Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 90

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 90
 Þjóðmál haust 2013 89 fóru út um þúfur áður en þær hófust vegna smásálarlegs þjarks um hverjir ættu að vera í forystu fyrir samninganefndunum . Norður­ Kóreumenn eru enn eins og smákrakkar í skammarkróknum; lokaðir inni í herberg­ inu sínu í fýlu . Stjórnarerindrekar eru ófúsir að ræða við þá . Þessi atburðarás hefur enn og aftur vakið upp spurning una um stöðugleika ríkisins . Spurningin sem ég er oftast spurð um Norður­Kóreu er: Hvenær hrynur þetta ríki? Á tíunda áratug síðustu aldar voru sérfræðingar um málefni landsins sam mála um að Norður­Kórea væri á barmi hruns . Eftir að ríkið lifði gegn öllum líkum af fall Sovétríkjanna, hrun Berlínar múrsins, umbæturnar í Kína og dauða Kim Il Sung fékk það á sig yfirbragð ódauðleika . Íbúar Suður­Kóreu hafa áhyggjur af kostnaðinum við að sameina ríkin tvö . Kínverjar eru ánægðir með að hafa Norður­Kóreu sem stuðpúða milli sín og hinnar Bandaríkjahollu Suður­Kóreu . En fráfall Kim Jong Il og reynsluleysi sonar hans hefur aftur vakið spurninguna um hvort Norður­Kórea geti lifað af . Óstöðugleiki virðist ríkja á æðsta stjórnstigi . Þrír af þeim sjö mönnum sem gengu næstir líkkistu Kim Jong Il við útförina urðu fórnarlömb hreinsana í maí 2013 . Varnar mála ráðherrann var rekinn um miðjan maí en hermt er að hann hafi verið tekinn aftur í sátt viku síðar . Kim Jong Un stjórnar ekki einn; frændinn Jang Sung Taek, sem er kvæntur Kim Kyung Hut, 67 ára gamalli yngri systur Kim Jong Il, er starfandi ríkisstjóri . Konan hans er þó heilsutæp og þjáist meðal annars af afleiðingum ofdrykkju . Önnur lykilpersóna er Choe Ryong Hae, varamarskálkur í hernum og sérstakur sendimaður Kims í samskiptum við Kína . Hann er líka undir verndarvæng Jang frænda . „Augljóst er að frændinn og Choe marskálkur eru mikilvægustu mennirnir í landinu,“ sagði sendifulltrúi með aðsetur í Pyongyang nýlega við mig . Hann fylgdist náið með fjölskyldu stjórnendanna og leiðtogunum við kvöldverð 25 . apríl 2013 þegar stofnun Alþýðuhers Kóreu var fagnað langt fram eftir nóttu og fólkið var orðið ölvað eftir linnulausar skálarræður . Kim Jong Un, sagði hann, sat við enda borðsins með frændann sér til hægri handar og mar skálk­ inn sér til vinstri handar . Föðursystirin, greinilega veikluleg, sat allan tímann við annað borð ásamt systur Kim Jong Un . „Kim Jong Un hefur raunveruleg völd en ekki alræðisvald . Hann er valdaminni en faðir hans .“ Heilsufar Kim Kyung Hui gerir þetta fyrirkomulag viðkvæmt vegna þess að líklegt er að dragi úr völdum Jangs þegar eiginkona hans fellur frá . Norður­Kóreumenn virðast ekki hafa neina hugmynd um hvernig þeir eigi komast út úr horninu sem þeir hafa málað sig út í . Nýjasta áætlunin sem Kim Jong Un kynnti á fundi mið stjórnar Verkamannaflokksins hinn 31 . mars, er „ný áætlun um að byggja upp efnahagslífið samhliða því að kjarnorku­ Spurningin sem ég er oftastspurð um Norður­Kóreu er: Hvenær hrynur þetta ríki? Á tíunda áratug síðustu aldar voru sérfræðingar um málefni landsins sam mála um að Norður­Kórea væri á barmi hruns . Eftir að ríkið lifði gegn öllum líkum af fall Sovétríkjanna, hrun Berlínar­ múrsins, umbæturnar í Kína og dauða Kim Il Sung fékk það á sig yfirbragð ódauðleika . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.