Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 28
28 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009 Ársfundur Kennarasambands Íslands er haldinn þau ár sem ekki er þing. Að þessu sinni verður ársfundurinn haldinn föstudaginn 13. mars fyrir hádegi, á Grand hóteli í Reykjavík. Eftir hádegi verður ársfundur Skólamálaráðs KÍ haldinn á sama stað. Félög leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskóla- kennara (FL; FG; FF) halda ársfundi sína þann 12. mars á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Skólastjórafélag íslands (SÍ) heldur sinn ársfund ávallt að hausti í tengslum við námstefnu félagsins. Nánari upplýsingar verða birtar á www.ki.is Ársfundur Félags tónlistarskólakennara er hins vegar haldinn í febrúar. Að þessu sinni er hann haldinn laugardaginn 14. febrúar kl. 13-15 á Grand hóteli í Reykjavík. Á ársfundinum verður stuttlega farið yfir starfssemi og starfsáætlun félagsins og reikningar þess kynntir. Uppistaða fundarins verður að þessu sinni málstofa um lögverndun á starfsheiti tónlistarskólakennara. Flest aðildarfélög ER NETFANGIÐ ÞITT RéTT SKRÁÐ? Er netfangið þitt rétt í skrám Kennara- sambandsins? Hafa samkennarar þínir fengið fjölda- póst frá KÍ sem þér hefur ekki borist? Hafðu þá samband við umsjónarmann félagaskrár, Sigríði Sveinsdóttur, sigridur@ki.is og láttu kennitöluna þína fylgja með í bréfinu. Sálfræðiráðgjöf í síma Kennarasamband Íslands hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum sínum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum upp á síma- ráðgjöf sálfræðinga vegna faglegs eða persónulegs álags. Þetta er gert vegna óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu sem sambandið telur að mæði verulega á starfs- fólki skóla í landinu. Sálfræðingarnir sem um ræðir eru Hugo Þórisson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir. Ef eftirspurn eftir þessari þjónustu verður sú sem ætlað er verður ráðgjöfin í boði fram að páskum en málið þá endurskoðað. Hugo Þórisson, þriðjudagar kl. 16-18, sími 5951160 Þórkatla Aðalsteinsdóttir, fimmtudagar kl. 15-17, sími 5951165 Kennarasambands Íslands hafa lögverndað starfsheiti. Í júlí síðastliðnum gekk í gegn lögverndun á starfsheiti leikskólakennara og því stendur starfsheiti tónlistarkennara eitt eftir án lögverndunar innan KÍ. Á málstofunni verður lagalegt umhverfi lögverndunar skoðað sem og reynsla annarra kennara þar að lútandi ásamt sérstöðu starfstéttar tónlistarskólakennara og fjallað um hugsanlega kosti og galla þess að lögvernda starfsheiti tónlistarkennara. Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ mun halda framsögu á málstofunni. Þá munu Kristín Valsdóttir, ráðin deildarforseti listkennsludeildar LHÍ frá næsta hausti, og Ingibjörg Kristleifsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara taka þátt í almennum umræðum á fundinum. Fyrr sama dag, þ.e. 14. febrúar kl. 10-12, verður trúnaðar- mannafundur FT haldinn á Grand Hótel Reykjavík. í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu og þess umfjöllunarefnis sem verður á dagskrá trúnaðarmannafundarins hefur stjórn félagsins ákveðið að hafa fundinn opinn öllum félagsmönnum. Gestir fundarins verða Eiríkur Jónsson formaður KÍ og Oddur S. Jakobsson starfsmaður KÍ. Ársfundir Kennarasambands Íslands, Skólamálaráðs KÍ og aðildarfélaga KÍ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.