Skólavarðan - 01.05.2003, Page 23

Skólavarðan - 01.05.2003, Page 23
verið opið allan sólarhringinn. Þetta nýttu nemendur sér nokkuð vel og oftar en ekki máttum við eiga von á því að mæta glæreygðum nemanda þegar við komum til vinnu að morgni. Þótt aðstaðan hafi verið prýðileg batnaði hún til mikilla muna þegar tónlistarhús Kópavogs var byggt. Þar fluttum við inn í sérhannað húsnæði þar sem allt var sér- sniðið utan um starfsemina. Tónversher- bergið „flýtur“ á gúmmípúðum sem veita sérstaka hljóðeinangrun og gera kleift að spila hljóð eða tónlist á fullum styrk þótt tónleikar standi yfir í Salnum sem er hin- um megin við vegginn. Hljómburður í herberginu er sérstaklega sniðinn til tónlistargerðar og hávær tæki og tól eru geymd í sérstöku herbergi til þess að tryggja algjöra þögn í sjálfu tónversher- berginu. Tækjakostur er sérlega góður og fjölbreyttur þannig að hann getur þjónað vel flestum þörfum nemenda. Strax var ljóst að tilkoma tónversins opn- aði margvíslega möguleika, ekki bara það sjálft heldur ekki síður nábýli þess við Sal- inn með sína fullkomnu tónleikaaðstöðu. Með þessa aðstöðu til reiðu hefur verið lögð mikil áhersla á að leggja sitt af mörk- um til íslenskrar menningar. Má þar nefna verkefni til varðveislu íslensk tónlistararfs með endurvinnslu og varðveislu gamalla upptaka, þátttöku í flutningi á íslenskri tónlist og þátttöku og skipulagningu á al- þjóðlegu tölvutónlistarhátíðinni ART2000. Þessi aðstaða tónversins og Salarins hef- ur gjörbylt aðstæðum til flutnings á raftón- list á Íslandi og hefur árangurinn ekki látið á sér standa því að í kjölfarið hefur íslensk raftónlist siglt inn í mikið blómaskeið sem ekki er enn séð fyrir endann á. Framtíðin Eftir tilkomu tónlistardeildar Listahá- skóla Íslands er í athugun að festa námið meira við framhaldsskólastig og í deiglunni er samvinna um að það verði metið sem valáfangi í framhaldsskóla. Þannig ættu nemendur almennt að geta byrjað alvarlegt tölvutónlistarnám fyrr og haldið því síðan áfram í Listaháskólanum. Samhliða því sem tölvuleikni hefur farið fram er meira af yngra fólki tilbúið í svona nám. Hingað til höfum við sett aldursmörk miðað við byrjun framhaldsskóla en síðast- liðið haust var gerð tilraun til að taka inn yngri nemendur. Þeir hafa staðið sig svo vel að allar líkur eru á að áframhald verði á inntöku yngri nemenda. Við sjáum fyrir okkur að tölvutónlistar- nám í einhverri mynd verði ómissandi þátt- ur í öllu tónlistarnámi. Tónlistarumhverfið hefur breyst mikið með tilkomu tölvutækn- innar og fyrirsjáanlegt að í framtíðinni verði meiri þörf fyrir tölvutónlistarmenn en venjulega hljóðfæraleikara. Í framtíðinni er óhugsandi að tónlistarmenn geti komist af án þess að hafa a.m.k. einhverja innsýn í tölvutæknina. Hún er orðinn svo óaðskilj- anlegur hluti af nútíma tónlistarvinnu að tónlistarmenn framtíðarinnar verða að hafa hana á valdi sínu. Það skal þó tekið skýrt fram að við teljum að „venjulegt“ tónlistar- nám haldi sínu fulla gildi. Tölvutæknin er hins vegar viðbót sem orðin er bráðnauð- synleg. Tónlistarskólar sem ekki sinna þessu sviði munu smám saman mála sig út í horn sem fornleifafyrirbæri, úr snertingu við sinn samtíma. Við teljum brýnt að koma í veg fyrir þetta og munum vinna að því að upp komi sambærileg tónver við sem flesta tónlistarskóla. Hvernig kemst maður í nám? Til þess að sækja um nám við tónverið þarf viðkomandi ekki annan undirbúning en mikinn áhuga á faginu og opinn huga, öll tónlistarþekking er þó vissulega kostur. Hægt er að sækja sér frekari upplýsingar á netslóðina http://ttk.ismennt.is eða þá senda tölvupóst á ttk@ismennt.is Ríkharður H. Friðriksson og Hilmar Þórðarson Höfundar eru tónskáld og forstöðumenn Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs. Tölvutónl ist 25 „Við sjáum fyrir okkur að tölvutónlistarnám í einhverri mynd verði ómissandi þáttur í öllu tónlistarnámi“, segja Hilmar og Ríkharður í grein sinni. „Tónlistarumhverfið hefur breyst mikið með tilkomu tölvutækninnar og fyrirsjáanlegt að í framtíðinni verði meiri þörf fyrir tölvutónlistarmenn en venjulega hljóðfæraleikara.“

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.