Skólavarðan - 01.01.2002, Qupperneq 14

Skólavarðan - 01.01.2002, Qupperneq 14
grun um að börn sem alast upp við tölvu- tækni lesi sjaldan eða aldrei texta frá upp- hafi til enda nema þau séu að lesa Harry Potter eða eitthvað þvíumlíkt. Við erum að ganga í gegnum tæknibylt- ingu sem hefur mikil áhrif á lestur. Hann felst ekki lengur einvörðungu í því að nema texta af blaði. Í nánast öllu sem við gerum beitum við lestrarhæfninni. Við komumst ekkert áfram án hennar. Hins vegar hefur nýja upplýsingatæknin og notkun tölva valdið gerbreytingu á lestrar- venjum okkar.“ Íslendingar eru þátttakendur í annarri al- þjóðlegri rannsókn (SITES, Second International Technology in Education Study) þar sem lögð er áhersla á að rann- saka hvernig skólar og nemendur nota tölvur. Önnur umferð hennar hefst á þessu ári að sögn Júlíusar og er ætlunin að athuga hvernig nemendur og skólar nota tölvu- tækni og hvernig henni er beitt við nám í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig verður athugað hvaða breytingar tölvu- tæknin hefur haft á grundvallarfærni í lestri. Hluti af rannsókninni verður lestrar- próf á netinu þar sem nemendur þurfa að lesa tiltekinn texta, ná vissum upplýsingum og svara verkefnum og spurningum. Ekki verður eingöngu fylgst með því hvort svör- in eru rétt eða röng heldur einnig hvaða leið börnin fara í lestrinum. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta gengur. En hvert verður framhald PISA- rannsóknarinnar? „Þetta var aðeins fyrsta umferð. Árið 2003 verður haldið áfram, þá verða 2/3 prófsins stærðfræði og árið 2006 verða 2/3 prófsins náttúrufræði. Við höfum ákveðið að taka þátt í rannsókninni 2003 og ég býst fastlega við að við tökum líka þátt í henni 2006. Það sem er sérstætt við þessa rannsókn er að þar er lögð áhersla á að fá fram niður- stöður sem nýtast til stefnumörkunar í menntakerfinu. Þetta helgast af því að rannsóknin er gerð í umsjá OECD sem hefur ef til vill mestan áhuga á efnahagsleg- um áhrifum á menntun. Þetta tel ég afar mikilvægt, ekki aðeins fyrir fagfólk heldur ekki síður fyrir stjórnmálamenn sem taka ákvarðanir um fjárveitingar til skólamála. Niðurstöður sem nú liggja fyrir segja okkur til dæmis að Íslendingar þurfi að leggja meiri áherslu á námsefni, gera það fjölbreyttara og setja meiri peninga í það, og þeir þurfi að sinna bestu nemendunum betur en hingað til hefur verið gert,“ segir Júlíus K. Björnsson forstöðumaður Náms- matsstofnunar. Hægt er að fá frekari upplýsingar um fyrstu niðurstöður PISA 2000 hjá Náms- matsstofnun eða á heimasíðu hennar: www.namsmat.is/pisa. Jafnframt má nálg- ast upplýsingar um rannsóknina hjá OECD www.pisa.oecd.org . Helgi E. Helgason Pisa - rannsóknin 15 Júlíus um kynjamun: Ég held að það liggi að einhverju leyti í menn- ingarlegum mismuni milli þjóða og því hvernig strákar og stelp- ur eru meðhöndluð. Hugsanlega liggur mun- urinn að einhverju leyti í því hve mjög íslenskt skólakerfi er litað af kvenfólki. 90% kennara sem kenna börnum alla þeirra skólatíð eru konur.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.