Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 5
5 GESTASKRIF: þORvALdUR þORSTEINSSON SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009 Vorið 2008 skrifaði ég fjórar greinar um skólamál í Lesbók Morgunblaðsins. Þær voru að nokkru byggðar á þeim ríflega hundrað fyrirlestrum sem ég hef flutt á undanförnum misserum um hlut sköpunar í skólakerfinu frá sjónarhorni listamanns, listkennara og foreldris. Þó svo að efnið sé einhverjum lesendum kunnugt þar sem margir fyrirlestranna voru fluttir að frumkvæði skólayfirvalda auk þess sem einhverjir hlutaðeigenda hafa etv. hnotið um nefndar greinar í kjölfarið, þá segir mér hugur að það sé skaðlaust að rifja upp sumt af því sem þar bar á góma. Þó ekki sé nema vegna þeirrar nýju trúar sem þjóðin hefur öðlast á endurnýjun og uppstokkun á flestum sviðum. 1 Það þarf varla að koma á óvart hvað virðing fyrir skynjun og sköpunareðli nemenda og kennara á erfitt uppdráttar í skólakerfi Vesturlanda. Stærsti hluti grunn- og framhaldsskóla- áranna gengur nefnilega út á þjálfun í undirbúningi: Að æfa sig í að búa sig undir það sem ekki er hér; næsta áfanga, næsta próf, næsta bekk, næsta skóla og yfirleitt allt þetta sem koma skal og kallað er líf. Við erum í fimmta bekk fyrst og fremst til að komast í sjötta bekk. Í þessum skóla til að komast í hinn. Hér til þess að verða þar. Og það helst í tæka tíð. Nær hvert sem litið er innan hefðbund- inna námsgreina virðist þess vandlega gætt að eitt leiði af öðru á meðan aðrir sjá til. Þar birtist námsskrá og kennluefni iðulega í svo einkennilega rökréttri orsakakeðju að lítið virðist fyrir okkur að gera annað en hvessa augun fram á veginn, mest af gömlum vana, og jafna bilin. Manneskja sem lærir að einblína í sífellu fram á veginn í leit að því sem vantar upp á til að hún verði „eitthvað” og fær ekki að kynnast sjálfri sér sem mesta ævintýrinu, hún verður aldrei nógu góð. Hún verður einfaldlega aldrei nóg – og þess vegna á hún heldur aldrei eftir að fá nóg. Þess vegna eins gott að halda áfram leitinni í þeirri trú að framundan sé það sem geri gæfumuninn. Sem er nokkuð snjöll uppskrift að verslandi vinnuafli; auðsveipu fólki sem gerir ekki kröfu um að njóta þess sem það er að gera. Hefur verið vanið af að veita eigin sköpunareðli athygli. Telur sig ekki sjálft til tekna. Afskrifar það sem ekki tilheyrir námsefninu eða verklýsingunni, - þar með talið eigin sýn, eigin skynjun, eigin tjáningu, eigin uppgötvanir, eigin hugmyndir, eigin skapandi tilveru. Hvorki meira né minna. 2 Við megum aldrei sætta okkur við skóla sem kennir barninu okkar að það sé ekki nóg. Barni á ekki að finnast það þurfa að flýta sér að verða fullorðið. Hvert barn á rétt á virðingu fyrir það sem það er áður en við förum að spyrja hvað það ætlar að verða. Hvert barn á skilyrðislausan rétt á að upplifa sig sem allt sem þarf, hér og nú. Þannig lærir það að líta á sjálft sig og aðra sem ófyrirsjáanlegt ævintýri, hlaðið góðum gjöfum. Barn sem fær að vera barn lærir af AÐ SJÁ DÖGG Á VATNI… Við erum í fimmta bekk fyrst og fremst til að komast í sjötta bekk. Í þessum skóla til að komast í hinn. Hér til þess að verða þar. Og það helst í tæka tíð. Barn sem fær að vera barn er uppteknara af því hvað það er heldur en hvað það ætlar að verða.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.