Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 18
18
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
FUNdARöÐ Kí
Kennarasambandið stóð fyrir fundaröð
í janúar og febrúar undir yfirskriftinni
Kennarinn og kreppan – hlutverk stéttar-
félaga á niðurskurðartímum. Fundað var
víða um land og mæting var á flestum
stöðum góð. Á fundunum héldu erindi þau
Eiríkur Jónsson formaður KÍ, Elna Katrín
Jónsdóttir varaformaður KÍ og oddur S.
Jakobsson starfsmaður KÍ.
Tekin voru til umfjöllunar þrjú meginvið-
fangsefni: Aðkoma Kennarasambandsins að
umræðu og ákvarðanatöku um samfélags-
mál á niðurskurðartímum, áhrif kreppunnar
á kjaramál og hagnýtar upplýsingar fyrir
félagsmenn um réttindi þeirra, hugsan-
legum niðurskurði og öðrum fylgifiskum
kreppu, svo sem andlegum þrengingum. Í
lok hvers fundar var boðið upp á umræður
og almennar fyrirspurnir.
„Launataxtar kennara og skólastjórnenda
eru mikilvæg réttindi eins og kemur ber-
lega í ljós í núverandi ástandi. Félagsmenn
í stéttarfélögum þar sem taxtar voru
mjög lágir og áhersla lögð á einstaklings-
samninga líða fyrir það í kreppunni. Auðvelt
er að lækka laun hjá einstaklingi sem er til
dæmis með taxtalaun upp á 200 þúsund
en hefur samið sérstaklega um 400 þúsund
krónur. Það er ekki hægt hjá félagsmönnum
Kennarasambandsins.“ Þetta kom meðal
annars fram í máli Eiríks Jónssonar for-
manns KÍ á fyrsta fundinum sem haldinn
var í Skriðu v/Stakkahlíð í Reykjavík. Elna
Katrín lagði í sínu erindi áherslu á sérstöðu
þeirra sem starfa í skólum og sagði frá
þeirri ákvörðun Kennarasambandsins að
beina kröftum sínum fyrst og fremst að fél-
agsmönnum og hag þeirra, sem og skóla-
málum. „Við erum minnug þess að allra
mest mæðir á fólkinu okkar, hvern dag, úti í
skólunum,“ sagði Elna meðal annars. Oddur
útskýrði tilurð og ferli kreppunnar og benti
á að fólk þyrfti að vera viððbúið auknum
niðurskurði en lagði jafnframt áherslu á að
bestu varnir okkar fælust í samblandi af
bjartsýni og raunsæi.
keg
Kennarinn og kreppan
Nokkrar glærur frá
Eiríki og Elnu Katrínu
Nokkrar glærur
frá oddi
P
L
Á
N
E
T
A
N
2
0
0
7
– hlutverk stéttarfélaga á niðurskurðartímum