Skólavarðan - 01.05.2003, Side 17
Auk menntamálaráðherra, Tómasar Inga
Olrich, ávörpuðu fundinn Gerður G. Ósk-
arsdóttir fræðslustjóri, Ragnheiður Skúla-
dóttir deildarforseti leiklistardeildar LHÍ,
Guðlaug María Bjarnadóttir leikkona og
kennari í Borgarholtsskóla, Anna Flosadótt-
ir myndlistar- og leiklistarkennari í Hlíða-
skóla og Sigrún Sól Ólafsdóttir leiklistar-
kennaranemi. Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri
og deildarstjóri fræðslu-
deildar Þjóðleikhússins var
fundarstjóri og stýrði um-
ræðum á eftir.
Leiklist fyrir alla
Menntamálaráðherra
sagðist í framsögu sinni
gjarnan vilja skoða ýmsa
möguleika til að efla leiklist
í skólakerfinu. Hann nefndi sérstaklega
þrennt. Í fyrsta lagi að til greina komi af
hans hálfu að skilgreina leiklistarkjörsvið á
listnámsbraut í framhaldsskóla, ef áhugi
reynist fyrir hendi, og fela einhverjum
skóla að þróa slíkt nám. Þá nefndi hann
verkefnið Tónlist fyrir alla sem mögulega
fyrirmynd að verkefni sem nefna mætti
Leiklist fyrir alla. Markmið slíks verkefnis
yrði að efla tengsl milli leikhússins og skól-
anna. Að síðustu tilkynnti menntamálaráð-
herra um nýjan ráðgjafahóp um listkennslu
í skólum. Leitað hefur verið til Bandalags
íslenskra listamanna um tilnefningar í slík-
an ráðgjafahóp sem gæti verið ráðuneytinu
innan handar um þróun listnáms í grunn-
og framhaldsskólum.
Gerður G. Óskarsdóttir fagnaði því í
framsögu sinni að umræðan um leiklistar-
kennslu væri opnuð á þennan hátt og lýsti
þætti leiklistar í starfi grunnskólanna. Hún
sagði frá því að í öllum skólum væri leiklist
stunduð á einn eða annan hátt og flestir
þeirra keyptu einnig til sín leiksýningar. Í
sýn sinni til framtíðar talaði hún um leiklist
sem tæki til náms og þroska í öllum grein-
um. Hún telur líkur á því að í skólum fram-
tíðarinnar verði alveg hætt að skipta
kennslugreinum niður í afmarkaðar tíma-
einingar, eins og gert hefur verið hingað
til, heldur renni kennslan meira saman í
samþætt starf þar sem leiklistin geti leikið
stórt hlutverk.
Gagnrýndi viðhorf til leiklistarstarfs
Ragnheiður Skúladóttir fagnaði orðum
ráðherra um að til greina komi á næstunni
að skilgreina leiklistarkjörsvið í framhalds-
skóla. Hún ræddi um mikilvægi þess að
byggja upp kennslu í leiklist til jafns við
aðrar listgreinar. Hún tók sem dæmi að til
þess að komast inn í myndlistardeild LHÍ
þurfi nemendur að hafa lokið að minnsta
kosti 30 eininga námi í myndlist á fram-
haldsskólastigi. Til þess að komast inn í
tónlistardeild þurfi nemendur að hafa lokið
7. stigi á hljóðfæri sitt. En til þess að kom-
ast inn í leiklistardeild þurfi nemendur
eingöngu að hafa lokið stúdentsprófi
eða sambærilegu, eða sýna afburða hæfi-
leika á sviði leiklistar. Í ár sækja 130 um
inngöngu í leiklistardeildina, þar af 40%
sem ekki uppfylla þessi grunnskilyrði.
Hún gagnrýndi harkalega þau viðhorf
sem virðast vera ríkjandi innan skóla-
kerfisins, að til þess að stunda leiklist
þurfi ekki grunnmenntun sambærilega
við aðrar listgreinar.
Guðlaug María Bjarnadóttir lýsti fyrir-
komulagi leiklistarnáms í Borgarholtsskóla,
en þar eru nú kenndir fjórir samhangandi
leiklistaráfangar. Þar eru uppi hugmyndir
um listnámsbraut í leiklist þar sem m.a.
yrði kennd leiklistarsaga, talsetning, kvik-
myndagerð, leiktækni, leikstjórn o.s.frv.
Anna Flosadóttir sagði frá þróun leiklist-
arkennslu í Hlíðaskóla. Fyrir níu árum var
farið að setja upp stórar sýningar þar, þar
sem samtvinnast leiklist, tónlist, myndlist
og dans. Rík hefð hefur skapast fyrir þessu
starfi í skólanum og nemendur eru einstak-
lega áhugasamir um að taka þátt. Leiklist
er kennd sem sérstök kennslugrein í Hlíða-
skóla, auk þess að vera þáttur í listasmiðju
sem rekin er í unglingadeild skólans. Hún
sagði leiklistina í skólastarfinu fyrst og
fremst styðja nemendur í því að „ná sam-
bandi við sinn innri mann“.
Sigrún Sól Ólafsdóttir er í kennslurétt-
indanámi fyrir leikara í LHÍ. Hún lýsti í
stuttu máli framtíðarsýn sinni á leiklistar-
kennslu. Hún ræddi um mikilvægi þess að
hafa sérmenntaða leiklistarkennara og
sagði þá hafa framtíð listgreinarinnar í
höndum sér.
Bjargaði mér gegnum unglingsárin
Að loknu hléi sögðu Árni Kristjánsson
og Hjörtur Jóhann Jónsson nemendur úr
MH á lifandi hátt frá leiklistarnámi sínu í
skólanum og hvað þeir vildu að yrði gert til
úrbóta í skipulagi þess. Kristín Þóra Har-
aldsdóttir sem bæði fór í Hlíðaskóla og
MH sagði frá reynslu sinni og hvernig sér
fyndist þátttaka sín í leiklist
hafa bjargað sér í gegnum
unglingsárin.
Þá urðu líflegar umræður í
salnum þar sem kennarar
af báðum skólastigum,
nemendur, listamenn og
kennslufræðingar skiptust á
skoðunum. Fulltrúar úr menntamálaráðu-
neyti voru einnig til taks til þess að svara
þeim spurningum sem komu upp. Ýmsir
vitnuðu um vel heppnað leiklistarstarf og
tilraunir í skólum sínum, en m.a. var skipst
á skoðunum um hvort leiklist ætti að teljast
sérstök námsgrein eða vera samþætt öðrum
námsgreinum. Nokkrir vildu að leiklistar-
kennarar yrðu ráðnir að skólunum til
stuðnings við bekkjarkennara samhliða því
að kenna leiklist. Bent var á hversu miklir
möguleikar væru nú þegar á því innan
námskránna að flétta leiklist inn í skóla-
starfið. Þá var m.a. rætt vægi leiklistar í
Kennaraháskóla Íslands, samstarf foreldra
og kennara, fyrirkomulag valáfanga í fram-
haldsskólum o.fl.
Vigdís Jakobsdóttir
Leik l ist í skó lum
18
Tæplega hundrað manns sóttu opinn
fund fræðsludeildar Þjóðleikhússins
um leiklistarkennslu mánudaginn 17.
mars sl. Rætt var um stöðu og fram-
tíðarsýn í leiklistarkennslu í íslenskum
grunn- og framhaldsskólum. Meðal
frummælenda var menntamálaráð-
herra.
Fjölsóttur og líflegur fundur
um leiklistarkennslu
Á fundinum tilkynnti menntamálaráðherra um nýjan ráð-
gjafahóp um listkennslu í skólum. Leitað hefur verið til
Bandalags íslenskra listamanna um tilnefningar í slíkan
ráðgjafahóp sem gæti verið ráðuneytinu innan handar
um þróun listnáms í grunn- og framhaldsskólum.