Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 30
30
SMIÐSHöGGIÐ
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
best á þessum vinnustað. Því eltumst við
ekki við nýjungar nema að vel athuguðu
máli. Þó svo að vissulega sé nauðsynlegt og
hollt að fá nýjar hugmyndir þá metum við
þær áður en hlaupið er til og hvort þær henti
yfirleitt okkar leikskóla. Við leggjum mikið
upp úr frjálsum leik og gefum honum góðan
tíma en sinnum jafnframt hinum námssvið-
unum. Við erum Grænfánaleikskóli og náum
vonandi að flagga fánanum í þriðja sinn á
komandi vori.
Hér ríkir líka ákveðinn sveitaandi því
við erum í mikilli nálægð við náttúruna og
dýrin. Við förum reglulega í fjós og svo finnst
okkur frábært að finna lyktina sem umlykur
staðinn þegar verið er að tæma fjóshauginn,
sem er tvisvar á ári! Í gönguferðum geta
börnin ýmist sullað í pollum eða velt sér í
heyi þegar opin græn svæði á staðnum eru
slegin - og af þeim höfum við nóg!
Staðurinn einkennist af fjölbreyttum
anda þar sem blandast saman háskóla-
samfélag, sveitasamfélag og „staðarsam-
félag“ Hér er gott að búa og margir nem-
endur háskólans ílengjast hjá okkur hér
á Hvanneyri. Við flytjum í nýjan leikskóla í
næsta mánuði, sá er miklu stærri en þessi
sem við erum nú í og við vonum að góði
Andabæjarandinn fylgi okkur í nýtt hús, þó
svo að rýmra verði um okkur
Ekki má svo gleyma félagsandanum
en hann er mjög sterkur hjá okkur. Okkur
finnst gaman og nauðsynlegt að hittast með
reglulegu millibili yfir árið, utan vinnutíma,
og skemmta okkur saman – þá förum við
auðvitað í andaglas við mikla kátínu!
Að lokum;
Höldum áfram að draga andann og vera
glöð, það er svo miklu þægilegra líf. Einnig
að vera á vinnustað þar sem okkur líður vel.
En höfum líka í huga að það veltur á okkur
sjálfum að hafa gaman!
Með ljúfum kveðjum frá Andabæ,
Kata kennari.
Kennarar og deildarstjóri
við Naustaskóla
Naustaskóli á Akureyri óskar eftir að
ráða kennara og deildarstjóra til starfa
frá 1. ágúst 2009.
Deildarstjóri verður staðgengill skólastjóra og starfar með
honum við stjórnun skólans.
Æskilegt er að deildarstjóri hafi menntun eða reynslu á
sviði stjórnunar.
Kennarar við skólann verða um 10 talsins. Gerðar eru
kröfur um framúrskarandi samskiptahæfni umsækjenda.
Kennsluréttindi á grunnskólastigi eru nauðsynleg og
brennandi áhugi á skólastarfi og skólaþróun er algjört
skilyrði.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans,
www.naustaskoli.is og á heimasíðu Akureyrarbæjar
www.akureyri.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á
heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is
Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna
stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri
Ráðhússins.
Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2009