Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 12
12
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
og við heyrum þau taka upp orð og hugtök
sem við setjum á athafnir þeirra. Börnin
flakka gjarnan á milli svæða og efniviðar og
leikurinn á hverjum stað ræðst af úthaldi
þeirra. Til þess að vinna að markmiðum
yngstu barnanna hafa foreldrar þeirra komið
með fjölskyldumyndir að heiman sem hanga
uppi á vegg í augnhæð barnanna. Þau skoða
þær gjarnan og tala um þær sín á milli og
við kennarana og tengja síðan inn í leik sinn
með kubbana, til dæmis með því að búa til
hús sem mamma og pabbi eru inni í.
3-4 ára börnin: Þau eru upptekin við að
gera tilraunir með formin og byggingalist
(arkitektúr), þau skapa byggingar sem
eru ekki endilega táknrænar fyrir eitthvað
ákveðið. Ef þau ætla að tákna eitthvað
ákveðið þá er það eitthvað sem grípur þau
á sama augnabliki og þau byrja að byggja.
Börnin þurfa tíma og reynslu til þess að
öðlast áhuga á einhverju öðru en því sem
þeim dettur sjálfum í hug (hugmyndum
annarra). Börnin hafa tekið myndir af
húsunum sínum en ekki enn tengt byggingar
sínar við þær myndir þótt umræður hafi
verið um þau í byrjun kubbaleiks. Byggingar
þeirra eru undir áhrifum frá ævintýrum,
sögum, leikritum og bíómyndum auk þess
sem þau nota sína eigin reynslu í leikinn.
5-6 ára börnin: Með elstu börnunum
höfum við verið að byggja upp grunn fyrir
markvissa tengingu við samfélagið sem við
erum að byrja að innleiða. Við höfum verið
að leggja áherslu á aukið úthald hjá þeim
í leiknum. Síðustu vikur hafa börnin verið
tilbúin til að láta byggingar sínar standa
á milli leiktíma sem þýðir að það er að
skapast samfella eða framhald í leik þeirra.
Í nokkrum tilfellum hafa börnin tekið upp
þráðinn í sama leik og frá var horfið áður.
Það að þau geti haldið áfram leik sínum
frá einum leiktíma til annars er mikilvægur
grunnur fyrir væntanlega markvissa þekk-
ingarleit um samfélagið sem þau búa í. Í
frágangi erum við að efla hjá börnunum
stærðfræðileg hugtök tengd tölum, lögun og
stærðum.
Skráningar og mat á verkefninu
Verkefnið verður metið með fjölbreyttum
skráningaraðferðum, svo sem ljósmyndun,
myndbandsupptökum og hljóðupptökum.
Jafnframt skrá kennarar það sem fram fer
í leiknum auk þess sem þeir eru hvattir til
að ígrunda vinnu sína og skrá niðurstöður
hennar í dagbækur.
Námsferð til New York
Eftir að hugmyndin um þróunarverkefnið
kom upp lá beinast við taka stefnuna á
New York og heimsækja þá skóla sem við
höfðum kynnt okkur og starfa samkvæmt
framfarastefnunni. Starfsfólk Brákarborgar
lagði mikið á sig til að komast í þessa ferð
sem svo sannarlega stóðst væntingar okkar
á allan hátt. Skólarnir sem heimsóttir voru
áttu það sameiginlegt að hafa einingakubba
sem námsefni fyrir börnin. Það sem
heillaði okkur kennara helst var áberandi
Haldnir eru umræðufundir með börnunum þar sem þau
tjá sig um stöðuna í kubbaleik sínum, hvað þau ætla að
gera næst og hvort þau eru í vandræðum eða þurfi á
hjálp að halda.
þRóUNARSTARF í LEIKSKóLUM