Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 42

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 42
 Þjóðmál haust 2013 41 að því að við höfum smám saman tekið að sjá okkur sem þjóð í örlítið öðru ljósi og í örlítið öðru samhengi en áður . Er þá annars vegar um að ræða áhrif vegna djúpstæðrar þróunar eða tiltekinna at burða sem markað hafa skörp skil í tímans rás . Nú er ég ekki heima í „ímyndar“­fræð­um nútímans en ætli sé ekki fá dæmi að því sé haldið fram í fullri alvöru að leiða­ kerfi í áætlunarflugi hafi breytt sjálfs mynd heillar þjóðar?! En sé það svo að leiðakerfi í áætlunarflugi hafi í raun og veru leitt til breytinga á skiln­ ingi íslensku þjóðarinnar á sjálfri sér þá er það leiðakerfi Loftleiða, en ekki Icelandair, sem á heiðurinn af því . Leiðakerfi Icelandair árið 1987 var nefni­ lega ekki nýtt af nálinni . Það var í eðli sínu ná kvæm lega sama leiðakerfi og Loftleiðir kynntu til sögunnar fyrir 60 árum og byggir á þeirri hugmynd að fljúga með farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi . Þótt Loftleiðir neyddust til að beina flest­ um farþegum sínum til Lúxemborgar vegna þvingunaraðgerða IATA bauð félagið einnig upp á flug til helstu borga Evrópu, svo sem höfuðborga Norðurlanda, Lundúna, Glasgow, Parísar og Hamborgar . Árið 1970 fluttu Loftleiðir nærri 300 .000 farþega yfir Atlantshaf, en þá hafði félagið sem fyrr segir um 3,8% hlutdeild í Atlants­ hafs fluginu . Hlutdeild Icelandair í At lants­ hafsfluginu nær hins vegar ekki 1%, þrátt fyrir aukningu í fjölda farþega . Loftleiðir lögðu grunn að uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu með hinni rómuðu Stopoveráætlun sinni þar sem farþegum í Atlantshafsfluginu gafst kostur á að verja nokkrum dögum á Íslandi á leið sinni yfir hafið . Til að þjóna miklum straumi ferða­ manna byggðu Loftleiðamenn stórt hótel og settu á fót bílaleigu, svo fátt eitt sé nefnt . Jafnframt opnaði hin víðtæka starfsemi Loft leiða Íslendingum nýja sýn út í hinn stóra heim . Þá er ekki ótrúlegt að landnám Loft leiða manna í Lúxemborg hafi haft nokkur áhrif á þjóðarsálina . Í kjölfar Lúxem­ borgar flugs ins, stofnunar Cargolux, flugs Air Bahama til Lúxemborgar og þátttöku Loft­ leiða manna í byggingu hótels við Findel­ flugvöll varð til fjölmenn Íslendinga ný lenda í Lúxem borg þar sem þúsundir Ís lend inga gátu sér gott orð við nám og störf . Það sæmir engum að skreyta sig með stolnum fjöðrum . Hvernig sem á það er litið er Atlantshafsflug Icelandair og fram ­ lag fyrirtækisins til uppbyggingar ferða­ þjónustu á Íslandi framhald af hinu víð ­ feðma frumkvöðulsstarfi Loftleiðamanna . Vonandi rennur upp sá dagur að Loft­ leiðamönnum verður sýndur sá sómi sem þeim ber . Alfreð Elíasson og félagar voru sannkallaðir afreksmenn . Með frumkvæði sínu, elju og fundvísi sköpuðu þeir ekki aðeins „stærsta ævintýrið á Íslandi“, eins og blöðin kölluðu það á sínum tíma, heldur breyttu „í veru leika draumsýn sem blundar í brjóstum okkar allra” eins og Jökull Jakobs­ son rithöf undur komst að orði . Þ að sæmir engum að skreytasig með stolnum fjöðrum . Hvernig sem á það er litið er Atlantshafsflug Icelandair og fram lag fyrirtækisins til upp­ bygg ingar ferðaþjón ustu á Íslandi framhald af hinu víð feðma frumkvöðulsstarfi Loftleiða manna .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.