Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 61

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 61
60 Þjóðmál haust 2013 Þýzkalands aukast um 80% og vaxi þá sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 50% í 68% . Þessi aukning er með ólíkindum, enda mun hún ekki eiga sér stað í viðskiptum við önnur Evrópuríki . Nú fara þangað 37% af þýzkum útflutningi, en verða árið 2025 aðeins 30% samkvæmt spá McKinsey . Niðurstaða Mikill sameiginlegur vandi blasir við íslenzku þjóðinni . Við hann verður ráðið með elju, þrautseigju og lang tíma­ hugsun í stjórnarháttum . Við verðum að taka mið af þróun verð mæta sköpunar á mann við ákvörðun launa hækkana, auka framleiðnina, þ .e . verð mætasköpun miðað við tilkostnað, losa um eignarhald ríkisins, þar sem meiri framleiðni er líkleg án aðkomu ríkisins, og lækka skuldir hins opinbera eins hratt og framast er kostur án þess að það komi niður á hagvexti . Skuldir hins opinbera, ríkis og sveitar­ félaga, á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu nema nú um 29 milljónum og með ábyrgðum hins opinbera 45 milljónum . Hér er augljóslega komið í algert óefni og ekki kyn þó að lánshæfismatið sé í uppnámi . Að míga í skóinn sinn með innistæðulausum og verðbólguskapandi launahækkunum gerir aðeins illt verra . Leita verður allra ráða til að laða til lands ins erlendar fjárfestingar . Þær ásamt fram leiðni­ aukningu og verðmætari útflutn ings fram­ leiðslu eru vísasti vegurinn til öflugs, var an­ legs hagvaxtar sem einn getur stað ið undir raunverulegum kjarabótum í land inu . Heimildir: The Economist, 15 .–21 . júní 2013 . Viðskiptablaðið, 18 . júlí 2013 — Óðinn: „Vandi lífeyrissjóðanna“ . Morgunblaðið, 7 . apríl 2012 — Birgir Tjörvi Pétursson: „Til varnar eignarrétti í sjávarútvegi“ . Ísland og skattgreiðendur! Fremur fáar fréttir hafa verið af nýju ráðherrun­um í sumar . Það kemur vitaskuld til af því að þeir hafa unnið af miklum krafti bak við tjöldin að lagafrumvörpum sem þeir ætla að leggja fram í haust, um að afturkalla flest það sem vinstristjórnin gerði á valdatíma sínum . Þær fáu fréttir sem birst hafa, hafa einkum verið fréttir sem ráðherrarnir láta upplýsingafulltrúana senda frá sér: „Jón Jónsson, nýr frumkvæðismálaráð­ herra, heimsótti í dag Frumkvöðlastofu, sem heyrir undir ráðuneyti hans, kynnti sér starfsemina og heilsaði upp á starfsfólk . Í ávarpi sínu sagði ráðherra að mikilvægt starf væri unnið á stofnuninni og væri stefnt að því að efla það á komandi árum . Á meðfylgjandi mynd sjást ráðherrann og Andrésína Önd, forstjóri Frumkvöðlastofu, brosa .“ Þegar nýr ráðherra kemur í ráðuneyti keppast embættismennirnir við að gera hann að „sínum manni“ . Láta ráðherrann hætta að verða mann skattgreiðenda og mann pólitískra hugsjóna og gera hann að manni „málaflokksins“ . Ein aðferðin er að teyma hann í „heimsóknir til stofnana ráðuneytisins“ . Sýna honum húsakynnin og kynna alla starfsmenn fyrir ráðherranum . Hvaða ráðherra, sem ekki hefur sterkar pólitískar skoðanir, myndi leggja niður stofn­ un eftir að hafa farið í slíka heimsókn? Hann er búinn að brosa á kaffistofunni . Hann er búinn að horfa í augun á starfsmönnunum og segja að þeir vinni mikilvægt starf . Hann verður þá líka að berjast fyrir „sínar stofnanir“ þegar kemur að fjárlagagerðinni . Það er í raun engin ástæða fyrir ráðherra að fara í slíkar heimsóknir . Ráðherrann á ekki að verða ráðuneytisstarfsmaður . Hann þarf ekki að skoða allar skrifstofurnar í „stofnunum ráðuneytisins“ . Hann á að berjast fyrir pólitískri meginstefnu, en ekki líta á sig sem kontórista . Hans raunverulegi „málaflokkur“ eru Ísland og skattgreiðendur . Vef­þjóðviljinn, andriki .is, 26 . ágúst 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.