.