Þjóðmál - 01.09.2013, Page 31

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 31
30 Þjóðmál haust 2013 Jóhann J . Ólafsson Endurúthlutunar­ þjóðfélagið Íþjóðfélagi okkar er helmingur tekna þjóð félagsins greiddur til hins opinbera og end ur úthlutað . Slíkt þjóðfélag stenst ekki og hlýtur að hrynja fyrr eða síðar, vegna þess að útilokað er að hægt sé að úthluta svo miklu fé þannig að nógu stór hópur landsmanna verði ánægður með úthlutunina . Þvert á móti vex óánægjan stöðugt . Hið litla traust, 10%, sem menn bera til Alþingis er birtingarmynd þessa . Fyrsta hrunið hefur þegar átt sér stað . Þjóðfélagið hefur alltaf verið að hrynja mismunandi mikið við hinar ýmsu gengis­ fellingar sem koma með reglulegu millibili þar sem eignir landsmanna og tekjur eru gerðar upptækar . Endurúthlutunin ber meinið í sér . Flestir sem verða af fé sínu til hins opinbera vilja fá þetta fé til baka á einn eða annan hátt . En það er ekki hægt á ásættanlegan máta . Afl eið ing arn ar verða margvíslegar: a) Ein er sú að mikið fé verður eftir hjá hinu opinbera sem tekur að safna eigum og minnk ar þannig endurúthlutunina og ávöxt un fjár í þjóðfélaginu . b) Menn fara að „gera út á hið opinbera“ og stofna alls kyns samtök og félög með góðum og fallegum tilgangi sem krefst opinbers fjár . Menn krefjast þess að hið opinbera greiði alls konar kostnað og leysi hvers manns vanda sem þeir annars myndu oft leysa sjálfir . c) Kjósendur ógna frambjóðendum . d) Freisting manna til að draga undan skatti eykst . Á móti hækkar hið opinbera skattana og eykur þannig freistingu til undanskota . Þá herðir hið opinbera reglur, eftirlit og refsingar . Við nálgumst lögregluríkið óðfluga og fátækt eykst . Íúthlutunarþjóðfélaginu er sífellt reynt að leysa stærri vanda en þjóðfélagið ræður við með góðu móti . Afleiðingin er stóraukin skuldasöfnun, skattheimta, verðbólga og siðleysi . Þegar spurt er hvað sé hægt að gera til þess

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.