Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 25
MENNTUN bLINdRA SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009 25 tíma, til dæmis var fundað með Þorgerði Katrínu og foreldrar mættu til þess fundar. Það var hálfgerð sjokk meðferð fyrir þáverandi menntamálaráðherra að átta sig á því hversu langur vegur væri frá að blind börn gætu sótt skóla á jafnræðisgrundvelli. Skipaður var aðgerðahópur og þá fór boltinn að rúlla. Hópurinn lagði annars vegar til bráðaaðgerðir sem fólust í að ráða umsvifalaust tvo kennsluráðgjafa og fjóra umferlis- og ADL kennara en ADL stendur fyrir athafnir daglegs lífs, og hins vegar voru svo aðgerðir til lengri tíma, að setja á fót miðlæga þekkingar- og þjónustustofnun sem skyldi sinna þessum hópi í 360 gráður, frá vöggu til grafar. Einnig stofnuðu Blindrafélagið og Blindravinafélag Íslands Menntunarsjóð til blindrakennslu og setti hvort félag tíu miljónir í sjóðinn. Tilgangur hans er að styrkja kennara til náms hér- lendis og erlendis sem tengist kennslu og þjónustu við blinda og sjónskerta. Um leið og lagasetningin var lokapunktur í vissum skilningi markaði hún auðvitað líka nýtt upphaf. Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin hóf starfsemi sína 1. janúar og er komin á fullan skrið.“ Að sögn Elvu Hermannsdóttur kennslu- ráðgjafa við þjónustu- og þekkingarmið- stöðina eru að minnsta kosti 150 sjónskert börn á grunnskólaaldri. „Þessi hópur hefur að minnsta kosti undanfarin ár fundið mest fyrir skorti á þjónustu, auk þeirra má nefna bæði börn og fullorðna víða úti á landi. Leikskólar hafa sinnt börnum til sex ára aldurs vel og aðgengi að þjónustu hefur verið meira á höfuðborgarsvæðinu. Hætta er á að sumir hafi ekki fengið greiningu og þótt við séum hér að tala um þörfina á fræðslu til kennara þá vantar augnlækna líka fræðslu,“ segir Elva. „Við erum að móta starfið í nýju miðstöðinni um þessar mundir og kennarar og skólastjórnendur á öllum skólastigum munu heyra meira frá okkur. Það er mikil þörf á þessari umræðu að mati blindra og sjónskertra. Bæði um hagnýt atriði eins og hönnun umhverfis, stuðningstæki og fleira og líka um sjónskerðingu og blindu sem slíka, ýmislegt í samskiptum og fleira í þessum dúr. Hugtakið „blindur“ er mjög gildishlaðið, þrungið neikvæðri merkingu,“ segir Elva og Kristinn bætir við að þegar fólk sé spurt hvort það myndi frekar vilja missa sjón eða heyrn nefni það oftar heyrnina. „Það sem sjónskertir sjálfir eru hræddastir við er að verða blindir,“ segir Kristinn, sem þekkir þetta af eigin raun. Hann greindist með RP, eða Retinitis Pigmentosa, þegar hann var rúmlega tvítugur. RP er hópur sjúkdóma sem ráðast á sjónhimnu augans og með stigvaxandi sjónskerðingu fá margir, til að mynda Kristinn, sk. tunnel vision en þá er eins og horft sé í gegnum rör sem mjókkar eftir því sem fram dregur. „Það er góð regla að spyrja ekki þann blinda hvað hann geti gert. Þetta á auðvitað líka við um aðra sem búa við einhvers konar fötlun. Í staðinn er betra að spyrja: Er eitthvað sem þú getur ekki gert?“ keg Námskeið í febrúar: Dans fyrir grunnskólakennara 26. febrúar kl. 16:00-18:30 Dans fyrir leikskólakennara 19. febrúar kl. 16:00-18:30 Á báðum námskeiðunum kenna höfundar námsefnisins Dans og hreyfileikir og Danskennsla í 1.- 4. bekk, Kolfinna Sigurvinsdóttir og Hulda Sverrisdóttir. Skráning á simennt@khi.is eða í síma 525-5980 komið á námskeið til okkar til að læra nýja hluti http://srr.khi.is Kennarar Borðsiðir skipta okkur máli. Þótt auðvelt sé að nota gaffal til að þekkja sundur kjöt og kartöflur er gott ef þú segir hvaða meðlæti er og hvar það er á diskinum. Gott er að hugsa sér diskinn sem klukku. Þá segjum við t.d. að kjötið sé klukkan sex, kartöflurnar klukkan níu og grænmetið klukkan þrjú. Kristinn Halldór Einarsson Elva Hermannsdóttir, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, Bylgja Mist Gunnarsdóttir, Rannveig Traustadóttir og Guðný Einarsdóttir. Hér eru bæði Blindrafélagið og þjónustu- og þekkingarmiðstöðin til húsa: Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík. Sími: 525 0000. Netfang: blind@blind.is Vefsíða: www.blind.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.