Skólavarðan - 01.01.2002, Page 15
Við Adam fengum hugmyndina í árslok
1993“, segir Haukur og vísar þar til sam-
starfsmanns síns Adams Ásgeirs Óskarsson-
ar kerfisstjóra við skólann. „Okkur datt í
hug að nota tölvusamskipti í kennslu, þ.e.
að senda námsefni til nemenda. Við feng-
um leyfi hjá þáverandi skólameistara, Bern-
harð Haraldssyni, til að gera tilraun með
þetta og byrjuðum strax á vorönn 1994.
Þetta voru um 15 manns í tveimur hópum í
ensku.“
Aðalheiður upplýsir að nú séu nemendur
í fjarkennslu um sjö hundruð í um 180
áföngum með 90-100 kennara, þannig að
fjarkennslunni hefur heldur betur vaxið
fiskur um hrygg á þessum átta árum. „Áður
voru allir kennararnir í VMA,“ segir Aðal-
heiður, „en núna eru þetta einungis um
45%, hinir eru á víð og dreif um landið og
einnig erlendis. Fyrst voru byggðir upp
stúdentsprófsáfangar og nú er svo komið
að nemendur geta tekið allt nám sitt til
stúdentsprófs í fjarkennslu á stúdentsprófs-
brautum skólans, en þær eru félagsfræða-
braut, hagfræðabraut, náttúrufræðabraut
og tæknibraut. Málabrautin er nánast í
höfn og svo erum við líka að byggja upp
starfsgreinatengt nám í samstarfi við kenn-
ara í iðnskólum. Meistaraskólann erum við
með nánast allan, nema verklega hlutann.“
Ekki minni kröfur
Fjarkennsla getur verið með ýmsu sniði
og þær raddir hafa heyrst að oft sé slegið af
kröfum í námi af þessu tæi og kennarar geri
sig ánægða með skil, meira þurfi varla. Er
eitthvað til í þessu? „Nei, það eru ekki
gerðar minni kröfur hjá okkur en í hefð-
bundnum áföngum,“ segir Haukur. „Ef
eitthvað er, er farið betur yfir námsefni en í
dagskólanum. Afar nauðsynlegt er að nem-
endum sé gerð full grein fyrir námskröfum
í upphafi. Mín einlæga skoðun er sú að
kröfurnar séu sambærilegar og jafnvel
meiri. Námsefninu er skipt niður í pakka
sem allir fá senda og nemendur verða að
skila öllum verkefnum. Kennslan er tvenns
konar, annars vegar fá allir leiðbeiningu á
sama tíma og hins vegar er einstaklings-
kennsla. Verkefni eru alltaf send út á sama
vikudegi og á að skila til baka innan viku.
Kennari fer yfir, leiðréttir og gefur skýring-
ar á leiðréttingum sínum. Hann sendir síð-
an nemanda verkefnið til baka innan sólar-
F jarkennsla í VMA
16
Hugsjónamóður á borð við þann sem
finnst hjá Hauki Ágústssyni er sjald-
fundinn. Ég segi það bara hreint út:
Slíkur eiginleiki heillar mann upp úr
skónum. Haukur sjálfur er hávaxinn
maður, stingur nokkuð við, hallar
höfði aðeins niður og lítur upp undan
gleraugunum, hógvær og jafnvel
feiminn þar til hann byrjar að segja
frá starfi sínu. Ég hitti Hauk og sam-
kennara hans í Verkmenntaskóla Ak-
ureyrar, Aðalheiði Steingrímsdóttur,
sem meðal annars kennir í
fjarkennsludeild VMA, á haustdögum
2001. Erindið var að spjalla um frum-
kvöðlastarf á tilteknu sviði - ekki bara
hérlendis heldur í miklu víðara sam-
hengi: Fjarkennsluna í VMA.
Ljósmæður námsdraumanna
Haukur Ágústsson hefur sett
gífurlega mikið og gott efni
um uppbyggingu fjarkennsl-
unnar í VMA, um hugmynda-
fræði fjarkennslu og ýmislegt
fleira á fjarkennsluhluta vef-
svæðis VMA. Þar er meðal
annars að finna þessa umfjöll-
un um kennsluumhverfi:
Sá þáttur, sem nýjastur er í fjar-
kennslu nú um stundir, er tilurð
svokallaðs „kennsluumhverfis“, en
það felur í sér samhæft tölvuum-
hverfi, sem felst fyrst og fremst í
vefsíðum, þar sem fyrir hendi eru
kennslugögn, ítarefni, hjálpartæki
fyrir nemendur, hljóðskrár, kyrr-
myndir, hreyfimyndaskrár, yfirferð-
arefni, matsleiðir, tæki til þess að
fylgjast með framgangi nemenda,
vinna úr einkunnum og öðru töl-
fræðilegum atriðum og ýmislegt
fleira. Kennarar vinna efni sitt
(námsefni, leiðbeiningar, sýnidæmi,
ítarefni, orðalista, hjálparsíður,
myndefni, hljóðefni o.s.frv.) inn í
kennsluumhverfið, þar sem það
myndar heildir innan námsefnis-
pakka og einnig innan hlutaðeig-
andi áfanga. Unnt er að tímasetja
t.d. það, hvenær námsefnispakki
verður aðgengilegur nemendum og
einnig hve lengi hann er það.
Einnig er hægt að gera ráð fyrir því,
að lykilorð þurfi til þess að komast
að kennsluefninu og nýta það.
Samskiptaformið, sem er tölvupóst-
ur, fylgir kennsluumhverfinu og er
því staðlað og samhæft innan þess.
Fleira mætti til tína.
Þegar er til orðin veruleg flóra
kennsluumhverfa, en hér á landi
hefur væntanlega verið mest fjallað
um svokallað „Learning Space“
annars vegar og svokallað
„WebCT“ hins vegar. Hið fyrra
keyrir í Lotus-umhverfi, en hið síð-
ara í Windows-umhverfi. Hið síðara
fellur betur að því, sem tíðast er fyr-
ir hendi í skólum hér á landi, þó
ekki sé nema umhverfisins vegna.
„Fjarkennslan hefur orðið lausnarorð fyrir fjölda fólks,“ segir Haukur Ágústsson.