Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 8
8
vINNUUMHvERFI, KjARAMÁL
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
Vinnuumhverfisnefnd KÍ leggur sérstaka áherslu á sálfélagslegt
vinnuumhverfi, s.s. samskipti á vinnustað, meðferð starfsmannamála
ásamt því sem hefur áhrif á starfsánægju og líðan í starfi. Að auki
leggur hún áherslu á aðbúnað á vinnustöðum. Á www.ki.is er að finna
stefnu nefndarinnar og fleiri upplýsingar. Félagsmenn eru hvattir til
að kynna sér þetta efni.
Í Vinnumhverfisnefnd KÍ sitja Sesselja G. Sigurðardóttir FG, en hún er
formaður nefndarinnar, Anna Guðmundsdóttir SÍ, Ásdís Ingólfsdóttir
FF, Kristrún Hafliðadóttir FL, Petrea Óskarsdóttir FT, og starfsmaður
nefndarinnar, Hafdís Dögg Guðmundsdóttir. Sesselja og Hafdís vinna
í Kennarahúsinu og eru með netföngin sesselja@ki.is og hafdis@ki.is
Auk þess er hægt að senda tölvupóst til Vinnuumhverfisnefndar beint
af heimasíðunni.
Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um umhverfi vinnustaða
og áhrif þess á sálfélagslegt og líkamlegt heilbrigði starfsfólks.
Rannsóknir sýna aukið áreiti og áreynslu á fólk á vinnumarkaði og
eru kennarar, náms- og starfsráðgjafar og skólastjórnendur þar
ekki undanskildir. Nefndin tók til starfa fyrir tæpum fimm árum
og hefur meðal annars staðið fyrir námskeiði fyrir trúnaðarmenn
um vinnuumhverfismál, þemaviku um vinnuumhverfismál og
viðhorfskönnun meðal trúnaðarmanna og skólastjórnenda. Haustið
2007 réð stjórn Kennarasambandsins Hafdísi Dögg í 30% starf
fyrir Vinnuumhverfisnefnd en verkefni hennar eru meðal annars
að móta verklagsreglur fyrir trúnaðarmenn í málum er tengjast
vinnuumhverfinu. Verklok þessa verkþáttar eru áætluð í vor og verður
efnið að vonum kynnt á haustfundum.
Vinnuumhverfisnefnd hefur ákveðið að tileinka hverri önn skólaársins
tiltekið vinnuumhverfisþema, sem hér segir:
Vorönn 2009 – Líðan og samskipti á vinnustað
Haustönn 2009 – Heilsuefling
Vorönn 2010 – Vinnuumhverfið – hljóð, rödd, loft og lýsing
Haustönn 2010 – Varnir og viðbrögð gegn einelti og áreitni
Vorönn 2011 – Líkamsbeiting og aðbúnaður á vinnustað
Að mati Kennarasambandsins eru forsendur samstöðu um kjaramál
brostnar vegna þess að ríkið hefur ekki komið að samráði samtaka
launamanna og vinnuveitenda. Hins vegar leggur KÍ áherslu á að
samstaða launamanna haldi áfram – sjá nánar í ályktun hér að neðan
sem samþykkt var af stjórn KÍ og kjararáði sambandsins 22. janúar.
„Kennarasamband Íslands hefur undanfarna mánuði tekið þátt í
víðtæku samráði samtaka launamanna og vinnuveitenda á almennum
og opinberum vinnumarkaði. Í þessari vinnu var markmiðið að leita
færra leiða í kjaramálum, atvinnumálum og velferðarmálum vegna
kjarasamninga á næstu mánuðum. Þetta starf hefur farið fram við
erfið skilyrði vegna slæms atvinnuástands, efnahagslegra áfalla og
þrenginga í ríkisfjármálum. Í starfinu var frá upphafi gengið út frá
því að ríkisstjórn landsins ætti hlut að máli í því samkomulagi sem
næðist. Bæði samtök launamanna og vinnuveitenda hafa reynt að
fá skýra mynd af aðkomu ríkisstjórnarinnar að málinu en ekki haft
erindi sem erfiði. Kennarasambandið er ósátt við að ríkisstjórnin
hafi ekki komið að þessu samráði. Nú bætist við óljós staða um
stjórn landsins. KÍ telur að þær forsendur sem lagt var upp með séu
brostnar og skoða þurfi málin upp á nýtt.
KÍ telur hins vegar mjög mikilvægt að samráð og samstaða
launamanna og samtaka þeirra haldi áfram á þessum erfiðu tímum.
KÍ leggur í samræmi við hlutverk sitt sem kennarasamtök
höfuðáherslu á að verja skólastarf og menntun í landinu og mun
beita sér gegn öllum aðgerðum sem vega að námi og skólagöngu
barna og ungmenna. KÍ telur starf með börnum og ungmennum í
skólum landsins jafnt í kennslu sem og öðru starfi vera mikilvægan
lið í því að skapa nemendum skjól og öruggan samastað á þeim
erfiðu tímum sem Íslendingar ganga nú í gegnum.“
Vinnuumhverfisnefnd Kennarasambandsins
NoKKuR AF MARKMIÐuM VINNu-
uMHVERFISNEFNDAR KÍ:
• Að stuðla að bættu vinnuumhverfi
félagsmanna.
• Að vinnuumhverfi félagsmanna verði
hluti af viðfangsefnum og stefnumótun
skóla.
• Að efla starfsöryggi og vinna gegn
kulnun í starfi, veikindum og ótímabæru
brotthvarfi úr starfi.
Sesselja G. Sigurðardóttir og Hafdís D. Guðmundsdóttir.
keg
Lj
ós
m
yn
d
:
ke
g
Ríkisstjórnin hefur aldrei komið að
borðinu og forsendur eru brostnar