Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 13

Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 13
12 Þjóðmál haust 2013 leika í sveitarstjórnarkosningunum, allt eftir að stæðum í hverju sveitarfélagi . Hvar er skyn samlegt að bjóða fram saman, mynda kosn inga bandalög o .s .frv .? Á þennan veg hefur verið talað árum saman til að efla pólitískt baráttuþrek vinstrisinna en þegar á hólminn er komið skerst alltaf einhver úr leik eins og þegar Steingrímur J . Sigfússon fór eigin leið en ekki í Sam­ fylkinguna árið 2000 . Ekki ætti að vera erfitt að sameina Sam fylkingu og Bjarta framtíð eða Samfylkingu og Besta flokkinn . Sjást þó engin merki um vilja til þess heldur sýnist talið um samein ingu vinstri manna snúast um nánara samstarf milli Samfylkingar og vinstri grænna (VG) . Fylgi hugur máli verða flokkarnir að koma sér saman um nýja ESB­stefnu, lífvænlegri en þá sem þeir fylgdu í stjórn ar tíð Jóhönnu Sigurðardóttur . Margrét S . Björnsdóttir fer tæp 30 ár aft ur í tímann máli sínu til stuðnings og segir að árið 1985 hafi hópur ungs fólks úr Alþýðu flokki, Alþýðubandalagi, Banda­ lagi jafnaðarmanna og Kvennalista, ásamt vinstri sinnuðum framsóknarmönn um, stofn að Málfundafélag jafnaðarmanna, sem hafði að markmiði að þrýsta á samstarf og/eða sam einingu flokkanna . Síðar hafi Gróska og Röskva komið til sögunnar með svip uð markmið . „Er aftur kominn tími slíkra samtaka?“ spyr Margrét . Röskva er nú svipur hjá sjón og hefur tapað hinni sterku stöðu sem hún hafði um tíma í Háskóla Íslands . Vaka fékk rúm 70% atkvæða í síðustu kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands . R­listinn í Reykjavíkurborg splundraðist haustið 2002 þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar­ stjóri lýsti áhuga á að skipa forystusæti á framboðslista Samfylkingarinnar í þing­ kosn ingunum vorið 2003 . Ábending Margrétar S . Björnsdóttur var tímabær að því leyti að nú fer í hönd undir búningur sveitarstjórnarkosninga hjá stjórn málaflokkunum . Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur til dæmis að huga að róttækum ráðum til að styrkja stöðu sína í Reykjavík, vilji hann ná vopn­ um sínum á ný . Því miður hefur flokkn­ um mistekist að skapa öfluga viðspyrnu í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og inn an borgarstjórnarflokksins ríkir ónóg sam­ staða eins og best lýsti sér í klofningi meðal borgarfulltrúa sjálfstæðismanna í atkvæða­ greiðslu um tillögu að nýju aðalskipu lagi Reykjavíkur . Sjálfstæðismenn ættu að huga að öllum góðum ráðum til að efla framboðslista sinn í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar . Sigur Besta flokksins í kosningunum 2010 sýndi að hópur nýrra manna, kvenna og karla, getur náð góðum árangri á skömmum tíma í höfuðborginni . Sambærileg vakning er nauðsynleg í röðum sjálfstæðismanna bæði til að hrista upp í flokksvélinni í Reykjavík og til að höfða til kjósenda á nýjan og spennandi hátt . Nú fer í hönd rétti tíminn til að huga að málum vegna kosninganna vorið 2014 . III . ÍMorgunblaðinu birtist fimmtudaginn 8 . ágúst 2013 bréf frá færeyskri konu, Biritu Gøtuskeggi Jennysdóttur sem ólst upp í Vestmannaeyjum . Hún lýsir mikilli sorg sinni vegna þess að hún telur að Íslend­ ingar hafi svikið Færeyinga . Íslend ingar hafi ákveðið á einhverjum fundi sem hún man ekki hvar var haldinn að segja skilið við Færeyinga í viðræðum við ESB um síldveiðar . Hún segir: „En þið fóruð einir á fund með ESB og fenguð víst mjög góðan díl, á meðan Færeyingar sátu fyrir utan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.