Skólavarðan - 01.01.2002, Page 27

Skólavarðan - 01.01.2002, Page 27
Barnavinafélagið Sumargjöf rak leikskóla í Reykjavík til margra ára, það setti á stofn Fóstruskólann á sínum tíma og rak hann í mörg ár eða allt þar til ríkið tók við rekstri hans árið 1973. Stjórn Sumargjafar hefur haldið minningu um leikskólastarf í Reykjavík í heiðri og á mikið safn af göml- um ljósmyndum af leikskólabörnum í leik og starfi. Leikskólar Reykjavíkur tóku við rekstrinum af Sumargjöf árið 1978 og reka nú um 80 leikskóla í borginni, er vafalaust mikið til af gömlum munum þar á bæ. Félag leikskólakennara leitaði eftir sam- ráði og samstarfi við borgaryfirvöld varð- andi verkefnið. Vel var tekið í hugmyndina og skipuð minjanefnd leikskóla sem í eiga sæti fulltrúar frá Árbæjarsafni, Barnavina- félaginu Sumargjöf, Félagi leikskólakenn- ara og Leikskólum Reykjavíkur. Minjanefnd hefur haldið nokkra fundi og mótað tillögur að söfnun minja, skrásetn- ingu, heimildaöflun, staðsetningu og varð- veislu muna og síðast en ekki síst reynt að finna leiðir til að afla fjár til verkefnisins. Á fundi nefndarinnar þann 15. nóvember sl. tilkynnti formaður Sumargjafar, Jón Freyr Þórarinsson, að stjórn félagsins hefði ákveðið að styrkja þetta verkefni með því að greiða starfsmanni laun í allt að þrjá mán- uði. Þessi rausnarskapur stjórnar Sumar- gjafar breytti verulega framgangi verkefnis- ins. Leitað var til Margrétar Gunnarsdótt- ur, leikskólakennara og fyrrverandi kennara við Kennaraháskóla Íslands - leikskólaskor, um að taka að sér verkefnið. Hún mun kanna hvað til er af gömlum munum í leik- skólum og leita eftir vilyrði til að þeir verði varðveittir á minjasafni um leikskóla. Einnig er áhugi er fyrir því hjá nefndinni að tengja saman munnlegar upplýsingar um munina og notkun þeirra. Margrét hefur þegar hafið störf og mun hún hafa samband við leikskólana á næstu vikum. Einnig eru leikskólar beðnir um að hafa samband við Margréti, eigi þeir eitt- hvað af munum frá gamalli tíð sem vert væri að skrásetja og jafnvel varðveita í minjasafni leikskóla. Árbæjarsafn mun hafa yfirumsjón með verkefninu, halda utan um skráningu og varðveislu muna og veita faglega leiðsögn, auk þess sem aðstaða verður fyrir starfs- mann nefndarinnar í Árbæjarsafni. Með því móti verður tryggt að faglega sé að verki staðið og að minjasafn um leikskóla verði leikskólabörnum og leikskólum til fróð- leiks og ánægju og leikskólamenningu til framdráttar. Samið um min jasafn le ikskóla 28 Félag leikskólakennara varð 50 ára í febrúar árið 2000. Ýmsir viðburðir áttu sér stað í félagsstarfinu á afmæl- isárinu. Má þar nefna útgáfu á sögu félagsins og leikskólakennaratali, stefnu FL og veggspjaldi með siða- reglum félagsins. Auk þess var haldin ráðstefna, Barnið í brennidepli, í Borgarleikhúsinu. Afmælisnefnd félagsins reifaði þá hugmynd að koma á fót minjasafni leikskóla til þess að saga og þróun leikskólanna varðveittist, en liðin er ríflega hálf öld frá því að fyrstu leik- skólarnir hófu starfsemi sína. Minjasafn leikskóla Frétt Menntamálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum í Þróunarsjóð leikskóla fyrir árið 2002- 2003. Við úthlutun njóta forgangs þróunarverkefni sem lúta að umbótum í starfi með tvítyngdum börnum og notkun tölva í leikskólastarfi. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 1. mars 2002. Tilgangur Þróunarsjóðs leikskóla er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum með hliðsjón af nýrri aðalnámskrá leikskóla. Með þróunarverkefnum er átt við nýj- ungar, tilraunir og nýbreytni í leikskólastarfi. Um styrk geta sótt leikskólastjórar, leikskólakennarahópar eða einstakir leikskólakennarar. Aðrir geta sótt um styrk með samþykki leikskólastjóra og rekstraraðila. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru hafin. Við úthlutun njóta verkefni á neðangreindum sviðum forgangs að öðru jöfnu. A. Tvítyngd börn - fjölmenningarlegt starf í leikskólum Auglýst er eftir umsóknum um þróunarverkefni sem snúast um umbætur í starfi með tvítyngdum börnum í leikskóla. Átt er við þróunarverkefni sem stuðla að bættri þjónustu í leikskóla við þann stækkandi hóp barna sem ekki hafa íslensku að móð- urmáli. Einnig er sóst eftir verkefnum þar sem unnið er gegn fordómum og stuðlað að umburðarlyndi og víðsýni gagnvart ólíkri menningu. B. Tölvur í leikskólastarfi Auglýst er eftir umsóknum um þróunarverkefni sem snúast um notkun tölva í leikskólastarfi. Sóst er eftir verkefnum þar sem börn fá að kynnast tölvum og læra að nota þær á sinn hátt í leik og starfi og með öðrum börnum. Heimilt er að sækja um styrki til hvers kyns þróunarverkefna þótt ofangreind svið njóti forgangs. Nánari upplýsingar eru veittar í menntamálaráðuneytinu og umsóknir skulu ber- ast þangað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem liggja frammi í ráðuneytinu. Eyðublaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu menntamálaráðuneytis: www.men- ntamalaraduneyti.is undir liðnum almenn afgreiðsla, sjóðir og eyðublöð, Þróunar- sjóður leikskóla. Reglur um sjóðinn og ýmsar aðrar upplýsingar er einnig að finna á heimasíðunni. Styrkir úr Þróunarsjóði leikskóla auglýstir Undirritun samnings í Árbæjarsafni þann 29. nóvember sl. Á myndinni eru Guðný Gerður Gunnars- dóttir frá Árbæjarsafni, Hildur Skarphéðinsdóttir frá Leikskólum Reykjavíkur, Gerður Róbertsdóttir frá Árbæjarsafni, Hrafnhildur Sigurðardóttir frá Félagi leikskólakennara, Ingibjörg K. Jónsdóttir og Jón Freyr Þórarinsson frá Barnavinafélaginu Sumargjöf.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.