Skólavarðan - 01.05.2003, Side 3

Skólavarðan - 01.05.2003, Side 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík / Gutenberg ehf. Forsíðumyndin er tekin í málmsuðukeppni sem haldin var í VMA í apríl sl./ Jón Svavarsson. Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Veðrið Og Vodafone „Veðrið er í boði Og Vodafone“ glymur í útvarpinu. Gott að vita hvert maður á að sækja skaðabæturnar ef þetta verður rigningarsumar. Allir hlutir eru að skýrast um þessar mundir, ekki bara hver ber ábyrgð á veðrinu heldur vitum við svo gott sem fyrir víst hverjir stjórna landinu næstu fjögur ár. Framtíðin er í boði „Og D(aglegt) B(rauð)“. Allt í góðu með það. Fyrirtækið „Og Þjóðin“ getur flotið hægt eða hratt eftir atvik- um að þeim ósi sem nýir ráðamenn velja henni. Eða hvað? Hefur hún kannski eitthvað um það að segja hvert hún fer, á hún sér eitthvað fram- haldslíf umfram krossinn á golgatakjörseðlinum, getur hún haft áhrif eftir 10. maí? Last stop: Kjörklefinn. Er það svo? Nei, ekki endilega. En eins og Eiríkur Jónsson formaður KÍ benti á í ræðu sinni á Ingólfstorgi 1. maí þá hafa stjórnmálamenn löngum getað treyst því að pólitískt minni þjóðarinnar sé stutt. Sem kemur sér vel þeg- ar að því kemur að efna eða efna ekki kosn- ingaloforð. (Og meðal annarra orða, ræðan hans Eiríks var frábær og undirtektir áheyr- enda eftir því. Þið getið lesið hana á heima- síðu KÍ). Til að rifja upp sýn stjórnarflokkanna í menntamálum og hvað þeir setja á oddinn á komandi árum er rétt að grípa niður í stefnu þeirra. Í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins segir: „Sjálfstæðisflokkurinn setur mennt- un í öndvegi, enda ræður menntun þjóðar miklu um velferð og hagvöxt hvers sam- félags. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur menntakerfið tekið stór- stígum framförum og heildstæð endurskoðun farið fram á öllum skóla- stigum, frá leikskóla til háskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vill að menntakerf- ið veiti okkur áfram forskot til framtíðar, treysti mannlíf, byggð og at- vinnulíf. Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisaðstöðu á milli skóla og stuðla að frjálsu vali nemenda og forráðamanna þeirra þar sem fjármun- ir eru bundnir hverjum einstökum nemanda. Á næstu árum verður lögð sérstök áhersla á sókn á sviði verk- og starfsmenntunar og á aðgerðir til að auðvelda fólki á vinnumarkaði og þeim sem lengi hafa verið utan skóla að hefja nám að nýju.“ Í stefnuskrá Framsóknarflokksins eru talin upp þau atriði sem flokkur- inn hyggst beita sér fyrir í þessum málaflokki: • Menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og stöðu. • Öflugt símenntunarkerfi verði starfrækt í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. • Engin skólagjöld verði í grunnskólum, framhaldsskólum eða ríkisreknum háskólum. • Í samvinnu við sveitarfélögin verði komið á skólaskyldu á síðasta ári leikskólans. • Hugmyndir um samræmd próf í framhaldsskólum verði endurskoðaðar. • Endurgreiðsla lána LÍN verði lækkuð til samræmis við eldri lánaflokk. • Hluti af lánum þeirra sem ljúka fullu námi innan tilskilins tíma breytist við það í styrk líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. • Framfærslugrunnur LÍN verði endurskoðaður. • Fallið verði frá kröfum um ábyrgð þriðja aðila á láni hjá LÍN. • Fjarnám verði eflt og kostnaði við þátttöku í því mætt með fyrirgreiðslu hjá LÍN. • Menntakerfið verði endurskoðað og lögð verði aukin áhersla á verkmenntun og styttri námsleiðir til starfsréttinda. Hér er margt gott að finna og nú stendur það upp á kjósendur þessara flokka jafnt sem annarra að fylgjast með því að hlutirnir komist til fram- kvæmda. Meginviðfangsefni þessa tölublaðs Skólavörðunnar er sam- ræmd próf í framhaldsskólum og því vekur það sérstaka athygli að Framsóknarflokkurinn vill endurskoða þau próf. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hver verður menntamálaráðherra en margir telja að Framsókn muni gera sterka kröfu til þessa ráðuneytis. Ef svo fer að þeir hreppa hnossið má því búast við að samræmd próf í framhaldsskólum verði tek- in til endurskoðunar. Við bíðum og sjáum hvað setur. Einnig vekur at- hygli áhersla beggja flokkanna á verk- og starfsmenntun sem eru gleði- leg tíðindi. Við fylgjumst með hverjar efndir verða. Framsóknarflokkur- inn hefur borð fyrir báru varðandi gjaldtöku í skólum með því að tala um að ekki eigi að innheimta skólagjöld í ríkisreknum háskólum en skóla- gjöld gætu þó orðið togstreitutilefni milli flokkanna. Við fylgjumst grannt með þessu. Þótt atkvæði séu talin og niðurstöður kosninga kunnar er vinnu kjósenda ekki lokið, ekkert frekar en stjórnmálamannanna. Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Meginviðfangsefni þessa tölublaðs: SAMRÆMD STÚDENTSPRÓF 10 - 16 Fyrsta samræmda stúdentsprófið í augsýn 10 Opinn fundur um samræmd stúdentspróf 10 Samræmd próf - tilgangur þeirra 13 Getum við velt því yfir á nemendur? 15 Alþjóðlegt stúdentspróf 15 Aðrar greinar Stig af stigi 7 Kennsluefnið Stig af stigi hefur farið sigurför víða um lönd og hérlendis hafa leikskólar og grunnskólar prófað efnið með góðum árangri, meðal annars leikskólinn Iðavöllur á Akureyri. Hvernig má leysa vandann? 8 Sólveig Karlvelsdóttir alþjóðafulltrúi KHÍ segir frá rannsókn sinni á líðan og starfi kennara við erfiðan grunnskóla, en rannsóknin var jafnframt lokaverkefni Sólveigar til meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Fjölsóttur og líflegur fundur um leiklistarkennslu 18 Um hundrað manns sóttu opinn fund fræðsludeildar Þjóðleikhússins um leiklistarkennslu nýverið. Margt áhugavert kom fram um stöðu og framtíðarsýn í leik- listarkennslu í íslenskum grunn- og framhaldsskólum. Nýr kjarasamningur eftir tæpt ár 20 Agnar H. Kristinsson og Jón Pétur Zimsen gagnrýna kjarasamning grunnskólans og leggja fram áhersluatriði til umhugsunar fyrir félagsmenn. Sjálfsmat í Flensborg 22 Unnar Örn Þorsteinsson skrifar um hvernig sjálfsmatsvinna hefur þróast í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Tónver Tónlistarskóla Kópavogs 24 Tónskáldin Hilmar Þórðarson og Ríkharður H. Friðriksson veita hinu nýstárlega tölvutónlistarveri í Kópavogi forstöðu, sem ætlað er að útskrifa nýja tegund íslenskra tónlistarmanna. Fastir liðir Formannspistill 3 Finnbogi Sigurðsson skrifar. Gestaskrif 5 Guðrún Ebba Jónsdóttir hefur frá mörgu að segja yfir kaffinu. Skóladagar 16 Myndasaga Skólavörðunnar. Bókaáskorun 17 Ragnar Gíslason segir frá bókum Alfie Kohns og skorar á Steinunni Ármannsdóttur að skrifa næst. Smáauglýsingar og tilkynningar 29 Smiðshöggið 30 ... og viti nú menn! Berglind Agnarsdóttir leikskólastjóri skrifar um listina að segja sögu og iðkun hennar í leikskólum. Að auki Tónlistarnámstefna NMPU í Kópavogi nú í sumar, stofnun hreyfingar ungra kennara, alþjóðleg ráðstefna um söguaðferðina o.fl.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.