Þjóðmál - 01.09.2013, Page 5

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 5
4 Þjóðmál haust 2013 Framganga flestra borgarfulltrúa Sjálf ­stæðis flokksins á núverandi kjör­ tíma bili er með þeim endemum að það er ótrúlegt að þeir skuli láta sér til hugar koma að bjóða sig fram á ný . En borgar­ full trú arnir vita auðvitað að þeir þurfa ekki að óttast prófkjör ýkja mik ið . Í Sjálf stæðis­ flokkn um ríkir nefnilega svo kallað klíku­ lýðræði sem áður hefur verið vikið að á þessum síðum . Til að fá framgang í próf kjörum flokksins í Reykjavík skiptir öllu að hreiðra um sig í ráð andi klíkum . Þess vegna mun próf­ kjör litlu breyta gagn vart tug þúsundum óánægðra sjálf stæðis manna í borginni . Ef nýtt nafn kemur fram mun það vera órjúf­ an lega tengt hin um mis lukk uðu klík um sem ráða ferð inni í flokks starfi nu í Reykja­ vík . Það þarf mjög mikla þátttöku í próf­ kjörum til að unnt sé að halda því fram að niðurstöður þeirra endurspegli vilja kjósenda flokksins . Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur verið jafn djúpstæð gjá milli klíkanna sem ráða í flokknum og almennra stuðn­ ings manna flokksins . Þess vegna situr flokk­ ur inn fastur í 26–27%­farinu . Ef ekki verður breyting á er trúlegt að fylgi flokks ins fari niður fyrir 20% á næstu árum . Sívaxandi hluti af kjörfylgi flokksins sprettur nefnilega af hollustu fólks sem er seinþreytt til vand­ ræða en ekki af raunverulegri ánægju með frammistöðu fulltrúa flokksins . Og holl ustan dvínar, því miður, eftir því sem fulltrúar flokksins sýna betur hvað í þeim býr . Haldreipi kjörinna fulltrúa Sjálf stæð­ is flokks ins er að það er enginn valkost ur til hægri í íslenskum stjórnmálum . Hægri menn hafa löngum hugsað með hryllingi til þess að feta í þau fótspor íslenskra vinstri manna að stofna til endalausra klofnings­ fram boða og flokks brota . En ef fram heldur sem horfir getur þess vart verið langt að bíða að fram komi raun hæfur valkostur við Sjálfstæðisflokk inn í kosningum . Bakfiskurinn í hugmyndafræði sjálf­stæð is manna í gegnum tíðina er hefð­ bundin íhaldsgildi með frjálslyndu ívafi . Þar ber hæst traust, ábyrgð, góða dómgreind, efa hyggju og varðstöðu um siði og venjur sem reynst hafa þjóðinni vel ásamt vilja til að breyta og bæta í ljósi reynsl unnar . Í þessu felst meðal annars að standa fast á grund­ vallarskoðunum, hvernig sem vindar blása í samfélaginu og hvernig sem sterk hags ­ munaöfl hamast eins og naut í flagi . Því fer víðs fjarri að þetta séu hugrenn­ ing ar sem fólk tengi ósjálfrátt Sjálf stæðis­ flokknum nú um stundir . Mörgum finnst að flokkurinn hafi þvert á móti gengið „kerfi nu“ á hönd . Oft og tíð­ um virðist hann helst standa vörð um stóru hags munaöflin í atvinnulífi og stjórn kerfi — og höfða aðallega til vel stæðs fólks, þ .e . eignafólks og þeirra sem eru með milljón eða meira í laun á mánuði . Í huga margra er Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur flokk ur millistéttar innar og þeirra sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki . Við þetta bætist að vegna klíkuræðisins hefur flokkurinn reynst ófær um að takast á við ýmis vandamál sem hann hefur kallað yfir sig . Klíkurnar eru persónu bundnar, þær snúast ekki um hugsjónir eða prinsipp, heldur að standa vörð um fram gang til­ tek inna ein staklinga og stuðningsmanna þeirra . Þess vegna má ekki horfast í augu við vanda málin því að þá beinast spjótin undir eins að tilteknum klíkuforingjum . — Það er því þægilegast að líta undan og láta eins og ekkert sé . Af þessum ástæðum hefur flokkurinn ekki gert almennilega upp við fall bankanna, ríkis stjórn Sjálf stæðisflokks og Samfylk ing ­ j ál a t

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.