Þjóðmál - 01.09.2013, Side 90

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 90
 Þjóðmál haust 2013 89 fóru út um þúfur áður en þær hófust vegna smásálarlegs þjarks um hverjir ættu að vera í forystu fyrir samninganefndunum . Norður­ Kóreumenn eru enn eins og smákrakkar í skammarkróknum; lokaðir inni í herberg­ inu sínu í fýlu . Stjórnarerindrekar eru ófúsir að ræða við þá . Þessi atburðarás hefur enn og aftur vakið upp spurning una um stöðugleika ríkisins . Spurningin sem ég er oftast spurð um Norður­Kóreu er: Hvenær hrynur þetta ríki? Á tíunda áratug síðustu aldar voru sérfræðingar um málefni landsins sam mála um að Norður­Kórea væri á barmi hruns . Eftir að ríkið lifði gegn öllum líkum af fall Sovétríkjanna, hrun Berlínar múrsins, umbæturnar í Kína og dauða Kim Il Sung fékk það á sig yfirbragð ódauðleika . Íbúar Suður­Kóreu hafa áhyggjur af kostnaðinum við að sameina ríkin tvö . Kínverjar eru ánægðir með að hafa Norður­Kóreu sem stuðpúða milli sín og hinnar Bandaríkjahollu Suður­Kóreu . En fráfall Kim Jong Il og reynsluleysi sonar hans hefur aftur vakið spurninguna um hvort Norður­Kórea geti lifað af . Óstöðugleiki virðist ríkja á æðsta stjórnstigi . Þrír af þeim sjö mönnum sem gengu næstir líkkistu Kim Jong Il við útförina urðu fórnarlömb hreinsana í maí 2013 . Varnar mála ráðherrann var rekinn um miðjan maí en hermt er að hann hafi verið tekinn aftur í sátt viku síðar . Kim Jong Un stjórnar ekki einn; frændinn Jang Sung Taek, sem er kvæntur Kim Kyung Hut, 67 ára gamalli yngri systur Kim Jong Il, er starfandi ríkisstjóri . Konan hans er þó heilsutæp og þjáist meðal annars af afleiðingum ofdrykkju . Önnur lykilpersóna er Choe Ryong Hae, varamarskálkur í hernum og sérstakur sendimaður Kims í samskiptum við Kína . Hann er líka undir verndarvæng Jang frænda . „Augljóst er að frændinn og Choe marskálkur eru mikilvægustu mennirnir í landinu,“ sagði sendifulltrúi með aðsetur í Pyongyang nýlega við mig . Hann fylgdist náið með fjölskyldu stjórnendanna og leiðtogunum við kvöldverð 25 . apríl 2013 þegar stofnun Alþýðuhers Kóreu var fagnað langt fram eftir nóttu og fólkið var orðið ölvað eftir linnulausar skálarræður . Kim Jong Un, sagði hann, sat við enda borðsins með frændann sér til hægri handar og mar skálk­ inn sér til vinstri handar . Föðursystirin, greinilega veikluleg, sat allan tímann við annað borð ásamt systur Kim Jong Un . „Kim Jong Un hefur raunveruleg völd en ekki alræðisvald . Hann er valdaminni en faðir hans .“ Heilsufar Kim Kyung Hui gerir þetta fyrirkomulag viðkvæmt vegna þess að líklegt er að dragi úr völdum Jangs þegar eiginkona hans fellur frá . Norður­Kóreumenn virðast ekki hafa neina hugmynd um hvernig þeir eigi komast út úr horninu sem þeir hafa málað sig út í . Nýjasta áætlunin sem Kim Jong Un kynnti á fundi mið stjórnar Verkamannaflokksins hinn 31 . mars, er „ný áætlun um að byggja upp efnahagslífið samhliða því að kjarnorku­ Spurningin sem ég er oftastspurð um Norður­Kóreu er: Hvenær hrynur þetta ríki? Á tíunda áratug síðustu aldar voru sérfræðingar um málefni landsins sam mála um að Norður­Kórea væri á barmi hruns . Eftir að ríkið lifði gegn öllum líkum af fall Sovétríkjanna, hrun Berlínar­ múrsins, umbæturnar í Kína og dauða Kim Il Sung fékk það á sig yfirbragð ódauðleika . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.