Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 7
7
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
KjARAMÁL, SKóLAdAGAR
Að þessu sinni ætla ég að fjalla um
helstu atriði er varða matar- og kaffitíma
leikskólakennara. Þess ber að geta að hjá
einstaka launagreiðanda hefur um nokkurt
skeið verið greitt sérstaklega fyrir það að
matast með börnum. Þetta á sér ekki stoð í
kjarasamningi og því er um viðbótarkjör hjá
viðkomandi vinnuveitanda að ræða.
Matar- og kaffitímar
Samkvæmt vinnutímaákvæðum kjarasamn-
ingsins á leikskólakennari rétt á a.m.k. 15
mínútna hléi ef daglegur vinnutími hans er
lengri en sex klst. Matar- og kaffihlé teljast
með í þessu sambandi. Samkvæmt gr. 3.1.1.
skal matartími vera á tímabilinu kl. 11.30 til
13.30 og telst ekki til vinnutíma, heimilt er
að lengja, stytta eða fella hann niður með
samkomulagi leikskólastjóra og meirihluta
þeirra leikskólakennara er málið varðar. Ef
meirihluti ákveður að fella matartímann
niður gildir sú ákvörðun fyrir alla sem í hluta
eiga þannig að ef matartímafyrirkomulagi
er breytt styttist eða lengist vinnutíminn
sem því nemur. Ef matartíminn er lengdur
telst lengingin ekki til vinnutímans. Fullur
vinnudagur ásamt fullu matarhléi telst
átta klst. viðvera + hálfrar klst. matartími
eða samtals átta og hálfur tími. Í þeim
leikskólum þar sem ákveðið hefur verið að
taka matartíma yfirhöfuð þá skal greiða
að sama hluta yfirvinnukaup ef unnið er í
matartímanum og matarhlé nær ekki fullum
umsömdum tíma.
Kaffitímar leikskólakennara í fullu starfi á
venjulegum vinnudegi skulu vera tveir, 15
mínútur fyrir hádegi og 20 mínútur eftir
hádegi fyrir þá leikskólakennara sem eru í
fullu starfi og teljast báðir kaffitímarnir til
vinnutíma. Kaffitíma er heimilt að lengja,
stytta eða fella niður með sama hætti og
matartíma. Leikskólakennarar í hlutastarfi fá
hlutfall af þessum 35 mínútum (15 mínútur
+ 20 mínútur) miðað við starfshlutfall.
Í sumum tilfellum er seinni kaffitími leik-
skólakennara í hlutastarfi tekinn með þeim
fyrri í einu lagi eða þá felldur niður, en þá
styttist vinnudagurinn sem því nemur. Kaffi-
tímar geta lent innan undirbúningstíma og
teljast þá einnig til vinnutíma.
Matar- og kaffitímar í yfirvinnu
Ef unnin er yfirvinna á tímabilinu kl. 19.00
til 20.00, (kl. 03.00 til 04.00) eða kl. 11.30-
13.30 á frídögum skal matartími vera ein
klst. og teljast slíkir matartímar á yfirvinnu-
tímabili til vinnutímans. Matar- og kaffitímar
á yfirvinnutímabili sem unnir eru greiðast
sem viðbót við yfirvinnutíma. Sem dæmi má
nefna að ef unnið er frá kl. 18.00 - 20.00
greiðist matartíminn einnig, þ.e.a.s. samtals
þrjár klst. greiddar í yfirvinnu. Einnig skal
greiða kaffitíma í yfirvinnu sé unnið að
fremri mörkum þeirra.
Matast með börnum
Þeir leikskólakennarar, sem gert er skylt
að matast inni á deildum og aðstoða börn
við borðhaldið, skulu undanþegnir því að
greiða fyrir þær máltíðir enda sé þeim ekki
umbunað á annan hátt, t.d. með greiðslu
eða styttri vinnutíma. Þeir leikskólakennarar
sem hins vegar matast á matstofu greiða
efnisverð matarins.
Mötuneyti og fæðispeningar
Leikskólakennarar eiga að hafa aðgang að
matstofu eftir því sem við verður komið, þ.e.
matist þeir ekki með börnum. Matstofa telst
staður þar sem hægt er að bera fram mat
og í þeim tilfellum sem það er ekki mögulegt
skal reynt að tryggja það með öðrum hætti.
Þeir sem ekki njóta mataraðstöðu en
matast í leikskólanum eiga rétt á fæðis-
peningum sbr. gr. 3.4.4. og breytist upphæð
fæðispeninga á þriggja mánaða fresti í
samræmi við breytingu matvöruliðar í vísi-
tölu neysluverðs.
Ef þið hafið spurningar um þetta eða
annað hvet ég ykkur til að senda mér fyrir-
spurnir. Bæði er hægt að senda mér tölvu-
póst á netfangið ingibjorg@ki.is eða hringja
til mín í síma 595 1111.
Ingibjörg Úlfarsdóttir
launafulltrúi KÍ
Matartímar í leikskóla
Ingibjörg Úlfarsdóttir
launafulltrúi KÍ
Lj
ós
m
yn
d
:
S
te
in
un
n
Jó
na
sd
ót
ti
r
�������������������������������������������������������������� ����������
���������� �����������
���������������
����������
��������������