Þjóðmál - 01.09.2013, Page 46

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 46
 Þjóðmál haust 2013 45 hlut í Búnaðarbanka Íslands hf . þar sem hinn meinti kaupandi þóttist vera Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA, en var í raun Kaupþing hf . Ríkisendur­ skoðun taldi það ekki hlutverk sitt að komast að hinu sanna í málinu, einungis að sýna fram á að það væri ekki útilokað, væntanlega vegna kumpánabandalags við valdamenn . • Viðskipti ÍLS við Sparisjóð Hóla hrepps eru sérstakt rannsóknarefni en svo virðist sem lántakar hjá ÍLS hafi orðið að greiða Sparisjóðnum sérstakt gjald sem í raun tilheyrði ÍLS . Það að kalla innlán hjá sveita sparisjóði varasjóð er full kominn um snúningur á staðreyndum. Það kann vel að vera að skýrsla Rann sókn­ arnefndar Alþingis um starfsemi Íbúða­ lánasjóðs sé ekki gallalaust verk, frekar en önnur mannanna verk . Gallarnir eru þó smávægilegir miðað við þær upplýs ingar sem þar koma fram, eins og það að Ríkis­ endur skoðun sá aldrei neitt athuga vert við starfsemi sjóðsins þegar hætta steðjaði að . Fúlmennska fyrrverandi ríkisendur skoð­ anda út í starfsmann Ríkisábyrgðasjóðs er lítilmannleg . Sá starfsmaður ásamt sam­ starfs fólki reyndi að koma í veg fyrir þá gern inga sem voru í uppsiglingu . Nær væri að Ríkis endurskoðun íhugaði hvað fór úr skeiðis í þríþættu hlutverki Ríkis­ endur skoð unar, þ .e . innri og ytri endur­ skoð un ÍLS og stjórn sýsluúttektir fyrir Al­ þingi . Stjórn sýslu úttektir Ríkisendurskoð­ unar verða mark lausar þegar innri og ytri endur skoð un er á hendi Ríkisendurskoð­ unar sjálfrar . Eftir stendur sú staðreynd að tjón Íbúða­ lánasjóðs er allt að 270 milljörðum, en það er um 15% af landsframleiðslu og hálfum fjárlögum ríkissjóðs . Það er sárt að Alþingi skuli þurfa að skipa rannsóknarnefndir vegna þess að eftirlitsstofnanir hafa brugðist . Ef löggjaf­ inn og stjórnsýslan læra af þessum mistök­ um er kostnaður vegna rann sóknar nefnda smávægilegur, en því miður læra sumir aldrei og lifa í afneitun sinni og trúa á óskeik ul leika sinn . F úlmennska fyrrverandi ríkis­endur skoðanda út í starfs­ mann Ríkisábyrgðasjóðs er lítilmannleg . Sá starfsmaður ásamt samstarfsfólki reyndi að koma í veg fyrir þá gerninga sem voru í uppsiglingu . Nær væri að Ríkisendurskoðun íhugaði hvað fór úrskeiðis í þríþættu hlutverki Ríkisendurskoðunar, þ .e . innri og ytri endurskoðun ÍLS og stjórnsýsluúttektir fyrir Alþingi . Stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar verða marklausar þegar innri og ytri endurskoðun er á hendi Ríkisendurskoðunar sjálfrar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.