Þjóðmál - 01.09.2013, Side 38

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 38
 Þjóðmál haust 2013 37 Hér eru þúsundir húsa, hundruð þjótandi bifreiða, stórhýsi, tröllauknar byggingar, göt­ ur eins og gil í hrikafjöllum . Þarna er streym­ andi mannhaf í skugga skýjakljúfanna . Nú beygjum við . Það á að lenda á nýja flug vell­ inum, Idlewild [sem síðar var kenndur við John F . Kennedy] . . . Loftleiðir höfðu verið stofnaðar árið 1944 að frumkvæði Alfreðs Elías son­ ar og félaga hans og með tilstyrk nokkurra framsýnna athafnamanna . Félagið sinnti innanlandsflugi og hafði náð góðri fót festu í Ísafjarðar­ og Vestmannaeyjaflugi . Félag ið var með tvær millilandaflugvélar í rekstri, Skymastervélarnar Heklu og Geysi . Auk þess að fljúga til New York bauð félagið upp á flug til Kaupmannahafnar, Stokk­ hólms, Oslóar, Lundúna og Parísar . Þegar haustið 1948 voru starfsmenn félagsins rúm lega 80 . En félagið skuldaði kaupverð flu gvéla sinna í dollurum og gengisfell­ ingarnar miklu í september 1949 (30%) og í mars 1950 (42,6%) gengu nærri af því dauðu . Var brugðið á það ráð árið 1950 að hætta millilandaflugi um sinn og leigja bæði Heklu og Geysi (með áhöfn) til bandaríska flugfélagsins Seaboard & Western . Í upp hafi árs ákváðu stjórnvöld að skipta flug leiðunum innanlands í sérleiðir . Stjórn Loft leiða ákvað þá að leggja niður allt inn an landsflug félagsins . Stjórnin leit svo á að sér leiðaskiptingin hefði fyrst og Áhöfnin í fyrsta áætlunarflugi Loftleiða til Bandaríkjanna á flugvellinum í New York . Frá vinstri: Halldór Guð­ mundsson, Sigríður Gestsdóttir, Málfríður Mekkinósdóttir, Alfreð Elíasson, Axel Thorar ensen, Bolli Gunnars­ son og Kristinn Olsen . Myndina tók Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loftleiða .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.