Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 14
14
vINNUUMHvERFI KENNARA
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009
Guðrún Ragnarsdóttir kennslustjóri í
Borgarholtsskóla fæddist í Neskaupstað
og öðlaðist sína fyrstu kennslureynslu á
Reyðarfirði. „Því hefði ég nú aldrei trúað
fyrirfram,“ segir hún og hlær, „enda alin
upp við ríg milli bæjanna. Haft var á orði að
það væri hægt að liggja óáreittur á götunni á
Reyðarfirði, bærinn væri svo dauður. En það
er öðru nær, það var frábært að búa þar.“
Guðrún vill helst alltaf vera með fleiri en eitt
járn í eldinum og hún lauk nýverið meistara-
verkefni um líðan og starfsumhverfi fram-
haldsskólakennara. Niðurstöðurnar eru væg-
ast sagt áhugaverðar.
Félag framhaldsskólakennara aðstoðaði
Guðrúnu við kynningu og framlögn spurn-
ingalista sem liggja verkefninu til grundvallar
og þátttaka fór fram úr björtustu vonum.
Spurningar voru 144 talsins, af þrjátíu fram-
haldsskólum tóku tuttugu og átta þátt,
svarhlutfall í þátttökuskólum var 87% og
fjöldi svarenda var 901.
Hvað varstu að læra Guðrún?
„Ég var í MPH námi í lýðheilsufræðum við
Háskólann í Reykjavík og lauk því í ágúst í
fyrra. Fyrst ætlaði ég að vera í 75% vinnu
með náminu en endaði í 25% starfshlutfalli
og tók námslán á móti. Viðfangsefnið er líðan
framhaldsskólakennara og starfsumhverfi
þeirra og ég valdi að gera alfarið megindlega
rannsókn. Það varð hins vegar til mjög mikið
gagnasafn og ég er ekki búin að vinna úr
gögnunum nema að litlu leyti enda þurfti ég
að afmarka efnið, þetta er ekki það stór hluti
rannsóknarinnar. Ég ákvað að beina sjónum
að muninum á líðan og starfsumhverfi bók-
námskennara annars vegar og hins vegar
verknámskennara en það væri hægt að
skoða margt fleira.“
Eins og hvað?
„Til dæmis muninn á þeim framhalds-
skólakennurum sem eru í aukavinnu sam-
hliða kennslunni og þeim sem ekki eru í
aukavinnu, hvort það hafi áhrif á líðan að
vera í stjórnun samhliða kennslu eða jafnvel
einvörðungu, það má reikna fylgni á milli
breyta, aðhvarfsgreina þessi gögn til að
reyna að skýra tengsl, setja kynjapælinguna
í forgrunn og fleira.“
Hvað var svo merkilegast sem fram kom að
þínu mati?
„Í heildina fannst mér rannsóknin stað-
festa margt sem hafði verið í umræðunni
og maður áleit að væri á þann veg. En
svo kom líka annað á óvart. Það er til að
mynda marktækur munur á starfsumhverfi
bóknáms- og verknámskennara en ekki á
lífsháttum þeirra og lítill á líðan. Svo komu
fram upplýsingar sem eru ágætt innlegg í
umræðuna um nýju framhaldsskólalögin
og hvernig þau koma til framkvæmda. Til
dæmis vinna bóknámskennarar marktækt
lengri vinnudag en verknámskennarar en fá
samt sem áður greidda færri yfirvinnutíma.
Þeir eru líka óánægðari með launin sín.
Verknámskennarar vinna fleiri vinnustundir
á viku í launuðu aukastarfi, þeir eru ekki
jafn hlynntir stofnanasamningum og finnst
þeir frekar hafa leitt til togstreitu innan
skólanna.“
Hvað með álagsþætti?
„Já – það kom fram marktækur munur á
álagi. Bóknámskennarar finna fyrir meira
álagi í starfi, þeim finnst verkefnin frekar
hlaðast upp og þeir vinna frekar heima. Mikill
munur reyndist vera á því hversu andlega létt
eða erfitt hóparnir upplifðu framhaldsskóla-
kennarastarfið. Bóknámskennurum fannst
kennarastarfið mun erfiðara andlega en
verknámskennurum. Í breskri rannsókn á
kennurum kemur fram há fylgni á milli starfs-
tengdrar streitu og andlegrar líðanar. Þeir
Bóknámskennarar finna frekar fyrir álagi í
kennslustundum, vegna yfirferðar verkefna,
undirbúnings kennslu og úrvinnslu námsmats.
Þá kvarta þeir frekar undan auknu álagi í
samstarfi við foreldra og nemendur. Þeir geta
síður, að sögn, sinnt einstaklingsbundinni
kennslu og stuðningi við nemendur með
sérþarfir.“
Hvernig heldurðu að standi á þessu?
„Þetta eru náttúrulega bara getgátur en
mér finnst ekki ólíklegt að stærð nemenda-
hópa spili inn í. Verknámskennarar eru með
í kringum fimmtán nemendur hverju sinni en
bóknámskennarar um og yfir þrjátíu þegar
mest er. En þessar vísbendingar kalla auð-
vitað á rannsóknir á því sem á sér stað inni
í kennslustund. Skoða þarf aldurs-dreifingu
nemenda, viðfangsefnin sem lögð eru fyrir,
námsmatið, kennsluhætti og fleiri þætti.“
Þetta hljóta nú að vera nokkuð ábyggileg
gögn og gott að vinna úr þeim þar sem
Líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara
Bóknámskennarar óánægðari í starfi en verknámskennarar
Guðrún hefur kennt hér:
Grunnskóli Reyðarfjarðar
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Borgarholtsskóli
...og skrifað þessar námsbækur:
Eðli vísinda (2005)
Leikur að lifa (2006)
... og vill koma á framfæri þökkum
til kennaranna sem tóku þátt,
trúnaðarmanna, skólameistara og
Félags framhaldsskólakennara.
Bóknámskennarar vinna
marktækt lengri vinnudag
en verknámskennarar en
fá samt sem áður greidda
færri yfirvinnutíma.
Guðrún Ragnarsdóttir